Morgunblaðið - 09.08.2018, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.08.2018, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2018 11FRÉTTIR Af síðum Það vill gerast að viðskipti með hlutabréf fara að snúast um alls kyns rekstrarmælikvarða og skammstafanir sem fáir kunna skil á. Í hótelgeiranum er „RevPAR“ lausnarorðið, og stendur fyrir tekjur á hvert laust herbergi. Það kom fjárfestum í opna skjöldu í síðustu viku þegar bandaríska hót- elkeðjan Caesars kynnti afkomu félagsins á öðrum ársfjórðungi og upplýsti að reiknað væri með því að revpar á þriðja og fjórða ársfjórðungi myndi ekki aukast nema um 0-2%, sem er mun minna en búist hafði verið við. Stöðva þurfti viðskipti með Caesars í þrígang þann daginn og þeg- ar upp var staðið hafði hlutabréfaverð keðjunnar lækkað um 15% við lokun markaða. Þróunin var svipuð hjá keppinautum eins og MGM og Wynn. Caesars sagði að sumarið yrði mun rólegra en gert hafði verið ráð fyrir því óvenju lítið væri um ráðstefnuhald. Þá verða færri stór- viðburðir í borginni þetta sumarið, en síðasta sumar hýsti borgin t.d. bardaga þeirra Conor McGregor og Floyd Mayweather. Spilavítin hafa lagt mikið kapp á að koma því til skila að sumarlægðin myndi vara stutt og Ceasars hefur meira að segja haldið metnaðarfullri spá sinni fyrir rekstur þessa árs óbreyttri. En rekstur spilavítanna kann að vera vísbending um að eitthvað slæmt sé í aðsigi í bandaríska hag- kerfinu. Forstjóri MGM varð ergilegur þegar markaðsgreinendur inntu hann hver á fætur öðrum eftir nánari upplýsingum um hvers vegna fyrirtækið spáði því að revpar drægist saman um 5-7% á þriðja árs- fjórðungi. Hann sagðist reka fyrirtækið með gott sjóðstreymi og arð- bærni að leiðarljósi frekar en að velta sér upp úr gagnslitlum mæli- kvörðum. En revpar sýnir samt hversu mikið fyrirtæki getur hagnast af þeim fjárfestingum sem það hefur þegar lagt út fyrir – hvert hótelherbergi er sokkinn kostnaður og stór hluti af þeim hagnaði sem fylgir hverjum nýjum gesti skilar sér beint í niðurstöðu rekstrar- reikningsins. Þegar seinni hluti þessa árs er skoðaður virðist að ástandið í Lastaborginni fari skánandi eftir að sumri lýkur, og eins gefur feg- urri mynd að bera reksturinn á þriðja og fjórða ársfjórðungi saman við seinni hluta árs 2017. En bensínverð í Bandaríkjunum hefur hækkað töluvert og útlit er fyrir að verðbólga fari vaxandi. Ef hag- kerfið er í alvörunni byrjað að ofhitna gæti torskilinn rekstrar- mælikvarði frá Vegas verið eitt af fyrstu einkennunum. LEX AFP Spilavítin í Vegas: lesið í spilin Líflegt kvikmyndasumar dugði Disn- ey ekki til að skila hagnaði umfram spár. Útgjöld félagsins hafa aukist mikið vegna nýrrar streymisþjónustu sem fer senn í loftið og verður í beinni samkeppni við Netflix. Bæði hagnaðar- og tekjutölur Disney á síðasta ársfjórðungi reynd- ust undir væntingum markaðs- greinenda og varð það til þess að hlutabréfaverð félagsins lækkaði um allt að 3% í viðskiptum eftir lokun markaða á þriðjudag. Bob Iger, forstjóri félagsins, var allur hinn brattasti á fundi með mark- aðsgreinendum og talaði í löngu máli um þær vonir sem Disney bindur við nýju streymisveituna en félagið keypti nýlega afþreyingarefni 21st Century Fox fyrir metverð. Iger sagði að nú væri að renna í garð „skeið þar sem neytendur munu hafa úr meiru að velja en nokkru sinni áður,“ og hann reyndi að full- vissa fjárfesta um að Disney myndi „dafna vel í samkeppni við Netflix, Amazon og alla aðra á þessum mark- aði.