Morgunblaðið - 15.08.2018, Page 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2018
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
Málþing um japanska myndasagna-
hefð og norræn áhrif á hana verður
haldið í Veröld, húsi Vigdísar Finn-
bogadóttur, á morgun. Markar þing-
ið upphaf manga-hátíðar í Reykjavík
sem stendur yfir frá fimmtudegi
fram á laugardag.
Japanski myndasagnahöfund-
urinn Makoto Yukimura og hinn
danski Henning
Kure sækja hátíð-
ina heim og munu
ræða verk sín í
Norræna húsinu í
kvöld klukkan 20.
„Þeir eru að
koma hérna tveir
manga-höfundar,
þar af einn víð-
frægur, Makoto
Yukimura, höf-
undur Vinland
Saga. Það er því tilvalið að slá til smá
málþings í kringum þetta og hafa
bara svolítið gaman af,“ segir Gunn-
ella Þorgeirsdóttir, lektor í jap-
önskum fræðum og einn af skipu-
leggjendum manga-hátíðarinnar, í
samtali við Morgunblaðið.
Víkingamyndasögur
Bæði Yukimura og Kure hafa sam-
ið og gefið út „víkinga-myndasögur“
en Vínlandssaga Yukimura er að
Gunnellu sögn fræg úti um allan
heim.
„Þetta eru virkilega skemmtilegar
teiknimyndasögur. Þær takast að
sjálfsögðu á við þetta með ævintýra-
yfirbragði en eru vel þess virði að
lesa.
Þetta er skrifað út frá Vínlands-
sögu svo sagan styðst að einhverju
leyti við sögulegar staðreyndir,“ seg-
ir Gunnella um Vínlandssögu Yuki-
mura.
Hún segir Yukimura vera í algjör-
um sérflokki þar sem hann sé bæði
teiknari og höfundur sinna sagna.
„Það er mjög sérstakt og óvenju-
legt. Og það er því mjög spennandi
að fá hann hingað til okkar.“
Danski myndasagnahöfundurinn
Henning Kure er líklega þekktastur
fyrir þátt sinn í teiknimyndasöguröð-
inni Valhalla sem kom út á árunum
1979 til 2009 en Kure var bæði frum-
kvöðull og einn handritshöfunda sög-
unnar.
Aðspurð hvort tengslin milli nor-
rænna fornbókmennta og japanskra
myndasagna séu mikil svarar Gunn-
ella:„Það hefur auðvitað verið heil-
mikið nýtt úr skandinavísku goða-
fræðinni í manga-bókmenntum og
þau einkenni koma fram aftur og aft-
ur.“
Sagan skiptir líka máli
Spurð um málþingið sem haldið
verður á morgun segir Gunnella:
„Málþingið verður almennt um
„manga“ í sjálfu sér. Það verða mis-
munandi fyrirlestrar og verður tek-
ist á við manga frá mismunandi tíma-
bilum.
Ég mun til dæmis tala um ímynd
hins yfirnáttúrulega í manga-
bókmenntum.
Það sem mér finnst svo spennandi,
verandi þjóðfræðingur og Japans-
fræðingur, er hvaða áhrif þetta hefur
haft.“
Hún bætir við að allir miðlar hafi
áhrif á hvernig við sjáum fyrir okkur
hið yfirnáttúrulega og segir: „Ef þú
t.a.m. spyrð krakka í dag hvernig álf-
ar líta út þá lýsa þau oftar en ekki
álfunum úr Hringadróttinssögu.
Hugmyndirnar breytast eftir því
úr hverju við höfum að moða al-
mennt.“
Eins og áður segir eiga manga-
teiknimyndasögur uppruna sinn í
Japan og sækja grunn sinn í fornjap-
anska myndlist.
Eins og gefur að skilja skipta þar
teikningarnar gríðarmiklu máli en
þó er söguþráðurinn ekki aukaatriði
að sögn Gunnellu.
„Það fer auðvitað mikið púður í
teikningarnar en sagan skiptir líka
máli.“
Auk fyrirlestrarins sem Gunnella
og Úlfhildur Dagsdóttir halda í kvöld
ræðir Jessica Bauwens um norrænar
goðsagnir í myndasögum sem ætl-
aðar eru stúlkum.
Sayaka Matsumoto mun fjalla um
hvernig þrír japanskir manga-
höfundar hafa brætt goðsagnir og
samtímamenningu saman og þá mun
Atsushi Iguchi fjalla um útópískar
hugmyndir í Vínlandssögu Yuki-
mura.
Hátíðinni lýkur með manga-
maraþoni í Borgarbókasafninu frá
13-18 á laugardag.
Norrænt og japanskt í eina sæng
Manga-hátíð hefst á morgun í Reykjavík Kunnur japanskur manga-listamaður flytur erindi
Fjöldi fyrirlestra um manga og áhrif þess „Heilmikið nýtt úr íslenskum fornbókmenntum“
Ljósmyndir/Aðsendar
Norrænt-japanskt Manga-teikningar hafa nokkuð auðkennandi útlit. Hér má sjá brot úr einni af Vínlandssögum Yukimura.
Gunnella
Þorgeirsdóttir
Bálkur Innbundnar kiljur með Vínlandssögu Yukimura eru orðnar 20.
Reyndur Makoto Yukimura hóf út-
gáfu á Vinland Saga árið 2005.
Frumkvöðull Henning Kure gaf út
myndasagnaröðina Valhalla.
» „Þetta er skrifað útfrá Vínlandssögu svo
sagan styðst að ein-
hverju leyti við sögu-
legar staðreyndir,“ segir
Gunnella um Vínlands-
sögu Yukimura.
ICQC 2018-20