Morgunblaðið - 09.08.2018, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2018SJÁVARÚTVEGUR
Á undanförnum mánuðum hefur
orðið mikil aukning í útflutningi á
óunnum íslenskum afla og þá sér í
lagi skarkola. Arnar Atlason, fram-
kvæmdastjóri fiskvinnslunnar Tor í
Hafnarfirði og formaður Samtaka
fiskframleiðenda, hefur miklar
áhyggjur af því hvað umfang út-
flutningsins er mikið og þróunin ör.
„Ég hef aldrei áður séð svona
skarpa aukningu í útflutningi á
óunnum afla en það sem af er ári
hafa um það bil 30-40% af úthlutuðu
aflamarki í skarkola farið beint í
gáma og fiskurinn verið fullunninn
erlendis.“
Virðist vera að heili fiskurinn endi
aðallega í stórum evrópskum verk-
smiðjum, s.s. í Póllandi, og segir
Arnar ástæðuna einkum að þar er
launakostnaður mun lægri en á Ís-
landi. „Það er líka sennilegt að evr-
ópskir kaupendur á heilum íslensk-
um fiski njóti opinberra styrkja með
beinum eða óbeinum hætti. Það væri
kannski fátt athugavert við það að
fullvinnsla á fiski færðist til fyrir-
tækja sem standa sig betur á sam-
keppnismarkaði, en það er ekki
raunin ef um ríkisstyrktan iðnað er
að ræða. Íslenskur sjávarútvegur er
einstakur í Evrópu að því leyti að
njóta ekki styrkja. Tölur um styrki
til pólsks sjávarútvegs liggja ekki á
lausu en til viðmiðunar má t.d. skoða
tölur frá Hollandi þar sem sjávar-
útvegurinn fær árlega ríkisstuðning
upp á um það bil 100 milljónir evra.“
Búa ekki við sama
rekstrarumhverfi
Gunnar Örlygsson eigandi Icemar
tekur í sama streng. „Icemar er
hluthafi í fiskverkuninni AG Seafood
í Sandgerði sem sérhæfir sig í
vinnslu á flatfiski. Þar greinum við
að vaxandi útflutningur er að hafa
áhrif á fiskverð á mörkuðum innan-
lands og eru íslenskar fiskvinnslur í
þeim sporum að þurfa að keppa við
erlend fyrirtæki sem búa við allt
annað rekstrarumhverfi,“ segir
hann. „Munar þar ekki hvað síst um
launaþróunina hér á landi sem segja
má að hafi verðlagt íslenskar fisk-
vinnslur út af markaðinum.“
Gunnar bendir á að tugir og
hundruð starfa kunni að vera í
hættu ef fram heldur sem horfir.
„Vinnsla á tegundum eins og skar-
kola er mannfrekur iðnaður og fer
að miklu leyti fram í kvótaminni
byggðum við suðurströndina. Það
yrði mjög alvarlegt högg fyrir það
svæði ef flatfiskvinnsla myndi leggj-
ast þar af en að auki er mikil fjár-
festing í vinnslubúnaði í húfi.“
Nokkrar leiðir gætu verið færar
til að sporna við þessari þróun.
Fyrst af öllu nefnir Gunnar að
verkalýðsforystan verði að skilja hve
aðþrengdar margar fiskvinnslur eru
orðnar vegna aukins launakostnaðar
og hækkandi hráefnisverðs. „Launa-
hlutfallið er komið í hæstu hæðir og
plássið til frekari launahækkana lítið
sem ekkert. Er raunveruleg hætta á
því að við hreinlega missum vinnslu
á fiski úr landinu og sitjum uppi með
tómar fiskvinnslur víða um land.“
Annar möguleiki er að setja á
kvótaálag þegar fiskur er seldur
óunninn úr landi. „Það var gert á
sínum tíma til að hægja á útflutningi
á óunnu hráefni og vert að skoða
hvort aftur sé þörf á sams konar að-
gerðum. Gæti útfærslan verið á þá
leið að ef t.d. 10 tonn af fiski eru seld
óunnin til kaupanda erlendis þá
myndu dragast 11 eða 12 tonn af
kvóta útgerðarinnar.“
Keppa ekki á
jafnréttisgrundvelli
Arnar segir að því miður gætu
einhvers konar inngrip stjórnvalda
verið nauðsynleg til að hægja á þró-
uninni eða snúa henni við. „Ég er
fylgjandi frjálsum markaði og fæ
hreinlega verki í beinin þegar talað
er um aðgerðir af hálfu ríkisins til að
vinna á móti lögmálum markaðarins,
en á móti kemur að líkur eru á að við
séum ekki að keppa á jafnréttis-
grundvelli og að íslenskur fiskur sé
seldur óunninn til erlendra kaup-
enda sem njóta opinberra styrkja.
