Morgunblaðið - 09.08.2018, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2018SJÓNARHÓLL
ÓMAR
Ímarkaðsmálum skiptir öllu máli að strategían sé skyn-samleg og til þess fallin að skapa fyrirtæki verjanlegasamkeppnisstöðu. Að fyrirtækið átti sig á þáttum sem
leiða til samkeppnisforskots, að markhópar séu skýrir, og
taktískar leiðir markaðsaðgerða skilvirkar og áhrifaríkar.
Í því sambandi er mikilvægt að skilaboðum út á markaðinn
sé pakkað inn á þann hátt að markhópurinn taki eftir þeim,
og þörf, áhugi og löngun leiði til viðskipta. Það viðfangsefni
byggist á því sem á íslensku hefur verið nefnt mörkun (e.
branding) og beinist fyrst og síðast að því að marka fyrirtæki
eða vörum þess skýran stað (e. position) á markaði, og ímynd
sem dregur fram það sem fyrirtækið vill tengjast. Og þar
koma slagorð (e. slogans) – sem oftast eru nokkur orð – til
sögunnar.
Það er þó alls ekki algilt að
fyrirtæki notist við slagorð fyrir
sig eða einstakar vörur. Ný
mörkun TM tryggingafélagsins
virðist ekki notast við sérstakt
slagorð, þó einstök herferð kunni
að styðjast við tiltekið þema. Það
er þó ljóst að ávinningur felst í að
nota sterkt og vel heppnað slag-
orð sem dregur fram kjarnann í
því sem skiptir máli fyrir fyrir-
tæki og ímynd þess. En til að slagorð sé vel heppnað og
sterkt, er gott að hafa í huga hvort það uppfylli nokkra þætti.
Í fyrsta lagi hvort slagorðið sé minnisstætt og merking
þess auðskilin (Nike; Just do it). Í öðru hvort slagorðið fangi
kjarnann í þeim ávinningi sem í boði er (De Beers; A dia-
mond is forever). Í þriðja lagi hvort slagorð dragi fram að-
greiningu og sérstöðu á markaði (BMW; The Ultimate Dri-
ving Machine) Og í fjórða lagi hvort slagorðið veki jákvæðar
tilfinningar (McDonald‘s; I‘m loving it). Með þessi atriði í
huga er áhugavert að skoða hina fjölbreyttu flóru slagorða og
rýna aðeins í hversu vel þau mæta þessum þáttum. Þar sem
viðfangsefnið er víðfeðmt og dæmin mörg verða þrír stuttir
pistlar helgaðir þessum vangaveltum.
Mjög sterkt slagorð má finna hjá Bónus sem kom með lát-
um inn á íslenskan markað. Bónus hefur sýnt stöðugleika í
sinni strategíu með að bjóða lægsta verðið á markaðnum, og
stutt þá stefnu með slagorðinu „Bónus býður betur“. Hljóm-
þýtt, jákvætt og sterkt slagorð, sem sýnir bæði áherslu fyr-
irtækisins og ávinning fyrir viðskiptavini.
Á sama markaði hefur Krónan keyrt lengi á slagorðinu
„Aðeins ódýrari“, sem heggur í svipaðan knérunn og Bónus.
Hefur ekki alveg sama kraft og slagorð Bónuss, og má velta
fyrir sér hvort það nái vel fram strategíu Krónunnar, sem
hefur ekki bara lagt áherslu á hagstætt verð, heldur líka gott
aðgengi að vöruvali í verslunum og ferskt úrval í kjötborði.
Gæti slagorðið „Meira fyrir minna“, náð því betur sem Krón-
an er að vinna eftir? Dregur bæði fram úrval og verð.
Hagkaup notaði frá árinu 2001 slagorðið „Þar sem Íslend-
ingum finnst skemmtilegast að versla“. Hugsunin hefur ef-
laust verið að leggja áherslu á að skipulag og vöruval verslana
Hagkaupa gerðu verslunarferð ánægjulega. Og þá um leið
væri ekki eins skemmtilegt að fara í
verslanir keppinauta. Notkun þessa
slagorðs var reyndar kært af sam-
keppnisaðilum, en Hagkaup fékk að
nota það áfram þar sem kannanir höfðu
sýnt fram á að meirihluta aðspurðra
fannst í raun skemmtilegast að versla í
Hagkaupum. Þrátt fyrir mörg orð, dró
slagorðið ágætlega fram þá sérstöðu
sem Hagkaup taldi sig hafa. Seinna
breytti Hagkaup sínu slagorði í „Ein
ferð, betra verð“, sem vann áfram með
fjölbreytt vöruval, en dró líka fram að gott verðlag. Nýverið
kynnti Hagkaup slagorðið „Meira svona alla daga“. Líklega
verið að vinna áfram með fjölbreytt vöruval og ólíkar að-
stæður þar sem vörur Hagkaupa geta verið hluti af. Spurn-
ing hvort slagorðið sé sterkara.
Keppinautur Hagkaupa á þessum markaði er hin rótgróna
verslun Fjarðarkaupa í Hafnarfirði. Slagorð þeirra er „Ein-
stök verslun“, þar sem undirstrikuð er tvíþætt merking þ.e.