“ Streymið mótar landslagið Samþjöppun hefur verið að eiga sér stað á fjölmiðlamarkaði og reyna fyrirtækin þar að verja sig gegn bæði Netflix og Amazon sem hefur tekist að laða fólk frá hefðbundnu sjón- varpsglápi yfir í að streyma efni yfir netið. Iger segir að það sé „stærsta for- gangsmál fyrirtækisins“ að opna nýju streymisveituna – sem markaðs- greinendur hafa gefið nafnið „Disn- eyflix“ – seint á næsta ári. Afkomutölurnar frá því fyrr í vik- unni eru þær fyrstu sem Disney birtir eftir að fyrirtækið hafði Comcast undir í baráttu um að eignast afþrey- ingarsvið 21st Century Fox. Hagn- aður Disney eftir skatt nam 2,9 millj- örðum dala á fjórðungnum eða 1,87 dölum á hlut. Er það 23% meiri hagn- aður en á sama tímabili í fyrra, en engu að síður undir væntingum Wall Street sem hafði búist við 1,95 dala hagnaði á hlut. Kvikmyndasumarið vestanhafs hefur verið betra en margur vænti, og hagur kvikmyndaveranna vænk- ast af þeim sökum. Tekjur Disney af kvikmyndum jukust um 20% og námu 2,9 milljörðum dala en það má ekki síst þakka vinsælum stórmynd- um á borð við Avengers: Infinity War sem rakaði inn 2 milljörðum dala á heimsvísu. Kvikmyndin er sú tekju- hæsta á þessu ári, og sú fjórða tekju- hæsta í sögunni. Á móti þessum fréttum úr rekstr- inum kemur aukinn kostnaður. Út- gjöld Disney námu 11,3 milljörðum dala á fjórðungnum og er það 8% aukning miðað við sama tímabil í fyrra. Hagnaður dróst saman hjá sjónvarpsstöðvum Disney, sem eru stærsta rekstrareining félagsins, en þar á meðal eru stöðvarnar ESPN og ABC. Tekjur sjónvarpsstöðvanna hækkuðu um 5% upp í 6,2 milljarða dala en rekstrarhagnaður dróst sam- an um 1% og fór niður í 1,8 milljarða. Disney skellir skuldinni á hækkandi „kostnað við framleiðslu efnis og markaðssetningu“ vegna streymis frá íþróttaviðburðum. Tekjur Disney heilt yfir hækkuðu um 7% og námu 15,2 milljörðum dala á tímabilnu apríl til júní en spár markaðsgreinenda hljóðuðu upp á 15,3 milljarða. Á fundi með fjárfestum útskýrði Iger hvert hann vill stefna með nýju streymisveitunni. Hann sagði að fyrirtækið myndi „þurfa að læra að ganga áður en það lærir að hlaupa,“ þegar kæmi að því hve mörgum þátt- um verður streymt. Hann bætti við að verðskráin mundi endurspegla það að „minna efni verður í boði“ en hjá Netflix. Þær eignir sem Disney keypti af Fox skipta sköpum í samkeppninni við Netflix. Með kaupunum bætast kvikmyndir Fox og efni frá kapal- sjónvarpsstöðum á borð við National Geographic við það efni sem Disney framleiðir, t.d. undir merkjum Mar- vel og Pixar. Hluthafar Disney og Fox, og bandaríska dómsmálaráðuneytið, hafa þegar lagt blessun sína yfir sam- runann sem mun kosta Disney 71 milljarð dala. Disney bíður þó enn eftir því að fá græna ljósið hjá stjórn- völdum í nokkrum löndum, þar á meðal í Kína. Iger segir að Disney muni geta boðið upp á þrjár streymisþjónustur í einum pakka: Hulu, sem Disney er meirihlutaeigandi að eftir samning- inn við Fox, ESPN og nýja Disney- streymið. Með kaupunum á eignum Fox mun Disney stýra 39% hlut í evrópsku áskriftarsjónvarpsstöðinni Sky. Fox hefur boðið 14 pund á hlut fyrir af- ganginn af stöðinni og gæti hækkað tilboðið enn frekar en Comcast hefur boðið 14,75 pund. Á þriðjudag vildi Iger ekki tjá sig um þróun mála í kringum Sky. Mikill kostnaður vegna streymisveitu Disney Eftir Önnu Nicolaou í New York Það verður ekki ódýrt að fara í samkeppni við Net- flix og Amazon en kaupin á afþreyingarefni Fox munu hjálpa skemmtana- risanum Disney að fara vel af stað. AFP Gestur í skemmtigarði Disney setur upp regnbogaeyrun. Fyrirtækið á mikið magn afþreyingarefnis af ýmsu tagi til að bjóða í gegnum streymisveitu sína. Til í mörgum stærðum og ge Nuddpottar Fullkomnun í líkamlegri vellíðan rðum Vagnhöfða 11 | 110 Reykjavík | www.ofnasmidja.is | sími 577 5177

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.