Þá eru þjóðhagsleg verðmæti í húfi,
og erlendar fiskvinnslur væru ekki
að renna hýru auga til íslensks fisks
nema vegna þess að þær telja sig
geta skapað úr honum verðmæti.“
En eiga íslenskar fiskvinnslur
ekki að vera orðnar svo tæknivædd-
ar og afkastamiklar að þær geti
keppt við önnur lönd þar sem launin
eru lægri? „Jafnvel með allri
tækninni er sjávarútvegur áfram
mannaflsfrek atvinnugrein og
mannshöndin þarf að koma nærri þó
svo að vatnsskurðarvélar og róbotar
sjái um hluta vinnunnar,“ segir
Gunnar og bendir á að í flatfisk-
vinnslu séu flökin smærri og kalli því
á þeim mun meira vinnuafl. „Það
hlýtur að vera best fyrir hag þjóð-
arinnar að tryggja hámarks-
afrakstur fyrir þá takmörkuðu auð-
lind sem fiskurinn er og ekki viljum
við missa frá okkur hundruð starfa
og þær tekjur sem þjóðarbúið hefur
af þessari starfsemi. Það er ógern-
ingur að keppa við ríkisstyrkt félög
innan Evrópusambandsins sem að
auki búa við allt annað launa-
umhverfi en við þekkjum hér. Ein
leið til að jafna út þennan sam-
keppnismismun er að styðjast við
kvótaálag á óunnið hráefni sem fer
frá landinu. Það eru bæði stór félög
og smærri sem hafa verið að tækni-
væða sig með tilheyrandi kostnaði á
undanförnum árum, og þau eru
mörg hver uggandi um hráefnisör-
yggi sitt vegna þessarar þróunar.
Stjórnvöld verða að skoða þessa leið
af fullri alvöru og er þjóðarbúið nú
þegar að verða af miklum tekjum.“
Arnar bætir við að á tyllidögum sé
talað um mikilvægi þess að auka
hagvöxt með meiri verðmætasköpun
í sjávarútvegi, en með því að flytja
fiskinn úr landi óunninn sé einmitt
verið að missa af tækifærinu til að
búa til verðmætari vöru. „Það dugar
ekki að halda bara ræður um full-
vinnslu innanlands á sjómannadag-
inn. Það er skiljanlegt að sumar út-
gerðir sjái hag sínum best borgið
með því að selja fiskinn óunninn til
hæstbjóðanda erlendis en um leið er
verðmætasköpun þjóðarbúsins að
minnka.“
Þriðjungur af skarkola fullunninn erlendis
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Æ meira af íslenskum fiski
er selt heilt til útlanda og
fullunnið í fiskvinnslum á
meginlandi Evrópu þar
sem vinnuafl er ódýrara. Á
Íslandi eru mörg störf og
fjárfesting í vinnslutækjum í
húfi og gæti verið þörf á
inngripum.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
„Það er ógerningur að keppa við ríkisstyrkt félög innan Evrópusambandsins sem að auki búa við allt annað launaumhverfi en við þekkjum hér,“ segir Gunnar.
Arnar
Atlason
Gunnar Örn
Örlygsson
Varahlutir í allar
Cummins vélar
Fljót og áreiðanleg þjónusta
Frá 1940
www.velasalan.is
Sími 520 0000, Dugguvogi 4 , 104 Reykjavík