Morgunblaðið - 09.08.2018, Side 10

Morgunblaðið - 09.08.2018, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2018FRÉTTIR ©The Financial Times Limited 2014. Öll réttindi áskilin. Ekki til endurdreifingar, afritunar eða endurritunar með neinum hætti. Öll ábyrgð á þýðingum er Morgunblaðsins og mun Financial Times ekki gangast við ábyrgð á þeim. Af síðum Andlát Sergio Marchionne, forstjóra Fiat Chrysler, minnir okkur á hvernig heilsubrestur og hverfulleiki lífsins eru eitthvað sem má helst ekki færa í tal í viðskiptaheiminum. Marchionne var sannkallaður jöf- ur í atvinnulífinu, og hafði tekist að snúa við rekstri ekki bara eins held- ur tveggja mikilvægra bílaframleið- enda. Þegar hann féll óvænt frá í síð- asta mánuði, 66 ára gamall, hófust miklar getgátur um hvað hefði gerst. Svissneski spítalinn þar sem Marc- hionne kvaddi þennan heim reyndi að stöðva sögusagnirnar með því að upplýsa að Marchionne hefði sótt sér læknisaðstoð vegna „alvarlegra veikinda“ í meira en ár, en tókst ekki betur til en svo að slúðrið tók ein- faldlega á sig aðra mynd. Fiat Chrysler kvaðst ekki hafa vitað af veikindum Marchionne fyrr en nokkrum dögum áður en hann lést. Stjórnir fyrirtækja hafa fullan rétt á að vita hvernig æðstu stjórn- endur eru til heilsunnar. Annaðhvort hefði Marchionne átt að upplýsa stjórnendur FCA um hversu alvar- leg veikindi hans voru – sem blasir við þegar horft er á upptöku sem sýnir hve veiklulegur hann var þeg- ar hann kom síðast opinberlega fram í júnímánuði – eða þá að John Elk- ann, barnabarn ítalska iðnjöfursins og áhrifamannsins Gianni Agnelli, sem stýrði Fiat frá 1966, hefði átt að grennslast fyrir um heilsu Marc- hionne. Eins og andlát þjóðhöfðingja Tilmæli laganna eru ekki alveg skýr hvað þetta varðar. Fyrirtæki á hlutabréfamarkaði þurfa alla jafna að upplýsa um allt það sem gæti með réttu haft áhrif á ákvarðanir fjár- festa um að kaupa eða selja hluta- bréf félagsins. En þegar kemur að heilsu fólks þá vegur rétturinn til einkalífs stundum þyngra en krafan um gagnsæi. Og þegar mikilvægur leiðtogi fyrirtækis fellur frá eru áhrifin ekki ósvipuð andláti þjóðhöfðingja, þar sem völd, auður, metnaður og við- kvæmir fjölskylduhagsmunir flækj- ast saman. Elkann þekkir það manna best hvað svona mál geta verið viðkvæm. Þegar afi hans, Gianni, lést af völd- um krabbameins árið 2003 þá færð- ust völdin yfir eignarhaldsfélagi fjöl- skyldunnar yfir til frænda hans Umberto, sem lést svo sjálfur af völdum krabbameins ári síðar. Var vandað mjög til verka þegar greint var frá fráfalli þeirra tveggja. Aðeins nokkrum dögum eftir útför Um- berto, þegar Fiat var á barmi stjórn- endakreppu, var Marchionne valinn forstjóri fyrirtækisins og Elkann gerður að varaformanni stjórnar. Allt uppi á borðum Það má finna fleiri dæmi um hvernig á, og hvernig á ekki, að bregðast við þegar feigðin kallar að æðstu stjórnendum fyrirtækja. Tiltölulega einfalt er að greina frá auðlæknanlegum sjúkdómum og minniháttar slysum. Taka má sem dæmi þegar Warren Buffett greindi frá því árið 2012 að hann hefði greinst með krabbamein á byrjunar- stigi í blöðruhálskirtli en hann sagði hluthöfum Berkshire Hathaway að veikindin væru „fjarri því lífs- hættuleg og skertu ekki getu [sína] svo nokkru næmi“. Tveimur árum síðar fylgdi Jamie Dimon, stjórnandi JPMorgan Chase, forskrift Buffetts þegar hann greindi frá að hann væri með læknanlegt krabbamein í hálsi. „Mér líður mjög vel eins og stendur og mun láta ykkur vita ef heilsa mín