Fjarðarkaup rekur aðeins þessa eina verslun í Hafnarfirði, og
verslunin er einstök í samkeppnisflórunni. Neytendur verða
síðan að upplifa sjálfir þá sérstöðu.
Að síðustu má nefna að íslensk slagorð sem hafa beina
skírskotun til keppinautar eru sjaldgæf enda vandrataður sá
vegur. Fyrir mörgum árum þegar kreditkortabaráttan var í
algleymingi kom Eurocard með slagorðið „Láttu ekki vísa
þér á dyr“. Virtist einungis vekja athygli á að Eurocard væri
tekið í öllum verslunum, en var um leið nett tilvísun í vöru-
merki aðalkeppinautarins, Visa.
STJÓRNUN
Þórður Sverrisson
sérfræðingur hjá Capacent
Er slagorðið að slá í gegn?
Fyrsti hluti...
”
Það er þó ljóst að ávinn-
ingur felst í að nota
sterkt og vel heppnað
slagorð sem dregur
fram kjarnann í því sem
skiptir máli fyrir fyrirtæki
og ímynd þess.
FORRITIÐ
Enginn hörgull er á forritum sem
reyna að hjálpa fólki að nýta daginn
betur og láta sem minnstan tíma fara
til spillis. ViðskiptaMogginn hefur t.d.
sagt frá forriti sem leyfir notandanum
að skipuleggja daginn með sömu að-
ferð og Benjamín Franklín notaði með
góðum árangri. Þá fjallaði blaðið ný-
lega um þjónustu sem heldur fólki við
efnið með því að minna reglulega á hve
stutt það á eftir ólifað.
Höfundar vefsíðunnar 144 Blocks
(www.144blocks.com) hafa fundið aðra
leið að sama marki: að skipta sólar-
hringnum niður í 10 mínútna lotur og
halda nákvæmt bókhald yfir hvernig
hverri einustu lotu er varið. Nafn síð-
unnar kemur til af því að í sólar-
hringnum eru 144 slíkar lotur.
Síðan reynir að gera mínútu-
bókhaldið sem auðveldast en notand-
inn skyggir einfaldlega reiti í þar til
gerðri töflu, einn reit fyrir hvert 10
mínútna bil, og velur síðan úr löngum
lista hvernig tímanum var varið.
Þegar búið er að gera grein fyrir
hverri einustu vöku- og svefnstund má
sjá myndræna framsetningu á deg-
inum og byrja að greina hvernig tím-
inn er notaður yfir vikuna. Kannski
kemur þá í ljós að of mörgum stundum
hefur verið varið í leti og afþreyingu, á
meðan lærdómur og líkamsrækt sitja
á hakanum, ellegar að vinnunni er of
mikið sinnt á kostnað sælustunda með
vinum og ættingjum. ai@mbl.is
Ítarlegt bókhald fyrir
allan sólarhringinn
TIL LEIGU
Skipholt 31 – 105 Reykjavík
Skrifstofuhúsnæði
2. og 3. hæð hússins
Stærð samtals 1.200 fm.
Virðisaukaskattslaust.
Ólafur Jóhannsson
Rekstrarfræðingur
Löggiltur leigumiðlari
Löggiltur fasteignasali
534 1023 / 824 6703
olafur@jofur.is
Allar nánari upplýsingar veitir:
Til leigu tvær samliggjandi skrifstofuhæðir samtals um 1.200 fm. Um er að ræða 2. og 3. hæð hússins (efstu hæð). Lyfta í
sameign. Gott útsýni og gluggar allan hringinn. Tveir rafmagnsstofnar eru inn í húsið og tveir ljósleiðarar, lagnaskápur fyrir
netkerfi með lögnum í allar skrifstofur á hæðum og tengibox fyrir ljósleiðara. Aðgangsstýrt bílaplan með yfir 50 stæðum er
við húsið. Getur hentað mjög vel fyrir t.d. tölvufyrirtæki eða almenna skrifstofustarfsemi. Uppl. um leiguverð gefur Ólafur í
síma 824-6703. Laust strax.
Sérhæfum okkur í sölu og leigu á atvinnuhúsnæði
Pantaðu verðmat eða skoðun – 534 1020 // sala@jofur.is
Til sölu skrifstofuhúsnæði á 3. hæð að Hverfisgötu 76, 101 Reykjavík, alls 170,5 fm.
Laust við kaupsamning. Opið vinnusvæði með gluggum í norður, eldhús og tvær stórar
skrifstofur í suðurhluta. Lyfta er í húsinu. Tveir inngangar eru á skrifstofuhæðinni og því
auðvelt að breyta fyrirkomulagi á hæðinni. Linoleum dúkur er á gólfum. Sameign er
snyrtileg. Tvö flí alögð salerni. Húsnæðið getur hentað undir ýmsa starfsemi. Verð 69m.
534 1020
Ármúla 7, Reykjavík - www.jofur.is
Ólafur
S: 824 6703
Magnús
S: 861 0511
Sigurður J.
S: 534 1026
Helgi Már
S: 897 7086
Bergsveinn
S: 863 5868
TIL SÖLU
Hverfisgata 76 – 101 Rvk
Gerð: Skrifstofuhúsnæði
Stærð: 170,5 m2
Allar nánari upplýsingar veitir:
Magnús Kristinsson
Löggiltur fasteignasali
861-0511
magnus@jofur.is