Morgunblaðið - 15.08.2018, Page 17
AFP
Bílar Stefan Löfven í viðtali fyrir
framan brennda bíla.
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Grímuklæddir skemmdarvargar
kveiktu í allt að áttatíu bílum í vest-
urhluta Svíþjóðar í gærnótt. Grunur
leikur á um að um sé að ræða skipu-
lega árás í aðdraganda þingkosning-
anna sem haldnar verða í september.
„Ég er öskureiður,“ sagði Stef-
an Löfven, forsætisráðherra Svíþjóð-
ar, um árásirnar. „Mín spurning er:
Hvað í andskotanum eruð þið að
gera? Þið eruð að eyðileggja fyrir
sjálfum ykkur, fyrir foreldrum ykkar
og nágrönnum!“
Kveikt var í flestum bílunum í
og í kringum Gautaborg seint á
mánudagskvöldi. Sænska lögreglan
telur að íkveikjurnar hafi verið
skipulagðar með fyrirvara á sam-
félagsmiðlum. Löfven sagði um
skemmdarverkin að þau hefðu verið
mjög samhæfð, nánast eins og hern-
aðaraðgerð.
Tveir í varðhaldi
Að sögn sænska ríkismiðilsins
SVT hafa tveir ungir menn verið
hnepptir í varðhald, grunaðir um
aðild að íkveikjunum. Lýst hefur
verið eftir einum manni til viðbótar.
Lögreglan telur þó ekki að neinn
annar en ungmennin sjálf hafi
skipulagt íkveikjurnar.
Kveikt var í alls 1.457 bílum í
Svíþjóð í fyrra. Glæpir af þessu tagi,
yfirleitt af völdum ungmenna, eru
algengir í sænskum úthverfum.
Hans Lippens, talsmaður lögregl-
unnar í vesturhluta landsins, sagði
þó við AFP að hann hefði aldrei séð
kveikt í svo mörgum bílum áður.
„Svíþjóð hefur liðið þetta of
lengi,“ sagði Ulf Kristersson, for-
maður Hægriflokksins, um íkveikj-
urnar. „Þessu verður að ljúka
núna.“
Kveikt í áttatíu bílum í Gautaborg
„Þið eruð að eyðileggja fyrir sjálfum ykkur, fyrir foreldrum ykkar og nágrönn-
um!“ segir Löfven við skemmdarvargana Talið skipulagt á samfélagsmiðlum
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2018
www.kvarnir.is
1996
2016
20 ÁRAKvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Álfhellu 9 | 221 Hafnarfirði
sími 564 6070 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is
Vinnupallar
margar stærðir
og gerðir
VIÐ leigjum út
palla og kerrur
Óhætt er að segja að fáir hafi harm-
að það þegar François Hollande,
fyrrverandi forseti Frakklands,
hvarf úr Élysée-höllinni í maí árið
2017. Óvinsæl efnahagsstefna, at-
vinnuleysi og tíðar hryðjuverka-
árásir höfðu gert hann að einum
óvinsælasta forseta í lýðveldissögu
Frakklands og stuðningur við hann
mældist reglulega undir tíu pró-
sentum undir lok stjórnartíðar
hans.
Aðeins rúmu ári eftir brotthvarf
Hollande úr embætti virðast þó ein-
hverjir vera farnir að líta stjórnartíð
hans jákvæðari augum. Samkvæmt
frétt Huffington Post hefur bækl-
ingi verið dreift meðal Frakka síð-
ustu mánuði með titlinum „Hollande
2022“. Í honum stendur: „Hver stóð
gegn árásunum? Hver bjargaði fjár-
hag ríkisins? Hver barðist gegn at-
vinnuleysi? Það var François Hol-
lande. Sögunni er ekki lokið.“
Næstu forsetakosningar Frakk-
lands verða haldnar árið 2022. Svo
virðist sem hópur ungra framfara-
sinna undir nafninu Inventons
Demain („Hönnum morgundaginn“)
standi að baki bæklingnum og vilji
kanna vinsældir Hollande.
Hollande 2022 –
„Sögunni ekki lokið“
Kanna stuðning við fyrrverandi forseta
AFP
Í framboð? François Hollande, fyrr-
verandi forseti, á fótboltaleik.