breytist,“ sagði hann hluthöfum. Í júlí 2015, þegar Bill McDermot forstjóri SAP lenti í alvarlegu slysi sem leiddi til þess að hann missti annað augað, greindi fyrirtækið ekki frá því fyrr en þremur mánuðum síð- ar hve litlu mátti muna að hann hefði látið lífið. McDermott sagði mér í fyrra að ef undan er skilin vikan sem hann jafnaði sig á spítala, þá „var í raun aldrei sú staða þar sem Bill var eitthvað annað en Bill, forstjóri SAP“ – sem er gott viðmið fyrir það hvenær stjórnir ættu að virkja arf- takaáætlanir sínar eða upplýsa markaðinn um stöðuna. Þegar markaðurinn veit á undan ættingjum En því bráðar sem veikindin ber að, því meiri varkárni þarf að sýna. Í maí 2010 upplýsti bökunarvörufram- leiðandinn Sara Lee að Brenda Barns, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, hefði veikst. Mánuði síðar gekkst hún við því að hafa fengið heilablóðfall og leiddi það á endanum til þess að hún sagði af sér í ágúst og upphófst þá mikið brölt við að finna arftaka. Á svipaðan máta hélt Hunter Harrison, mikils metinn (og vel launaður) stjórnandi CSX, því fram að hann væri fær um að stýra fyrirtækinu þrátt fyrir að þurfa að nota súrefnistæki á hlut- hafafundi í júní í fyrra. Í desember upplýsti félagið að Harrison væri farinn í veikindafrí, og tveimur dög- um síðar var hann látinn. Það má bera CSX saman við trygginga- félagið AIG sem greindi frá því árið 2010 að Bob Benmosche fram- kvæmdastjóri félagsins þyrfti að gangast undir „erfiða lyfjameðferð“, og það aðeins fimm dögum eftir að hann var greindur með krabbamein. Benmosche, sem átti eftir að lifa í fimm ár til viðbótar, brást svo hratt við að sumir fjölskyldumeðlimir hans fréttu fyrst af veikindinum þegar þeir lásu tilkynningu fyrir- tækisins. Steve Jobs var á hinum enda skal- ans. Frægt er hvernig stjórnandi Apple hélt því leyndu 2008 og 2009 að hann væri með krabbamein. Vangaveltur um heilsu hans gerðu Jobs öskuillan og leiddu til þess að í janúar 2009 sendi hann frá sér opið bréf þar sem hann sagðist vera að gangast undir meðferð vegna „hormónaójafnvægis“. Sumum stjórnarmeðlimum Apple sagði hann ekkert, en trúði öðrum fyrir því að hann væri veikur. Að sögn Walter Isaacson sem ritaði ævisögu Jobs, þá „komst hann í mikið uppnám, varð ýmist gripinn miklu málæði eða grét, þegar hann lét gremju sína bitna á hverjum þeim sem gaf í skyn að hann ætti ekki að fara svona dult með sín einkamál,“ – en í þeim hópi voru m.a. óánægðir hluthafar Apple. Ég er enn á þeirri skoðun að æðstu stjórnendur fyrirtækja ættu að tala opinskátt um erfiða hluti við samstarfsaðila sína, stjórnarmeðlimi og hluthafa, sama hvað umræðuefnið getur verið viðkvæmt. En það fær mig samt til að staldra við þegar ég skoða hvernig Marchionne lagði sig fram um að standa vörð um friðhelgi eigin einkalífs og fjölskyldu sinnar. Eða eins og einn lesandi Financial Times komst svo vel að orði í at- hugasemd við grein í síðustu viku, þá „er það mönnum varla efst í huga að brjóta ekki samskiptareglur þegar þeir standa frammi fyrir dauð- anum“. Hvað skal gera þegar feigðin kallar? Eftir Andrew Hill Það ætti ekki að draga það að láta stjórn og hluthafa vita af alvarlegum veik- indum æðstu stjórnenda en friðhelgi einkalífsins skiptir einnig máli. AFP Það kom öllum í opna skjöldu þegar Marchionne lést í síðasta mánuði en hann hélt veikindum sínum leyndum. Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is Láttu drauminn rætast.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.