Morgunblaðið - 15.08.2018, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 15.08.2018, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Nú eru tæparfjórar vik-ur til kosn- inga í Svíþjóð. Kosningarnar fyrir fjórum árum skil- uðu fremur vand- ræðalegri niðurstöðu upp úr kössunum. Flokkur, sem aðrir flokkar landsins stimpla sem úrhrak, sem aðrir megi ekki óhreinka sig á að vinna með, fékk betri útkomu en vænst var og tæp 13 prósent atkvæðanna og hafði þá vaxið ákveðnum skrefum í þrennum kosningum í röð. Sósíaldemókratar, sem lengst hafa verið burðar- flokkur sænskra stjórnmála og iðulega með hreinan meirihluta fengu 31%, nánast sama fylgi og í kosningunum fjórum árum fyrr, verstu kosningum í sögu flokksins. En þrátt fyrir svo vonda niðurstöðu fékk flokk- urinn að fara einn með ríkis- stjórnarvaldið í veikri minni- hlutastjórn. Borgaraflokkarnir fjórir sem fengu samanlagt nokkru meira fylgi en kratar eða um 35% töldu útilokað að mynda stjórn í samstarfi eða skjóli Svíþjóðardemókratanna, SD, hinna óhreinu í sænskum stjórnmálum. Það getur ekki hafa verið þægileg ákvörðun, þvert á útkomu stjórnar- flokksins í tvennum kosningum í röð. Norðmenn höndluðu lengi sambærilegan flokk og SD með áþekkum hætti. Það gerðu Danir líka. Báðar þjóðirnar hafa horfið frá því. Framfara- flokkurinn er nú í ríkisstjórn í Nor- egi annað kjör- tímabilið í röð án þess að verulegur munur sé á stöðu lýðræðis í landinu. Sambærilegur flokkur, Danski þjóðarflokkurinn, situr að vísu ekki í ríkisstjórn í Danmörku. En hún byggir á stuðningi flokksins og viðurkennir op- inberlega mikil áhrif hans, sem stærsta flokksins á þinginu sem styður ríkisstjórnina. Þannig hefur fulltrúi hans, Pia Kjærsgaard, verið forseti Þjóð- þingsins, eins og íslenska stjórnarandstaðan uppgötvaði óvænt 3 árum eftir að það gerð- ist. SD virtist á mikilli siglingu í könnunum síðustu vikur. Nýj- ustu kannanir sýna þó að nokk- uð hefur dregið úr vindi í þeirra segl og eins hafa Sósíal- demókratar aðeins bætt sína stöðu, þótt þeir séu enn með minna fylgi en þeir fengu í kosningunum fyrir 4 árum. Nokkrar nýlegar kannanir höfðu sýnt SD með mest fylgi allra sænskra stjórnmála- flokka. Seinustu tvennar mæl- ingar sýna flokkinn hins vegar í þriðja sæti flokka á eftir Mod- eraterna í öðru og stjórn- arflokkinn Sósíaldemókrata stærstan. Hann er þó enn með nokkru lakara fylgi en í síðustu kosningum. SD mælist með á milli 18 til 20% fylgi, en höfðu 12,9% í kosningunum haustið 2014. Verði úrslitin eftir rúmar þrjár vikur áþekk þessu er ekki auðvelt að spila úr þeirri stöðu. Úrslit sænsku kosn- inganna 9. sept- ember gætu orðið mjög eftirtektarverð} Enn er spáð kollsteypu í sænskum stjórnmálum Ofbeldi á hend-ur lög- reglumönnum hef- ur farið vaxandi. Á fyrstu sex mán- uðum ársins voru 42 ofbeldisbrot skráð og 20 hótanir um ofbeldi. Var aukn- ingin 64% miðað við meðaltal sama tíma árin þrjú á undan. Í Morgunblaðinu í dag segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglu- manna, að þessi aukning sé mikið áhyggjuefni. Hann telur að ástæðurnar fyrir aukning- unni séu tvíþættar. Annars vegar hafi lögregla verið und- irmönnuð í áraraðir. Hins veg- ar hafi neysla fíkniefna og þá sérstaklega harðari efna færst í vöxt. Snorri segir að þessi mál hafi verið mikið rædd í röðum lög- reglumanna og niðurskurður og fækkun gagnrýnd án þess að brugð- ist hafi verið við. Nauðsynlegt er að snúa þessari þróun við. Lögregla er oft ekki öfundsverð af verk- efnum sínum. Það á að vera forgangsverkefni að draga úr neyslu fíkniefna. Um leið þarf að búa þannig um hnútana að lögregla ráði við aðstæður þegar hún mætir á vettvang. Það verður aldrei hægt að gera starf lögreglunnar hættulaust, en aðbúnaður hennar þarf að vera þannig að lögreglumenn geti sinnt störf- um sínum án þess að leggja sig í bráða hættu. Ofbeldi gegn lög- reglu hefur snarauk- ist