Morgunblaðið - 15.08.2018, Blaðsíða 15
ingu um fjármálalæsi meðal al-
mennings, menntun og stefnumót-
un í samstarfi við stjórnvöld,
stofnanir og almannasamtök.
„Við eflum Neytendasamtökin
fyrst og fremst með því að virkja
enn betur þann kraft og samtaka-
mátt sem býr í félagsmönnum sjálf-
um,“ segir m.a. í tilkynningu frá
Breka. Nauðsynlegt, segir Breki, er
að hafa stóra, samstillta og öfluga
hreyfingu hér á landi til að veita
stjórnvöldum og fyrirtækjum að-
hald í neytendamálum.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Framboð Breki Karlsson gegnir stöðu for-
stöðumanns Stofnunar um fjármálalæsi.
Breki Karlsson hefur tilkynnt
framboð sitt til formanns Neyt-
endasamtakanna. Breki er fjórði
frambjóðandinn en hinir þrír eru
og Guðjón Sigurbjartsson, Guð-
mundur Hörður Guðmundsson og
Jakob S. Jónsson.
Breki hefur undanfarinn áratug
unnið að neytendamálum sem for-
stöðumaður Stofnunar um fjár-
málalæsi. Þá segist hann hafa víð-
tæka reynslu af því að leiða saman
ólíka aðila til eflingar fjármálalæsi
og hafa stuðlað að vitundarvakn-
Sá fjórði sem býður sig fram til formanns Neytendasamtakanna
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2018
Sigfús Ingi Sig-
fússon hefur ver-
ið ráðinn í starf
sveitarstjóra
sveitarfélagsins
Skagafjarðar til
ársins 2022. Á
vefsíðu sveitar-
félagsins segir að
ráðningin hafi
verið samþykkt
samhljóða á
fundi byggðarráðs Skagafjarðar í
síðustu viku.
Sigfús Ingi er 42 ára gamall.
Hann er með BA-próf í sagnfræði
frá Háskóla Íslands og MBA-gráðu
frá University of Stirling í Skot-
landi og hefur undanfarin ár starf-
að sem verkefnastjóri í atvinnu-,
menningar- og kynningarmálum
hjá sveitarfélaginu. Hann hefur
viðamikla reynslu af störfum í opin-
berri stjórnsýslu auk þess að hafa
starfað hjá fyrirtækjum á einka-
markaði, að því er fram kemur á
vefsíðu Skagafjarðar.
Áætlað er að Sigfús taki til starfa
22. ágúst næstkomandi.
Sigfús er nýr sveit-
arstjóri í Skagafirði
Sigfús Ingi
Sigfússon
Lionsklúbburinn Fjölnir hóf ný-
verið söfnun fyrir endurhæfingar-
deild Landspítala á Grensási, en
vonir standa til að hægt verði að
safna á annan tug milljóna króna.
Tilgangurinn söfnunarinnar er að
gera deildinni kleift að endurnýja
nauðsynleg tæki og tól.
Ingimar Skúli Sævarsson, félagi
í Lionsklúbbnum Fjölni, segir að
klúbburinn hafi áður safnað fyrir
endurhæfingardeildina á Grensási.
„Við höfum gert þetta áður með
góðum árangri. Nú ætlum við að
láta reyna á hversu miklu við get-
um safnað en stefnum á að ná
svipuðu og síðast, þegar við söfn-
uðum á annan tug milljóna,“ segir
Ingimar, sem telur brýnt að end-
urnýja sjúkrarúm og önnur tæki á
deildinni með reglulegu millibili.
„Þarna fara rúm og stólar illa enda
er þetta gríðarlega mikið notað.
Við höfum verið í samstarfið við þá
áður og teljum að það sé mikil þörf
á því að endurnýjun eigi sér stað
hjá þeim reglulega,“ segir Ingi-
mar.
Eins og fyrr segir hófst söfnunin
fyrir skömmu en að sögn Ingimars
er ráðgert að henni ljúki nú um
áramótin. aronthordur@mbl.is
Morgunblaðið/Friðrik Tryggvason
Grensásdeild Frá endurhæfingardeild Landspítala á Grensási.
Stefnt á að safna á
annan tug milljóna
Styrkja Grensásdeild Landspítala
Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma
Rakaskemmdir og mygla
Íslenski útveggurinn og reynsla Svía
Rannsóknarstofa byggingariðnaðarins á Nýsköpunarmiðstöð Íslands
heldur málstofu um myglu og rakaskemmdir í mannvirkjum.
Nýsköpunarmiðstöð Íslands að Árleyni 8, föstudaginn 17. ágúst frá kl. 10 -12
Fundurinn er opinn öllum og er aðgangur ókeypis
Betri byggingar og Rb
Prófessor Ólafur H. Wallevik, forstöðumaður Rb á Nýsköpunarmiðstöð Íslands,
opnar fundinn og stýrir umræðum
Reynsla Svía af raka og rakavandamálum
Kjartan Guðmundsson, lektor við Kungliga Tekniska Högskolan í Stokkhólmi,
fjallar um reynslu Svía af raka og rakavandamálum
Íslenski útveggurinn í einangrun
Jóhann Björn Jóhannsson og Jóhanna Eir Björnsdóttir, byggingarverkfræðingar,
kynna nýjar aðferðir við að herma útveggi í tölvulíkani til að meta raka og
mygluáhættu og niðurstöður úr nýjum rannsóknum
Þátttakendur í pallborði
Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir
Efla
Guðni A. Jóhannesson
Orkumálastjóri
Björn Marteinsson
Háskóli Íslands
Indriði Níelsson
Verkís
Kristmann Magnússon
Rb á Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Guðni Ingi Pálsson
Mannvit
Samkaup hafa, í
samráði við Heil-
brigðiseftirlit
Suðurnesja, inn-
kallað sólþurrk-
aða tómata í
krukku frá vöru-
merkinu Coop.
Matvælastofnun
(MAST) bárust
upplýsingar frá
neytanda um að-
skotahlut, trúlega glerbrot, í
krukku af sólþurrkuðum tómötum.
Því var ákveðið að innkalla alla
lotuna í varúðarskyni. Í tilkynn-
ingu frá MAST er neytendum er
ráðlagt að farga vörunni eða skila
henni til viðkomandi verslunar.
Eftirfarandi upplýsingar hafa
verið gefnar um vöruna. Vöru-
heiti: „Soltörrede tomater“; vöru-
merki: Coop; Nettóþyngd: 285/
?145 g. Sölu- og dreifingaraðili:
Samkaup, Krossmóa 4, 230
Reykjanesbæ. Umbúðir: Gler-
krukkur. Dreifing: Í verslanirnar
Nettó, Kjörbúðin og Krambúðin
um land allt.
Innkalla sólþurrkaða
tómata í krukkum
Innköllun Sól-
þurrkaðir tómatar.