Morgunblaðið - 09.08.2018, Side 2

Morgunblaðið - 09.08.2018, Side 2
Tómas Ingason er hættur störf- um sem fram- kvæmdastjóri viðskiptasviðs flugfélagsins WOW air. Þetta staðfesti Svan- hvít Friðriks- dóttir, upplýs- ingafulltrúi fyrirtækisins, í samtali við ViðskiptaMoggann. Tómas stoppaði ekki lengi hjá WOW air en hann var ráðinn til fyrirtækisins í febrúar á þessu ári. Er þetta í annað skipti sem Tómas hættir störfum fyrir Wow air en ár- ið 2014 starfaði hann hjá flug- félaginu sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunarsviðs. Að sögn Svanhvítar tekur Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi Wow air, við sölu- og markaðsmálum flug- félagsins. peturhreins@mbl.is Tómas Ingason hættir í annað sinn hjá Wow air Tómas Ingason 500.000 400.000 300.000 200.000 100.000 janúar febrúar mars apríl maí júní júlí 40.000 30.000 20.000 10.000 janúar febrúar mars apríl maí júní júlí 35.000 30.000 25.000 20.000 15.000 janúar febrúar mars apríl maí júní júlí Gistináttafjöldi hjá hótelum Icelandair Group Fjöldi farþega hjá Air Iceland Connect Fjöldi farþega Icelandair 2015-2018 2015 2016 2017 2018 2015 2016 2017 2018 2015 2016 2017 2018 Hlutabréf Icelandair Group lækk- uðu um 3,4% í Kauphöll í gær. Kom lækkunin í kjölfar þess að félagið tilkynnti að farþegum sem tóku sér far með vélum félagsins fækkaði um 5% í júlí frá því sem var sama mán- uð í fyrra. Flutningatölur félagsins koma í kjölfar fleiri neikvæðra frétta frá félaginu. Þannig hafa bréf félagsins verið á nær stöðugri nið- urleið allt frá aprílmánuði 2016. Hefur heildarvirði félagsins frá þeim tíma rýrnað um sem nemur 152 milljörðum króna. Þrátt fyrir samdráttinn sem tilkynntur var á þriðjudag sýnir meðfylgjandi kort að fyrirtækið hefur vaxið gríðarlega að umfangi á síðustu árum. Þannig voru farþegar í millilandaflugi Ice- landair 25% fleiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði 2015. Fjöldi seldra gistinátta var 11,7% fleiri í júlí en í sama mánuði fyrir þremur árum. Farþegum Air Iceland Con- nect hefur fækkað um 5% frá fyrra ári en á árunum 2016 og 2017 fjölg- aði þeim talsvert. Fréttir hafa verið fluttar af lágri eiginfjárstöðu WOW air í kjölfar mikils tapreksturs í fyrra. Á sama tíma fjölgar farþegum í vélum fé- lagsins gríðarlega. Tölur sem birtar voru í gær sýna að félagið flutti 409 þúsund farþega í júlí og fjölgaði þeim um 29% frá sama mánuði árið á undan. Þær tölur vitna um þá gríðarlegu fjölgun sem orðið hefur á grundvelli mikils vaxtar félagsins á síðustu árum. Sviptivindar leika um flugfélögin íslensku Stefán E. Stefánsson Pétur Hreinsson Hlutabréfamarkaðurinn tók í gær enn einu sinni illa í upplýsingar úr rekstri Ice- landair Group. Á sama tíma herðir að í rekstri WOW air og nýráðinn framkvæmdastjóri við- skiptasviðs félagsins hvarf frá félaginu í byrjun ágúst- mánaðar. Morgunblaðið/Árni Sæberg 2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2018FRÉTTIR Mesta lækkun Mesta hækkun VIKAN Á MÖRKUÐUM AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn) EIM -1,48% 233,5 MARL +1,94% 367 S&P 500 NASDAQ +1,08% 7.896,208 +0,71% 2.860,65 +1,53% 7.776,65 FTSE 100 NIKKEI 225 9.2.‘18 9.2.‘188.8.‘18 8.8.‘18 1.800 802.400 2.123,15 2.107,0 Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær. 71,99+0,53% 22.644,31 BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu) 62,79 60 EINKASALA Sala á bjór og léttvíni í sumar, frá júní og fram yfir verslunarmanna- helgi, hefur dregist saman frá sama tíma í fyrra um 1,1% hjá ÁTVR. Sala á rauðvíni hefur dregist saman um 3,15%, sala á hvítvíni um 6,7%, og sala á lagerbjór um 2%. Sala á rósa- víni dróst saman um 7,5% miðað við 8% aukningu í fyrra og 46% aukn- ingu árið 2016. Freyði- og kampavín seljast vel Á milli þessara neikvæðu talna er aftur á móti áframhaldandi aukning í sölu á freyði- og kampavíni og var hún 18,2% á þessu tímabili saman- borið við fyrra ár. Helst það í hendur við þá þróun sem hófst árið 2016 en aukningin í sölu í þessum flokki hef- ur verið í kringum 20% síðastliðin þrjú ár. Helstu flokkarnir eru þó niður á við. Salan um verslunar- mannahelgina á bjór og léttvíni dróst saman um rúmt 1,5%. peturhreins@mbl.is Sala á léttvíni og bjór dregst saman Morgunblaðið/Heiddi Sala á bjór og léttvíni hefur dregist lítillega saman á milli ára. GAGNAVER Hagnaður Advania Data Centers ehf. nam 415 milljónum króna í fyrra en tapið var 127 milljónir króna árið 2016. Tekjur félagsins jukust um tæp- lega 120% milli ára og námu 2,8 millj- örðum króna, en þær voru 1,3 millj- arðar króna árið 2016. EBITDA, hagnaður fyrir fjár- magnsliði, skatta og afskriftir, nam rétt rúmlega 1 milljarði króna í fyrra, en var 172 milljónir króna árið 2016. Laun og launatengd gjöld fyr- irtækisins hækkuðu úr 56 milljónum árið 2016 í 122 milljónir í fyrra. Á sama tíma fjölgaði stöðugildum úr 5 manns að meðaltali í 10. Eignir félagsins við árslok námu rúmlega 3,8 milljörðum króna en 1,9 milljörðum ári áður. Eigið fé félagsins nam rúmlega 1,8 milljörðum króna um áramótin síð- ustu, samanborið við 253 milljónir við árslok 2016. Aukninguna má að mestu rekja til þess að hlutafé félags- ins var hækkað í fyrra og selt var nýtt hlutafé fyrir um 1,1 milljarð króna. Eigendur Advania Data Centers eru sænsku félögin Vianada AB, sem heldur á 84,1% hlut í félaginu, Divana AB með 8,4% hlut og íslenska félagið Gungnir ehf. með 7,5% hlut. Stjórn félagins lagði til að ekki yrði greiddur arður til hluthafa á árinu 2018. stein- grimur@mbl.is Viðsnúningur hjá gagnaverum Advania Ljósmynd/Aðsend Advania Data Centers ehf. hagn- aðist um 415 milljónir króna í fyrra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.