Morgunblaðið - 15.08.2018, Síða 11

Morgunblaðið - 15.08.2018, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2018 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin 30-70% afsláttur 1988 - 2018 Síðustu dagar útsölunnar Sogavegi við Réttarholtsveg og Miklubraut Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | gardsapotek.is | appotek.is Lágt lyfjaverð - góð þjónusta Einkarekið apótek Nú einnig netapótek: Appotek.is Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Minna hefur borið á folaflugum á húsveggjum á höfuðborgarsvæðinu en síðustu sumur. Þetta segir Er- ling Ólafsson skordýrafræðingur í samtali við Morgunblaðið. Talið er að kaflaskipt veðrátta á sunnan- verðu landinu það sem af er sumri orsaki fækkunina. „Tíðarfarið hef- ur alveg klárlega áhrif og þá er ég ekki endilega að tala um rign- inguna, enda lifir flugan í blautum jarðvegi. Það er í raun bara hversu undarlegt veðurfarið hefur verið,“ segir Erling. Folaflugum hefur farið fjölgandi á síðustu árum hér á landi, en þær hafa vakið athygli fyrir afar langa fætur. Flugan kom fyrst hingað til lands í kringum aldamótin þegar íbúar Hveragerðis urðu varir við hana og fékkst hún staðfest árið 2001. Frá þeim tíma fjölgaði henni hratt áður en hún hóf að dreifa sér um sunnanvert landið. Að sögn Er- lings er ekki ástæða til að fagna folaflugum enda er um skaðvald að ræða, sem getur látið að sér kveða þar sem lirfur alast upp. Folaflugan er sömu ættar og hrossa- og trippa- flugur, sem hins vegar ólíkt fola- flugunni eru ekki skaðvaldar. Spurður hvort hægt sé að greina mikinn mun á folaflugum og öðrum sambærilegum flugum kveður Er- ling já við. „Maður sér muninn af löngu færi. Hrossaflugur eru eins og klessur á vegg en þessar sitja uppréttar með vængina út í loftið,“ segir Erling. Folaflugum fer fækkandi Ljósmynd/Aðsend Folafluga Kaflaskipt veðrátta er talin hafa áhrif á fækkun folaflugna.  Talsvert minna borið á folaflugum það sem af er sumri Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Snorri Magnússon, formaður Lands- sambands lögreglumanna, segir aukið ofbeldi og hótunarbrot gegn lögreglumönnum vera mikið áhyggjuefni. Hann telur að undir- mönnun í lögreglu í áraraðir og auk- in vímuefnaneysla og neysla harðari efna séu stór hluti skýringa á aukn- ingunni. Ofbeldis- og hótunarbrotum gegn lögreglu- mönnum á höfuð- borgarsvæðinu hefur farið fjölg- andi árið 2018 miðað við meðal- tal síðustu þriggja ára. 42 of- beldisbrot voru skráð á fyrstu sex mánuðum ársins og 20 hótanir um ofbeldi. Fjölgaði ofbeldisbrotum um 64% á fyrstu sex mánuðum ársins miðað við meðaltal á sama tímabili síðustu þrjú ár. Hótunum um ofbeldi fjölgaði um 36% á fyrstu sex mánuðum árs- ins. Þetta kom fram í frétt Morg- unblaðsins í síðustu viku. Snorri sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að vissulega væri fjölg- un ofbeldisbrota gegn lögreglu mikið áhyggjuefni lögreglumönnum um land allt og þeir ræddu þessi mál mikið sín á milli. „Ég get í sjálfu sér ekki sagt til um það hvort einhverjar greiningar hafa verið gerðar á því hvers vegna of- beldi gegn lögreglu hefur aukist svona mikið. Það er hins vegar deg- inum ljósara að sá niðurskurður sem hefur orðið á fjármagni til löggæslu- mála undanfarin ár, alveg frá því fyr- ir hrun, hefur orsakað það að lög- reglumönnum hefur farið fækkandi og það eitt og sér minnkar öryggi manna í starfi. Við erum undir- mönnuð að störfum allan sólarhring- inn, ekki bara hér á höfuð- borgarsvæðinu, heldur úti um allt land. Ég tel að undirmönnunin sé stór þáttur í aukningu ofbeldis gegn lögreglu,“ sagði Snorri. Snorri segir að klárlega sé aukin vímuefnaneysla og harðari efni sem fólk sé að nota einnig þáttur í skýr- ingunni á aukningu ofbeldis gegn lögreglu. „Þetta er mikið rætt í röðum okk- ar lögreglumanna og þetta ástand er mikið gagnrýnt. Við hjá Landssam- bandi lögreglumanna höfum gagn- rýnt niðurskurðinn margoft á hverju einasta ári í ótalmörg ár og bent á hvað þessi niðurskurður til lög- gæslumála og fækkun lögreglu- manna þýðir. Það er eins og allir skelli skollaeyrum við þeim stað- reyndum mála sem við höfum bent á í áraraðir. Og svo birtast afleiðing- arnar m.a. í þessu, að fólk liggur sárt eftir, og getur átt við alvarleg og langvarandi meiðsli að glíma,“ sagði Snorri Magnússon enn fremur. Mannekla og aukin neysla Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Lögreglan Ofbeldi gegn lögreglu hefur aukist mikið að undanförnu, sem er lögreglumönnum um land allt mikið áhyggjuefni, segir Snorri Magnússon. Snorri Magnússon  Áhyggjur af ofbeldi gegn lögreglu ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.