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Hópur vegfarenda slasaðist nærri
þinghúsi Bretlands í Westminster
þegar bíll ók í gegnum mannfjöldann
og rakst á súlurnar fyrir framan
þinghúsið. Samkvæmt umfjöllun
AFP um atkvikið hefur lögreglan
handtekið bílstjórann og heldur hon-
um grunuðum fyrir hryðjuverk.
Neil Basu, formaður hryðjuverka-
forvarna hjá Scotland Yard, sagði í
tilkynningu á vef bresku lögreglunn-
ar að þar sem bílstjórinn virtist hafa
ekið á fólkið af ásettu ráði væri
áreksturinn rannsakaður sem
hryðjuverk. Vitnum að árekstrinum
kom saman um að ekið virtist hafa
verið viljandi á vegfarendurna.
Í tilkynningunni kemur fram að
bíllinn hafi verið af Ford Fiesta-
gerð. Honum var ekið á hjólreiða-
menn og gangandi vegfarendur áður
en hann fór á hraðahindrunarsúlur
fyrir framan þinghúsið og nam stað-
ar. Tveir menn, karl og kona, hafa
verið flutt á sjúkrahús vegna alvar-
legra áverka. Einn til viðbótar slas-
aðist en þurfti ekki að fara á sjúkra-
hús.
Önnur árásin á tveimur árum
Aðeins rúmt ár er liðið frá því að
svipuð árás var gerð fyrir utan West-
minster-höll. Í þeirri árás keyrði
maður að nafni Khalid Masood á hóp
vegfarenda á Westminster-brúnni
og stakk lögreglumann til bana áður
en hann var sjálfur skotinn. Fimm
manns létust í árásinni og um 50
særðust.
Theresa May, forsætisráðherra
Bretlands, ráðlagði borgarbúum að
vera á varðbergi en láta árásina þó
ekki raska ró sinni. Hún sagði að í
annað sinn á jafnmörgum árum hefði
hörmulegur atburður orðið nokkrum
metrum frá „húsi lýðræðisins, sem
er máttugt tákn um dýrmæt gildi
okkar um umburðarlyndi og frelsi.“
Ekið á fólk við
Westminster
Árásin rannsökuð sem hryðjuverk
Æði kalt er orðið á milli Donalds
Trumps Bandaríkjaforseta og fyrr-
verandi aðstoðarkonu hans, Om-
arusu Manigault Newman. Newman
var keppandi í The Apprentice,
veruleikaþætti Trumps. Hún fylgdi
Trump sem starfsmaður í Hvíta hús-
ið en John Kelly skrifstofustjóri vék
henni frá störfum í fyrra.
Eftir að Newman birti upptöku af
eigin brottrekstri í vikunni kallaði
Trump hana „skítseiði“. Í gær birti
Trump twitterfærslu þar sem hann
gekk lengra: „Þegar maður gefur
klikkuðu vælandi skítseiði tækifæri
og ræður hana í Hvíta húsið gengur
það víst bara ekki. Gott hjá Kelly
hershöfðingja að reka þennan hund
fljótt!“
Trump kallar
Omarosa „hund“
BANDARÍKIN
„Allir Lundúnabúar, eins og ég,
fordæma öll hryðjuverk í borg-
inni okkar,“ sagði Sadiq Khan
borgarstjóri um árásina. „Við-
brögð Lundúnabúa í dag sýna
að okkur verður aldrei ógnað né
sundrað af nokkurri hryðju-
verkaárás.“
Samkvæmt frétt BBC er sá
grunaði frá Birmingham.
Árásin
fordæmd
„VERÐUR ALDREI ÓGNAГ
Um 30 manns létu lífið þegar Morandi-brúin við Genúa
á Ítalíu hrundi í gær. Eldingu laust niður í brúna rétt
áður en hún hrundi og bílar hröpuðu heila hundrað
metra niður á lestarteina fyrir neðan. Sá hluti brúar-
innar sem brotnaði var um 200 metra langur. Matteo
Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, segist ætla að kom-
ast að því hver „beri ábyrgð“ á hruninu. Um 200
slökkviliðsmenn tóku þátt í björgunaraðgerðum.
AFP
Tugir fórust þegar brú hrundi