Morgunblaðið - 15.08.2018, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.08.2018, Blaðsíða 27
Herdís sinnti leiðtoga- og ábyrgð- arstörfum í barna- og unglingastarfi KFUK frá 1984, í félagsdeildum og sumarbúðum félagsins, starfaði í Fé- lagi KFUK í Reykjavík, var ritari fé- lagsins 1991-97 og ritari KFUM og KFUK í Reykjavík 2005. Hún hefur verið félagi í Kristilegu félagi heil- brigðisstétta frá 1989, félagi í kvennadeildum Gídeonfélagsins frá 1996 og forseti landssambands- stjórnar kvennadeilda Gídeon 2011- 2014, sat í stjórn í stjórn Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga 2010- 2014, var ritari félagsins 2010-2011, formaður stýrihóps frá 2011 um ímynd, áhrif og kjör hjúkrunarfræð- inga og formaður lagahóps 2013- 2014, stjórnarformaður lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga 2012-2013, stjórnarmaður í Executive Commit- tee hjá EFN, European Federation of Nurses Associations 2012-2016, formaður Professional Committee 2013-2016, formaður stjórnar ENRF, European Nursing Rese- arch Foundation, 2014-2015, félagi í Landssambandi heilbrigðisstofnana frá 2014 og situr í stjórn Félags for- stöðumanna sjúkrahúsa frá 2014. Herdís hefur lokið hæfisprófi Fjár- málaeftirlitsins fyrir stjórnarmenn fjármálafyrirtækja og er varamaður í stjórn Íslandsbanka frá 2016. Herdís sinnti sérfræðikennslu í klínísku verknámi BS hjúkrunar- nema við HÍ 1998-2007, kenndi barnahjúkrun við HA 2001-2003, ljósmóðurfræði III við HÍ 1999- 2006, barnahjúkrun við HÍ 1997- 2015 og sinnti verkefnastjórnun til MS-náms í viðskiptafræðideild HÍ. Herdís, ásamt eiginmanni, fylgist vel með íþrótta- og tónlistariðkun sonanna, þjálfar og dekrar við hund- inn sinn, Klett, stundar líkamsrækt, ferðalög, fjallgöngur og skíðaferðir. Henni finnst fátt skemmtilegra en samvera með vinum og fjölskyldu og að halda góðar veislur. Í gegnum tíð- ina hefur þó samnefnari fjölskyld- unnar verið félagsstarfið í KFUM og K: „Ég kynntist eiginmanninum í KFUM og KFUK og við gengum í hjónaband 1993. Það er sérstök blessun að í fjölskyldum okkar hafa þrjár kynslóðir tekið virkan þátt í starfi KFUM og K, en nú starfa tveir eldri synirnir sem leiðtogar í Vatnaskógi. Við hjónin höfum unnið fjölmörg trúnaðarstörf fyrir KFUM og K, bæði í æskulýðsstarfi félagsins í Reykjavík og á Akranesi og í sumarbúðum í Vindáshlíð og Ölveri. Foreldrar mínir og tengdaforeldrar voru einnig virkir þátttakendur í starfi KFUM og K. Fjölskylda Eiginmaður Herdísar er Guð- mundur Örn Guðjónsson, f. 11.3. 1965, aðalvarðstjóri og yfirmaður ör- yggismála Stjórnarráðsins. For- eldrar hans eru hjónin Guðrún Er- lendsdóttir, f. 15.11. 1930, húsfreyja, og Guðjón Guðmundsson, f. 7.6. 1931, skurðlæknir og yfirlæknir á sjúkrahúsi Akraness. Synir Herdísar og Guðmundar eru Matthías, f. 6.5. 1996, nemi í jarðfræði og æskulýðsfulltrúi í Vatnaskógi og Akraneskirkju; Dav- íð, f. 9.9. 2000, framhaldsskólanemi og starfsmaður í Gullnesti, og Mark- ús, f. 8.1. 2006, grunnskólanemi sem æfir handbolta, hnefaleika og spilar á saxófón með skólahljómsveit. Bróðir Herdísar er Karl Gunn- arsson, f. 10.10. 1953, flugstjóri í Kanada. Foreldrar Herdísar: Herdís Kristín Karlsdóttir, f. 30.10. 1927, d. 11.4. 