Morgunblaðið - 15.08.2018, Side 21

Morgunblaðið - 15.08.2018, Side 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2018 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga www.alno.is Það hefur um langt árabil verið rekin borgarstefna í þessu landi, þar sem öll þjónusta hefur smám saman sogast til höf- uðborgarsvæðisins og þjónustufyrirtæki á landsbyggðinni meira og minna orðið útibú frá móðurfyrir- tækjum fyrir sunnan. Ástæðan hefur jafnan verið tilgreind að þar sé mark- aðurinn, þar sé fjöldinn og þar sé bolmagnið til að halda úti fyr- irtækjum og þjónustu. Smám saman er fólk farið að líta á þessa þróun sem sjálfsagðan hlut, og lögmál sem ekki er hægt að snúa við. Þetta er ekki lögmál þó sauðaþjófur frá Noregi hafi lagt út spýtur, sem lentu þar í út- synningskalda fyrir rúmum 1100 árum. Þetta er hættuleg þróun, sem m.a. hefur orðið til fyrir þá áráttu stofnana ríkisins að sölsa til sín meiri og meiri völd og byggja undir eigin starfsemi, en allri hag- ræðingarkröfu hinsvegar verið beitt á landsbyggðina. Bankar og lánastofnanir hafa önnur viðmið varðandi lán til landsbyggðar þar sem þar séu veð mun lakari, þó veð heilla byggð- arlaga myndu að sama skapi batna til mikilla muna ef lán fengjust til uppbyggingar á þessum sömu stöðum, þannig bíta menn enda- laust í skottið á sér. Nú er svo komið að öll dreifing og stýring fólksflutninga, matvælaflutninga, raforkudreifingar, sérfræðilækn- inga, fjarskipta, og svo má lengi telja er frá suðvesturhorni lands- ins. Það er ekki einu sinni hægt að senda bréf í pósti milli húsa á Eg- ilsstöðum nema það fari fyrst með flutningabíl 700 km um ónýta vegi til Reykjavíkur, fari þar í gegnum einhverja maskínu, og svo aftur 700 km með flutningabíl til Egils- staða áður en það er borið út. Þó er öll aðstaða til staðar á Egils- stöðum og minnsta mál fyrir starf- ólkið þar að lesa bréfin í réttar götur, enda erum við á lands- byggðinni bæði læs og skrifandi. Svona vitleysa tefur bréfið um 2-4 daga í besta falli og það hlýtur að vera erfitt fyrir starfsfólk póstins að útskýra það fyrir manni, sem borgar 200 kr fyrir að koma bréf- inu sínu fljótt og vel milli húsa á Egilsstöðum, að það hafi tafist vegna ófærðar á Kirkjubæj- arklaustri. Ráðamenn landsbyggðar eru löngu orðnir beygðir af endalaus- um fréttaflutningi af gjaldþrotum og veseni á landsbyggðinni og til- komumikilli uppbyggingu í höf- uðstaðnum, þar sem smjör drýpur af hverju strái. Þeir eru farnir að trúa því sjálfir að þetta sé sann- leikurinn og algjörlega eðlilegt ástand. Og það er svo skrýtið að öll uppbygging í Reykjavík er fyr- ir landið allt meðan uppbygging á landsbyggðinni er bara fyrir þær örfáu hræður sem enn þrjóskast þar við. En þá kem ég að kjarna málsins og fyrirsögninni á grein þessarri, þessi samþjöppun á höfuðborg- arsvæðinu á sér nefnilega aðrar og alvarlegri hliðar að mínum dómi. Það hafa verið unnar al- mannavarnaráætlanir vegna ýmiss konar náttúruvár fyrir flest svæði landsins. Þar er fjallað um við- brögð og varnir við snjóflóðum, vatnavöxtum, óveðrum, jarð- skjálftum og eldgosum. En nú ber svo við að skautað hefur verið yfir höfuðborgina í þessari áætlana- gerð, enda menn fyrir löngu búnir að gera sér ljóst að svo er búið að gjöreyðileggja innviði landsbyggð- arinnar að ef eitthvað gerist í höf- uðborginni okkar þá eru allar bjargir bannaðar. Alþjóðavara- flugvellir landsins á Akureyri og Egils- stöðum hafa t.d. verið gjörsveltir af viðhaldi og eftir að nýju þotur Icelandair verða tekn- ar í notkun vantar t.d. skitna 400 metra til að flugvöllurinn á Eg- ilsstöðum geti verið varaflugvöllur fyrir þær, sem þó er lang- best settur landfræðilega til að hafa slíkt hlutverk. Það þarf ekki nema lítið eldgos í Kötlu og óhag- stæða vindátt til að allt flug til og frá landinu fari í algjört kaos og landið meira og minna einangrist. Ég tala nú ekki um eitthvað nær höfuðborginni, sem þó er alveg möguleiki. Svo talar Dagur um að leggja