á þessu ári} Aðbúnaður lögreglu F jölmiðlar gegna lykilhlutverki í samfélagi okkar tíma. Þeir eru í senn upplýsingaveita og rann- sóknaraðili sem veitir ríkjandi stjórnvöldum hverju sinni, fyr- irtækjum og hagsmunaaðilum aðhald í formi upplýsinga til borgaranna. Þeir stuðla að sam- félagsumræðu með dagskrárgerð sinni og fréttaveitum og treysta með þessu lýðræðið, sem er jú vald okkar borgaranna. Þetta er því ekkert minniháttar hlutverk sem þeir gegna og um þá þurfum við að standa vörð. Við þurfum að styðja við frjálsa, gagnrýna, rannsakandi og óhrædda fjölmiðla sem halda valdinu í skefjum því þeirra er að upplýsa og flytja fréttir en ekki búa til eða fela fréttir sem eru ríkjandi öflum ekki þóknanlegar. Það hefur stundum verið sagt að þegar fjölmiðill lendir í því að fá á sig gusur frá fulltrúum flestra stjórnmálaflokka og eða hags- munaaðila í samfélaginu þá sé hann að gera eitthvað rétt, en ég held samt sem áður að öllum slíkum gusum fylgi nokkur ábyrgð og þar staldra ég við. Undanfarinn áratug hefur að mínu mati orðið mikil breyting á því hvernig talað er um fjömiðla á opinberum vettvangi og bera þar þjóðarleiðtogar drjúga ábyrgð. Skemmst er að minnast heilsíðugreinar þáverandi for- sætisráðherra Íslands er bar yfirskriftina „fyrsti mánuður loftárása“ sem eins og nafnið gefur til kynna var skrifuð örskömmu eftir að viðkomandi tók við embætti forsætis- ráðherra. Í valdatíð sinni, sem og eftir að hann hrökklaðist úr embætti, hefur viðkomandi sakað fjölmiðla á Íslandi sem og víðar um heim, um að vera í annarlegum tilgangi að skálda upp atvik, til- svör eða staðreyndir sem þó hafa í ásökunum viðkomandi ekki verið hraktar með fullnægj- andi hætti, svo sem með staðreyndum. Það sama er uppi á teningnum hjá forseta Banda- ríkjanna, Donald Trump. Hann virðist nánast daglega hafna frásögnum í fjölmiðlum sem ósönnum, jafnvel þó verið sé að vitna í hans eigin orð í fyrri fréttum. Hann neitar að ræða við ákveðna fjölmiðla, hann úthrópar þá á fjöl- mennum áróðursfundum sínum fyrir ósann- indi og falsfréttir, tístir um óheiðarleika fjöl- miðla í sínum stöðugu smátístum á eigin samskiptamiðlum og grefur þannig stanslaust undan þessum mikilvægu lýðræðislegu ein- ingum sem fjölmiðlarnir eru. Því miður hefur þessi ósiður breiðst nokkuð út þannig að jafnvel fyrrver- andi blaðamenn, sem áratugum saman hafa starfað, að við skulum ætla af heiðarleika, í fjölmiðlum leyfa sér í sínum pistlum og orðum á opinberum vettvangi að gera tilraun til að grafa með samskonar hætti undan trúverðugleika fjölmiðla. Þetta er grafalvarlegt mál því dropinn holar steininn og á endanum verður uppi algjört vantraust gagnvart hvers kyns fréttum. Hvað er satt og hvað tilbún- ingur og þá er lýðræðið í verulegri hættu. Helga Vala Helgadóttir Pistill Loftárásir á fjölmiðla Höfundur er þingman Samfylkingarinnar. Helgavala@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Það sem af er árinu hafa fleiriökumenn undir áhrifumfíkniefna verið teknir aflögreglu á Norðurlandi eystra en allt síðasta ár. Á síðasta ári komu 89 slík mál inn á borð lög- reglu en 103 slík mál hafa komið upp á árinu. Undanfarið hefur Morgun- blaðið fjallað um aukningu fíkniefna- aksturs á landsvísu og á höfuðborg- arsvæðinu. Á fyrstu sjö mánuðum ársins tók lögregla 1.428 ökumenn grunaða um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna á landsvísu. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins slös- uðust 47 í umferðarslysum vegna fíkniefnaaksturs og nemur fjölgunin 124% frá síðasta ári. Oft sömu einstaklingarnir Jóhannes Sigfússon, aðstoðar- yfirlögregluþjónn hjá embætti lög- reglustjórans á Norðurlandi eystra, segir að vísbendingar séu um aukna fíkniefnaneyslu. „Ég get ekki alhæft um það, en það er mín tilfinning þeg- ar ég horfi yfir sviðið að það sé auk- inn vandi í fíkniefnageiranum. Við höfum fengið upplýsingar um það frá barnaverndarnefnd Eyjafjarðar að það séu fleiri fjölskyldur í alvar- legum vanda en áður. Það er speg- ilmynd af ástandinu eins og við sjáum það,“ segir hann. Að því er fram hefur komið í umfjöllun blaðsins eru ítrekunarbrot tíðari þegar um fíkniefnaakstur er að ræða en ölvunarakstur. „Í þess- um málum er oft um að ræða sama einstaklinginn sem er tekinn oftar en einu sinni, við höfum nokkur svo- leiðis tilvik. Þá þarf að horfa til þess að kannabisefni mælast lengi í lík- amanum eftir neyslu og þar má tala um vikur. Hjá þeim sem eru miklir neytendur getur mælst í blóði þótt langur tími sé síðan þeir reyktu síð- ast. Þetta er samt sem áður brot á lögunum,“ segir hann. „Nokkuð margir mælast þó með fleiri en eitt efni í blóðinu. Það eru þá aðilar sem eru í harðri neyslu og neyslu á mörgum efnum. Það er mjög algengt að tvö eða þrjú efni mælist í einum og sama einstakl- ingi,“ segir hann og nefnir að þrátt fyrir að tölfræðileg gögn liggi ekki fyrir um fíkniefnaneyslu séu merki um að framboð tiltekinna örvandi efna hafi aukist. „Við sjáum mikla aukningu í amfetamíni og kókaíni. Þótt við séum ekki með tölfræði um það, þá er það mjög ákveðin tilfinn- ing hjá mér að kókaínneysla hafi aukist. Ég hef tilfinningu fyrir því að framboð af kókaíni sé meira nú en það hefur verið áður,“ segir hann. Með puttann á púlsinum Frumkvæðiseftirlit lögreglu, tilkynningar og umferðaróhöpp af völdum þeirra er aka undir áhrifum eru helstu leiðir lögreglu til að ná brotamönnum í brotaflokknum. Jó- hannes nefnir að aukið eftirlit og vit- undarvakning um fíkniefnaakstur hafi sitt að segja um hin tölfræðilegu gögn. Hann nefnir einnig að ný tæki lögreglu til að taka munnvatns- strokprufur á vettvangi hafi auð- veldað eftirlit mjög. „Það eru komin ný tæki til mælinga, bæði þannig að hægt sé að gera strokprufur á vett- vangi og á lögreglustöð er hægt að fá þvagsýni og niðurstöðu jafn- harðan. Þetta eru tæki sem hjálpa okkur við þetta og allt hjálpast þetta að þegar litið er á tölfræðina,“ segir hann. „Það hefur orðið sprenging í þessu og í sumar hefur verið ákveð- inn toppur. Hluti af skýringunni get- ur verið að í lögregluliðinu sé yngra og ferskara blóð og öflugri frum- kvæðisvinna. Yngra fólkið þekkir betur til í þessum aldursflokki sem er nú mest í þessu,“ segir hann. Fleiri í fíkniefnaakstri en á öllu síðasta ári Ölvunarakstur og akstur undir áhrifum Umdæmi embættis lögreglustjórans á Norðurlandi eystra 2015-2018* Fjöldi mála vegna aksturs undir áhrifum ávana- og fíkniefna 100 75 50 25 0 2015 2016 2017 2018 55 allt árið 90 allt árið 89 allt árið 103 frá 1. janúar til 14. ágúst Fjöldi mála 2015 2016 2017 2018* Akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna 55 90 89 103 Ölvunarakstur 77 77 94 74 Ökumaður ekki fær um að stjórna bifreið vegna örvandi eða deyfandi efna (læknislyf) 5 1 6 8 *Frá 1. janúar til 14. ágúst 2018Heimild: Embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra Mál er tengjast akstri undir áhrifum svonefndra læknislyfja þannig að ökumaður sé ekki fær um að stjórna ökutæki eru flóknari og þyngri í fram- kvæmd en ölvunar- og fíkni- efnaakstursmál. „Líkt og kom- ið hefur fram í fjölmiðlum er mikil lyfjaneysla á Íslandi. Þetta eru flóknari og þyngri mál í afgreiðslu af því í mörg- um tilvikum er um að ræða lögleg lyf. Þá þarf að sýna fram á að það sé þannig notk- un á lyfjunum að það fari ekki saman við að stjórna bifreið. Þá þarf læknir að framkvæma klínískt mat,“ segir Jóhannes, en átta hafa farið í slíkt mat á árinu samkvæmt tölum lög- reglunnar. Telji lögreglumenn ástæðu til að vefengja það að ökumað- ur geti stjórnað bíl vegna notk- unar slíkra lyfja er læknir kall- aður til sem framkvæmir matið, blóðprufa er gerð og hún send í greiningu. Læknir gerir klínískt mat FLÓKNARI MÁL VEGNA LYFJAAKSTURS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.