2006, fóstra og leikskólastjóri í Reykjavík, og Gunnar Pétur Sig- urðsson, f. 30.6. 1930, d. 25.10. 2012, vélfræðingur og vélstjóri. Herdís Gunnarsdóttir Vigfús Jón Vigfússon b. á Snæfellsnesi Sólveig Bjarnadóttir húsfr. og ljósmóðir á Snæfellsnesi Sigurður Vigfús Guðlaugur Vigfússon forstöðum. í Rvík Aðalheiður Konráðsdóttir verkak. í Rvík Gunnar Pétur Sigurðsson vélstj. í Rvík Konráð Bjarnason b. í Brekkukoti í Skagafirði Rósa Magnúsdóttir húsfr. í Brekkukoti í Skagafirði Vilhjálmur Hjartarson órkaupm. á Siglufirðist veinbjörg Vilhjálmsdóttir píanóleikari og fv. skólastj. Tónskólans á Álftanesi SSveinn Vilhjálmur Speight ljósmyndari í Hafnarfirði Einar Ólafur Speight framkv.stj. í Hafnarfirði Karl Gunnarsson flugstjóri Guðlaugur Helgi Karlsson loftskeytam. og póstfulltr. á Siglufiriði Guðný Sigríður Guðlaugsdóttir hjúkrunarfr. í Rvík Guðrún Herdís Guðlaugsdóttir yfirbókari Karl Guðlaugsson tannlæknir Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir hjúkrunarfr. í Rvík Margeir Konráð Sigurðsson búsettur í Kanada jörtur Gunnar Karlsson oftskeytam. á Siglufirði H l Sveinn Hjartarson ljósmyndari í Álaborg Sturlaugur Tómasson útvegsb. í Ytri-Fagradal á Skarðsströnd og í Akureyjum Herdís Kristín Jónsdóttir húsfr. í Ytri-Fagradal á Skarðsströnd og í Akureyjum Karl Sturlaugsson húsasmíðam. á Siglufirði Herdís Hjartardóttir húsfr. á Siglufirði Hjörtur Pétursson sjóm. á Siglufirði Guðrún Vilhjálmsdóttir húsfr. á Siglufirði Úr frændgarði Herdísar Gunnarsdóttur Herdís Kristín Karlsdóttir leikskólastj. í Rvík ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2018 Skál fyrır hollustu Jón Bragi Bjarnason fæddist íReykjavík 15.8. 1948. For-eldrar hans eru Bjarni Bragi Jónsson, hagfræðingur og fyrrv. að- stoðarbankastjóri Seðlabankans, og k.h., Rósa Guðmundsdóttir kennari. Bjarni Bragi er sonur Jóns Hall- varðssonar sýslumanns og Ólafar, dóttur Bjarna, héraðslæknis, bróður Jóns yfirdómara. Bjarni var sonur Jens rektors, bróður Jóns forseta. Fyrri kona Jóns Braga er Guðrún Stefánsdóttir kennari og eignuðust þau þrjú börn en seinni kona hans er Ágústa Guðmundsdóttir, prófessor í matvæla- og næringarfræði við HÍ. Jón Bragi lauk stúdentsprófi frá MR 1969, BS-prófi í efnafræði við HÍ 1973 og doktorsprófi í lífefnafræði frá Colorado State University 1978. Hann kenndi við HÍ frá því hann lauk námi og þótti afburða kennari, varð lektor 1978, dósent 1979 og prófessor í lífefnafræði frá 1985. Hann var auk þess gistiprófessor við tvo banda- ríska háskóla og stundaði rannsóknir í München með styrk frá Humboldt- stofnuninni. Jón Bragi stundaði lengst af rann- sóknir á meltingarensímum þorsks- ins og nýtingu þeirra til arðbærrar framleiðslu, átti sæti í stjórn hennar og var formaður stjórnar um skeið. Hann birti fjölda greina um ensím- rannsóknir og líftækni í virtum vís- indatímaritum, var höfundur tveggja einkaleyfa um hagnýtingu þorsk- ensíma, stofnaði árið 1999 líftækni- fyrirtækið Ensímtækni sem fram- leiðir m.a. húðáburðinn PENZIM og var aðili að stofnun fyrirtækjanna Norður ehf. og Norðurís. Jón Bragi var formaður Félags há- skólakennara, fulltrúi í háskólaráði, sat í líftækninefnd Rannsóknarráðs ríkisins, var í starfshópum um líf- tækni á vegum þriggja ráðuneyta, vþm. fyrir Alþýðuflokkinn 1987-91, var formaður Stúdentafélags Reykjavíkur, sat í stjórn Fulbright í fjögur ár, sat í stjórn Vísindaráðs Ís- lands og í vísindanefnd Vísinda- og Tækniráðs. Jón Bragi lést 3.1. 