niður Reykjavíkurflugvöll og byggja bara nýjan, sísvona, í Hvassahrauni, ég endurtek „Hvassa“ „hrauni“, nafnið segir allt um fáranleikann eitt og sér. Þetta er óvirðing gagnvart landsbyggðarfólki og þeim mann- auði sem þar býr og ekki síður skeytingarleysi um íbúa höf- uðborgarsvæðisins. Ég á mitt skyldfólk á höfuðborgarsvæðinu eins og flest landsbyggðarfólk og mér blöskrar gjörsamlega hvernig skautað er yfir líf og öryggi íbúa þess í nafni hagræðingar og sam- þjöppunar. Þarna hafa þingmenn höfuðborgarinnar algjörlega blind- ast af „kjördæmapoti“ á musteri markaðssjónarmiða og vinsælda- kosninga, en algjörlega gleymt stærstu skyldum sínum að tryggja þegnum sínum öryggi og velferð. Við þurfum svo sannarlega að fara að hugsa málin uppá nýtt, og vonandi þarf ekki alvarlega at- burði til að menn fari að horfa á landið allt þegar kemur að upp- byggingar- og öryggissjón- armiðum. Flýtur Reykjavík að feigðarósi? Eftir Sigurð Ragnarsson » Það er svo skrýtið að öll uppbygging í Reykjavík er fyrir land- ið allt meðan uppbygg- ing á landsbyggðinni er bara fyrir þær örfáu hræður sem enn þrjósk- ast þar við. Sigurður Ragnarsson Höfundur er framkvæmdastjóri á Egilsstöðum. Flestum mönnum ætti að vera kunnugt um að til þess að halda heilsu þarf maðurinn að neyta þess sem líkaminn þarfnast en ekki endi- lega þess sem mann langar hve mest í til þess að seðja sárasta hungrið. Þeir sem ein- göngu leggja sér til munns næringarlítið sætabrauð og gosdrykki verða fyrr en seinna fórnar- lömb sjúkdóma. Það er vegna þess að vítamín og steinefni eru af skornum skammti í slíkri fæðu. Vita á latínu þýðir líf. Mönnum er því nauðsynlegt að neyta þessara vítamína eða lífefna sem viðhalda heilbrigðu lífi, en hugsa ekki eingöngu um magafylli. Einn meltingarsérfræðingur tjáði mér að hann væri að lesa sér til í nær- ingarfræði, þar sem lítið hefði verið kennt um mat og það sem nefna mætti fæðulækningar í námi sínu. Hann var þá búinn að starfa tíu ár í sínu fagi. Hann var farinn að átta sig á mikilvægi réttrar fæðu í starfi sínu. Allt of oft treysta vestræn læknavísindi á lyfjagjafir lyfjafyrirtækjanna þegar í óefni er komið. Kannski mætti beinlínis flokka marga sjúkdóma hinnar vestrænu menningar undir hörgulsjúkdóma vegna ofáts á ruslfæði. Læknar þyrftu að geta bent fólki á að neyta heil- brigðari fæðu til að halda heilsu. „Lyf- seðill“ læknisins gæti t.d. hljóðað upp á einn banana að morgni og eitt epli tvisvar á dag, eða tvo bolla af hafra- mjöli að morgni og eina matskeið af hunangi að kvöldi, allt eftir eðli kvilla sem hrjá nútímafólk vegna næring- arskorts þó að það búi í velferðarþjóð- félagi. Kvíði gerir til dæmis mörgum lífið erfitt. B-vítamín, magnesíum og sink róa fljótlega spenntar taugar. Kvíðasjúklingar þjást því fyrst og fremst af skorti á þessum efnum vegna þess að líkaminn losar sig við þau til að geta verið betur vakandi undir álagi. Magnesíum og sink verka róandi og hjálpa fólki einnig til þess að sofa á næturnar. Skapari mannsins gaf mönnunum eftirfarandi fyrirmæli þar sem hann veit best hvað mönnum er fyrir bestu: „Ég gef ykkur allar sáðberandi jurtir og alls konar tré sem bera ávöxt. Það sé ykkur til fæðu.“ (1. Mósebók 1:29.) Líkt og líkami mannsins þarf á rétt- um næringarefnum að halda, svo þarf og sál mannsins rétta andlega fæðu. Heilbrigði mannsins felst því í því að lifa samkvæmt boðum Guðs. „Ég gef þeim setningar mínar og kunngjöri þeim lög mín, þau er maðurinn skal halda til þess að hann megi lifa.“ (Ese- kíel 20:11.) Þetta er sú tilvísun á heilbrigði, sá lyfseðill sem yfirlæknir mannanna barna hefur ávísað þeim svo þau megi njóta varanlegs heilbrigðis og bless- unar allt sitt líf. Eftir Einar Ingva Magnússon » Læknar þyrftu að geta bent fólki á að neyta heilbrigðari fæðu til að halda heilsu. Einar Ingvi Magnússon Höfundur er áhugamaður um hráfæði og fæðulækningar. einar_ingvi@hotmail.com Fæðulækningar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.