Morgunblaðið - 15.08.2018, Síða 36
MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 227. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. Minnst 35 látnir á Ítalíu
2. Starfsmenn stefna Hval hf.
3. Egill tekur pásu frá Íslandi og fer til Balí
4. „Lítill lundi með stórt hjarta“
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Á lokatónleikum sumartónleika-
raðar Norræna hússins, í kvöld kl. 21,
koma fram kontrabassaleikarinn
Tómas R. Einarsson og píanóleikarinn
Eyþór Gunnarsson. Þeir flytja efni af
nýlegri plötu sinni sem nefnist Innst
inni.
Ljósmynd/Baldur Kristjánsson
Tómas og Eyþór í
Norræna húsinu
Sigurður
Trausti Trausta-
son og Edda Hall-
dórsdóttir hjá
Listasafni Reykja-
víkur leiða göngu
um útilistaverk
við Sæbraut, frá
Hörpu á Hlemm,
annað kvöld kl.
20. Gangan hefst við Hörpu við lista-
verk Ólafar Pálsdóttur, Tónlistar-
maðurinn. Ókeypis aðgangur.
Kvöldganga um
strandlengjuna
Jónas Þórir Jónasson, organisti
Bústaðakirkju, kemur fram á tón-
leikum í Hallgrímskirkju á morgun,
fimmtudag, kl. 12. Þar leikur hann
frjálsa tónsmíð sem nefnist Rhap-
sodía og er spunnin
út frá helstu
verkum George
Gershwin, m.a.
Rhapsody in
Blue. Tónleik-
arnir eru hluti af
Alþjóðlegu org-
elsumri.
Leikur frjálsa tónsmíð
í Hallgrímskirkju
Á fimmtudag Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt, skýjað með
köflum og skúrir síðdegis en dálítil rigning eða súld um norðanvert
landið. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Suðurlandi.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðlæg átt, 8-13 m/s, norðvestantil en
hægari austlæg átt annars staðar. Dálítil rigning eða skúrir í flest-
um landshlutum og hiti 8 til 14 stig.
VEÐUR
„Mín fyrstu kynni af Rúss-
unum hafa verið mjög góð.
Hjá félaginu er allt eins og
best verður á kosið. Sama
hvert litið er. Hjá svona liði
er auðvitað mikil sam-
keppni og undir mér komið
hvernig framtíðin verður,“
segir knattspyrnumaðurinn
Jón Guðni Fjóluson meðal
annars í samtali Morg-
unblaðið í dag en hann er
nýgenginn til liðs við Kras-
nodar í Rússlandi. »1
Allt eins og best
verður á kosið
Bandaríski kylfingurinn Brooks
Koepka skapar sér hratt nafn í íþrótt-
inni. Koepka er kominn í 2. sæti
heimslistans eftir að hafa sigrað á
þremur risamótum af síðustu sjö.
Koepka er þó ekki sá frægasti í
golfheiminum og þótti
ekki sigur-
stranglegastur á
PGA-meistaramótinu.
Þar sigraði hann á
sunnudag á
sannfærandi
hátt. »3
Koepka hefur unnið þrjú
stærstu af síðustu sjö
Íslensku landsliðin í blaki karla og
kvenna skrifa nýjan kafla í sögunni í
dag þegar þau taka þátt í undan-
keppni Evrópumeistaramótsins í
fyrsta sinn. Kvennalandsliðið leikur
við landslið Belgíu ytra á sama tíma
og karlalandsliðið spreytir sig á móti
landsliði Slóvaka, einnig á útivelli.
Liðin hafa búið sig vel undir keppnina
í sumar. »2
Nýr kafli tekur við hjá
blaklandsliðunum
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Rakarastofa Björns og Kjartans á
Selfossi fagnar 70 ára afmæli í dag
og verður boðið upp á kaffi og með-
læti í tilefni dagsins. Í haust verður
svo afmælispartí. „Þá gerum við afa
góð skil,“ segir Kjartan Björnsson
hárskeri, einn fjögurra bræðra.
Gísli Sigurðsson hóf reksturinn
1948 eftir að hafa verið rakari í Eim-
skipafélagshúsinu í Reykjavík og
víðar um árabil. Björn sonur hans
tók við stofunni fyrir um 50 árum.
