Morgunblaðið - 09.08.2018, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.08.2018, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2018 7ATVINNULÍF Það er óhætt að segja að hollustu- veitingastaðurinn Gló sé að verða einn af sýnilegri veitingastöðum Kaupmannahafnarborgar. Fyrsti staðurinn var opnaður fyrir um ári síðan í kjallar- anum á versl- unarhúsinu Ma- gasin du Nord, á einum fjölfarnasta stað borgarinnar sem einnig hefur að geyma neðan- jarðarlestarstöð. Á þessu ári opnaði Gló svo í nýrri mathöll í Tivoli sem er samtengd skemmtigarðinum fræga. Birgir Þór Bieltvedt, aðaleigandi Gló, segir rekstur staðarins ganga vel um þess- ar mundir í Danmörku og að mikil sóknarfæri séu til staðar þar í landi þegar kemur að hollustuveit- ingastöðum. Markmiðið sé að opna tvo staði til viðbótar á næstu sex mán- uðum í borginni og að helsti styrkleiki Gló í Danmörku liggi í þeirri stað- reynd að staðurinn selur nánast alfar- ið lífrænan mat. Vildu ólm Gló í Magasin Staðirnir í Magasin og í Tivoli eru talsvert frábrugðnir hvor öðrum. Gló í Magasin er um 200 fermetrar að stærð en Gló í Tivoli er ekki nema 25 fermetrar en það sem þeir eiga sam- eiginlegt er sýnileikinn. Vörumerkinu Gló er vel haldið á lofti í Kaupmanna- höfn en eigendur Magasin sýndu Gló mikinn áhuga og þekktu Birgi frá fyrri tíð og vildu ólmir fá Gló í húsið, að hans sögn. „Í raun og veru má segja að ef eitt- hvað er, þá er veitingastaðurinn að- eins of stór. Það var nú eiginlega bara fyrir tilstilli Magasin, að láta meira pláss undir okkur,“ segir Birgir. „Þegar þeir fréttu af því að við vær- um að reka heilsustaði á Íslandi þá höfðu þeir áhuga á að skoða þá. Það kom fjöldinn allur frá Magasin til Ís- lands í tvö, þrjú skipti og leist vel á Gló. Þeir buðu okkur að koma í kjall- arann á kannski betri kjörum en ef við hefðum leitað fyrst til þeirra,“ segir Birgir. „Við sáum aldrei Magasin sem ein- hvern svona kjörinn stað fyrir Gló. Þetta var meiri hugsun um markaðs- ígildi að vera þarna niðri í Magasin þar sem flestir Danir koma reglulega við. Þar af leiðandi lítum við á þetta sem tækifæri á að koma okkar vöru- merki og hugmynd á framfæri frekar heldur en að þetta hafi verið kjörinn staður til að reka Gló. Þetta er fyrsti staðurinn okkar í Danmörku og fyrsti staðurinn fyrir utan Ísland,“ segir Birgir. Lífrænn styrkleiki Sumarið í Danmörku er eitt það heitasta í manna minnum og því er eðlilegt að rólegra hafi verið í kjall- aranum á Magasin. Aukin umferð hefur hins vegar verið á staðinn í Tivoli og þessa dagana skila báðir staðirnir rekstrarhagnaði. „Ef við aðgreinum frá yfirbygg- ingu, þróunar- og fjárfestingarkostn- aði þá eru báðir staðirnir komnir í já- kvæðar tölur. Ef við tökum laun, hráefni, leigu og annað slíkt sem fell- ur á hvorn stað um sig erum við í plús sem er náttúrlega mjög jákvætt og framar vonum. En við þurfum að opna fleiri staði og vissum að við myndum aldrei geta sett þetta upp og látið skila okkur einhverjum arði með tveimur einingum,“ segir Birgir og tekur fram að þess vegna standi til að opna fleiri staði. Frederiksberg eða Vesterbro „Við erum að leita að staðsetningu fyrir staði númer þrjú og fjögur. Ég vonast til þess að við verðum allavega með stað