2011. Merkir Íslendingar Jón Bragi Bjarnason 90 ára Selma Ágústsdóttir 80 ára Gunnhildur Hannesdóttir Heimir Daníelsson Ingibjörg Hafberg Jóhann Jóhannesson 75 ára Björk Ingimundardóttir Erla Óskarsdóttir Gísli Þórðarson Jón Þórðarson Svandís B. Steingrímsdóttir Vestarr Lúðvíksson 70 ára Ágústa Guðmundsdóttir Áslaug B. Hafstein Bjarni Finnsson Erna Reinhardtsdóttir Guðjón Gunnarsson Guðrún Helga Agnarsdóttir Hjálmar Hermannsson Kristín Guðmundsdóttir Sigurbjörg Fr Gísladóttir Sigurður Einar Lyngdal Þorbjörg Björnsdóttir Þórar Pétursson 60 ára Anna Rósa Traustadóttir Einar Eggertsson Eiríkur Ingimagnsson Gísli Haraldsson Ingibjörg T. Pálsdóttir Kristján O. Kristjánsson Margrét Haraldardóttir Oddný Ingibjörg Ólafsdóttir Svanhildur Bára Jónsdóttir Sveinn Kristján Sigurðsson Þorsteinn Helgason 50 ára Berglind Sigurpálsdóttir Björn Baldursson Erla Vu Guðmundur Magnússon Gunnlaug Thorlacius Helga Þórunn Erlingsdóttir Herdís Gunnarsdóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Magnea Ósk Böðvarsdóttir Maria Lilibeth T. Oriol Ragnar Már Pétursson Sigríður Sigurðardóttir Sigurjón P. Guðmundsson Valgeir Egill Ómarsson Vilborg Huld Helgadóttir Zbigniew M. Mikolajczak Örn Ægisson 40 ára Ari Karlsson Árni Kjærnested Carl Jóhann Granz Guðrún Inga Grétarsdóttir Ingvar Jón Hlynsson Jakob Þór Leifsson Jón Andri Sigurðsson Kristján Kristjánsson Patrycja Strzalkowska Róbert Ísleifsson Sigríður Gréta Sigfúsdóttir Sigurveig Árnadóttir Una Ósk Runólfsdóttir 30 ára Agnes Baldvinsdóttir Anna María Grönfeldt Ágúst Svan Aðalsteinsson Brynjólfur Á. Brynjólfsson Davíð Jacobsen Elvar Freyr Elvarsson Erna Rún Halldórsdóttir Grímur Ari Jónsson Hafdís Erla Valdimarsdóttir Hulda Karen Baldvinsdóttir Joel Graham Elliott Sawyer Jökull Sindri Aðalsteinsson Lilja Dögg Tryggvadóttir Sigurður K.L. Haraldsson Valdimar Thorlacius Til hamingju með daginn 30 ára Valdimar ólst upp í Hveragerði, býr þar, er ljósmyndari og semur bækur um eigin sýn á til- veruna með ljósmyndum og texta. Maki: Heiðrún Halldórs- dóttir, f. 1987, pilates- kennari. Foreldrar: Soffía Valdi- marsdóttir, f. 1968, hefur verið kennari við HÍ, og Ingþór Óli Thorlacius, f. 1966, byggingameistari. Þau búa í Hveragerði. Valdimar Thorlacius 30 ára Lilja ólst upp á Ólafsfirði og á Sauðár- króki, býr í Reykjavík og er að ljúka nám í mann- fræði við HÍ og jógakenn- aranámi. Maki: Guðmundur Hrann- ar Eiríksson, f. 1988, hljóðtæknir og starfs- maður Reykjavíkurborgar. Foreldrar: Valgerður Sig- tryggsdóttir, f. 1968, og Tryggvi Jónsson, f. 1966. Þau búa í Reykjavík. Lilja Dögg Tryggvadóttir 30 ára Hafdís ólst upp í Reykjavík, býr í Kópavogi, lauk BSc-prófi í talmeina- fræði frá HÍ og er tal- meinafræðingur hjá Reykjavíkurborg. Maki: Þórhallur Magnús Sverrisson, f. 1985, mat- reiðslumaður og sölu- stjóri. Foreldrar: Hrönn Valent- ínusdóttir, f. 1957, leik- skólastjóri, og Valdimar Á. Þórhallsson, f. 1956, strætóstjóri. Hafdís Erla Valdimarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.