„Það var hans heitasta ósk að ég yrði
rakari og hann byrjaði að láta mig
klippa sig þegar ég var 13 ára,“ segir
Björn. Hann segist hafa viljað verða
húsasmiður og hafi unnið við húsa-
smíði hjá Sigfúsi Kristinssyni en far-
ið á samning á rakarastofunni og
alltaf klippt með. „Þegar pabbi veikt-
ist 1968 varð ég að stökkva út í djúpu
laugina og taka við stofunni.“
Björn segir að reksturinn hafi ver-
ið erfiður fyrstu árin eftir að hann
tók við. Þá hafi menn verið byrjaðir
að safna hári og minna að gera á rak-
arastofum um allan heim. Norskur
hárskeri hafi komið til landsins til
þess að kenna hárskerum hvernig
ætti að bregðast við vandanum.
„Margir gamlir hárskerar hættu en
yngri kynslóðin brást vel við og kom
því á framfæri að hárið væri eins og
grasið; ekki þyrfti að klippa það allt
af heldur bara snyrta það. Þetta
virkaði og við lifðum.“
Fjörugar umræður
Oft er sagt að mál málanna séu
leyst á rakarastofum. Björn segir að
taka megi undir það. Oft hafi verið
fjörugar umræður á stofunni. „Menn
hafa rætt hlutina opinskátt,“ segir
hann og bætir við að á 70 ára afmæli
Meistarafélags hárskera hafi hann
sagt í ræðu að hárskeri væri allt í
senn sálfræðingur, félagsráðgjafi og
góður hlustandi. „Auk þess er stjórn-
málaumræðan oft heit og ekkert hef-
ur skort á hana hjá okkur. Sumir
hafa til dæmis unun af því að koma
og setja inn sprengjur og ganga út
þegar allt er komið á suðupunkt.“
Gísli sagði við Björn son sinn að
það eina sem hann þyrfti að passa
upp á væri að vera alls ekki í pólitík
því það setti allt á hliðina. Kjartan,
sonur Björns, segir að sennilega hafi
þetta verið rétt. „Afi náði að tipla á
tánum í miklu pólitísku umhverfi frá
1948 til 1970 og enginn vissi hvar
hann stóð í pólitík,“ segir hann.
„Pabbi fór hins vegar í framboð fyrir
óháða 1971 og síðar í bæjarstjórn og
ég fór sömu leið, hef verið í bæjar-
pólitíkinni í átta ár og var varaþing-
maður.“ Hann segir að það hafi ekki
haft áhrif á vinnuna. „Ég klippi bæði
samherja og andstæðinga.“
Björn leggur áherslu á að vinnu-
staðurinn sé skemmtilegur. „Það er
gaman að fást við þetta starf. Það er
svo breytilegt; maður er alltaf með
nýtt og nýtt verkefni í höndunum.“
Kjartan tekur í sama streng. „Starf-
ið er fjölbreytt og skemmtilegt og
maður hittir marga. Í því felst gæf-
an.“
Gísli var lengst af með stofuna í
heimahúsi en Björn flutti hana í sér-
stakt húsnæði 1971 og hún hefur ver-
ið í Miðgarði frá 1997. „Ég hef verið
með nokkra nema og það kom okkur
hjónunum á óvart þegar Kjartan
sonur okkar vildi verða rakari, en
síðan bættist yngsti sonurinn Björn
Daði í eigendahópinn.“ Barnabörnin
eru 15. Björn segir að ekkert þeirra
hafi lýst yfir áhuga á að feta í fót-
sporin en ekki sé öll von úti enn.
Kjartan segir að hann hafi ákveðið
að koma foreldrum sínum á óvart
með því að velja að fara í rakaranám
í Iðnskólanum frekar en að fara í
Verslunarskólann. „Tíminn í Iðn-
skólanum var yndislegur og ég
hlakka til hvers vinnudags,“ segir
hann. Hann segist þekkja marga
rúmlega fimmtuga sem séu ekki eins
spenntir fyrir starfi sínu nú og þegar
þeir byrjuðu fyrir 20 til 30 árum. „Ég
hef klippt í 34 ár og er svo heppinn að
ég hlakka til hvers dags.“
Góðir hlustendur og sálfræðingar
Rakarastofa Björns og Kjartans á Selfossi fagnar 70 ára afmæli í dag
Ljósmynd/Guðmundur Karl Sigurdórsson
Rakarastofa Björns og Kjartans Mohammad Alibo, Kjartan Björnsson, Björn Ingi Gíslason, Guðrún Þórhallsdóttir og Björn Daði Björnsson.
Rakari Gísli Sigurðsson.