númer þrjú kláran fyrir ára- mót. Við vorum komnir mjög nálægt lokastaðsetningu á Istedgade sem gekk ekki alveg eftir,“ segir Birgir sem segist helst horfa á staðsetningar í Frederiksberg og Vesterbro en einnig komi til greina að opna stað í Österbro. Birgir segir Dani langt komna í þeirri þróun að vilja borða lífræna vöru. Gló í Danmörku hefur fengið líf- ræna vottun en þá vottun fá fyrirtæki sem bjóða upp á vöruúrval sem er 90- 100% lífrænt. Gló er í dag 97% líf- rænn staður og þar liggur tækifæri, að sögn Birgis. „Við tókum þann pól í hæðina að vera lífræn frá upphafi. Danir kunna að meta lífræna vöru. Enginn af þessum samkeppnisaðilum okkar er að einblína á það,“ segir Birgir. „Við lögðum hins vegar mikla vinnu í að verða lífræn. Þar erum við með tækifæri til sóknar. Okkur fannst það mjög mikilvægt til að að- greina okkur frá samkeppninni,“ heldur Birgir áfram. Vilja skapa umhverfið Birgir segir þó mikilvægt að fara sér ekki of hratt í þessum málum. Markaðurinn fari ört stækkandi en sé enn í þróun, auk þess sem endanleg lending á því hvernig hann sér Gló fyrir sér í Danmörku sé ekki alveg til staðar. „Þess vegna viljum við ekki hlaupa of hratt á meðan markaðurinn hefur ekki þróast meira en þetta. Við viljum þróa okkur með markaðnum og þegar okkur finnst við vera komin nákvæmlega með „konseptið“ og vöruframboðið þá munum við blása til sóknar. Þangað til munum við vaxa hægt og rólega og aðlaga okkur að umhverfinu. En við viljum að ein- hverju leyti líka skapa umhverfið. Við þurfum að vera leiðandi í Danmörku eins og við erum á Íslandi,“ segir Birgir. Birgir segist stefna að því að létta útlitið á stöðunum í Kaupmannahöfn í takti við útlitið í Fákafeninu sem hef- ur léttara yfirbragð. „Okkur finnst þetta vera aðeins of þungt úti. Þetta er léttur og hollur matur sem við er- um að bjóða og selja fólki og þá þarf útlitið aðeins að endurspegla það,“ segir Birgir og nefnir einnig breyt- ingar á matseðli. Þar leikur Sólveig Eiríksdóttir, Solla í Gló, stofnandi staðarins, lykilhlutverk. „Hún er ábyrg fyrir vörugæðum og sér um þróun á matseðli,“ segir Birgir en ásamt því að vinna með öðrum kokki þá kemur Sólveig reglulega til Kaup- mannahafnar og fer yfir vöru- framboðið. „En aðalmálið hjá okkur er að við erum ekkert í neinu kapphlaupi. Við erum að gera þetta hægt og rólega. Við erum að taka eitt skref í einu og ef við getum komist í þrjá til fjóra staði í Köben á næstu sex mánuðum og bætt við kannski tveimur til þrem- ur á næsta ári, og jafnvel komist til Svíþjóðar, þá erum við algjörlega að vinna þetta í takt við það sem við ætl- uðum okkur,“ segir Birgir. Veitingastaðurinn Gló í verslunarhúsinu Magasin du Nord er 200 fermetrar að stærð á einum fjölfarnasta stað Kaupmannahafnarborgar. Vörumerkinu vel flaggað í Höfn Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Hollustuveitingastaðurinn Gló stefnir á opnun tveggja nýrra staða í Kaupmanna- höfn á næstu sex mán- uðum og Svíþjóð er jafnvel næsti áfangastaður. Birgir Þór Bieltvedt Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Gló opnaði 25 fermetra stað í nýrri mathöll sem er samtengd skemmtigarðinum Tivoli í miðborg Kaupmannahafnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.