Morgunblaðið - 09.08.2018, Side 13

Morgunblaðið - 09.08.2018, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2018 13SJÓNARHÓLL BÓKIN Sennilega hefur aldrei verið mikil- vægara að reyna að skilja þá efna- hagslegu og pólitísku þróun sem er að eiga sér stað i Kína. Harðvítugt toll- astríð við Bandaríkin virðist vera handan við hornið og þeir sem vilja geta spáð fyrir um hvernig rimman á milli tveggja stærstu hagkerfa heims á eft- ir að enda þurfa að vita hvernig Xi Jinp- ing og félagar hans hugsa. Elizabeth Eco- nomy, fræðimaður hjá bandarísku hug- veitunni Council on Foreign Relations, hefur skrifað áhuga- verða bók þar sem hún freistar þess að draga upp skýra mynd af þróun undanfarinna ára, og hvert Kína kann að vera að stefna. Bókin heitir The Third Revolution: Xi Jinping and the New Chinese State. Xi hefur hrist upp í öllu stjórnkerfi og hagkerfi Kína og segir Economy að í valdatíð hans hafi landið tekið jafn afdrifaríkum breytingum og í menn- ingarbyltingu Mao Zedong eða á um- bótaskeiði Deng Xiaoping. Kína er núna stjórnað af manni sem lætur sig heimsmálin varða og reynir að gera landið gildandi í sam- félagi þjóðanna. Jafnt og þétt er vægi Kína að aukast, banda- mönnum landsins fer fjölgandi og atvinnu- lífið eflist ár frá ári. Um leið felst ákveðin þversögn í stefnu Xi Jinping og bendir Economy á hvernig hann er í senn fylgjandi vax- andi hnattvæðingu, en um leið mjög í mun að stýra því hvernir vörur, fjármagn og upplýsingar flæða til og frá Kína. Honum hefur auðnast að opna Kína gagnvart umheiminum, án þess samt að missa ítökin heimafyrir, sem höf- undur segir að sé vísbending um að kínverska módelið muni reynast lang- lífara en margur hefur spáð og geti hrist af sér áföll eins og tollastríð við Bandaríkin. ai@mbl.is Xi Jinping leiðir hægfara byltingu Hluthafar sjá oft ástæðu til að gera með sér sam-komulag um fjölbreytta þætti sem varða hags-muni þeirra í félaginu. Hluthafasamkomulög eru mjög mismunandi að innihaldi og umfangi, allt frá ein- földum samningi um skipulag á yfirstjórn félags til út- færslna á stofnun félags, starfsemi, fjármögnun, arð- greiðslum, slitum o.s.frv. Umfang þeirra skyldna sem samkomulag leggur á aðila þess, er samsvarandi. Í reynd hljóta að vera fá takmörk fyrir þeim þáttum sem hluthafasamkomulag getur tekið til. Hluthafasamkomulög koma ekki við sögu í íslenskri félagaréttarlöggjöf. Almennt er út frá því gengið að mönnum sé heimilt að semja sín á milli um hvaðeina, samanber meginreglu samninga- réttar um frelsi til samnings- gerðar. Það þýðir að mönnum er frjálst hvort þeir semja eða ekki, um hvað og við hverja þeir semja og í hvaða formi sá samningur er. Þetta er þó ákveðnum takmörkum háð. Menn geta þannig ekki krafist lögverndar samnings eða notið réttarúrræða til að knýja fram efndir samnings um ólögmæt atriði eða atriði sem standast ekki almennt siðferðismat. Þann- ig verður almennt ekki gert hluthafasamkomulag svo gilt sé ef það fer í bága við efni ákvæða íslenskrar fé- lagaréttarlöggjafar sem eru ófrávíkjanleg. Meðal helstu ástæðna þess að hluthafar kjósa að gera með sér sérstakt samkomulag er að samningur af því tagi er ekki opinber og engin opinber skráning fer fram á hluthafasamkomulögum, ólíkt því sem gildir um sam- þykktir félaga. Að auki er almennt litið svo á að rétt- arverkan þeirra varði aðeins aðila samningsins, en ekki aðra. Það er þó fjarri því algilt. Einn þeirra þátta sem litið var til við setningu núgild- andi hlutafélagalöggjafar var að auka og tryggja minni- hlutavernd. Má meðal annars ráða það af greinargerð sem fylgdi frumvarpi til laganna. Tekur sú vernd til fjöl- margra þátta, svo sem réttar tiltekins fjölda huthafa til að krefjast hlutfalls- eða margfeldiskosningar, krefjast hluthafafundar, kröfu um aukinn meirihluta til að breyta samþykktum og þannig má áfram telja. Eins og áður er á bent er hluthafasamkomulaga ekki getið í löggjöfinni. Engu að síður geta hluthafa- samkomulög haft umtalsverða réttarverkan og á fleiri hluthafa en þá sem að því standa. Hluthafasamkomulög geta bundið hagsmuni hluthafa svo kirfilega saman að nærri stappar að líta beri á aðila samningsins sem einn. Í þessu samhengi er rétt að benda á minni- hlutaverndina sem felst í 26. gr. hlutafélagalaga og samsvarandi ákvæði í 18. gr. einkahlutafélagalaga, en þar er kveðið á um að ef hluthafi eigi meir en 9/10 hlutafjár og ráði yfir samsvarandi atkvæðamagni, geti hver og einn minni hluthafa krafist innlausnar hjá hlut- hafanum. Í lögum um verðbréfa- viðskipti nr. 108/2007 er ákvæði 100. gr. mun strangara hvað þetta atriði varðar. Greinin gild- ir um félög þar sem flokkur verðbréfa hefur verið tekinn til viðskipta á skipulegum verð- bréfamarkaði, og mælir fyrir um að aðili sem hefur beint eða óbeint náð yfirráðum í félagi, sé skyldur til að gera öðrum hlut- höfum í félaginu tilboð um að kaupa þeirra hluti í fé- laginu. Ákvæðið skilgreinir yfirráð við 30% af atkvæð- isrétti, hvort sem það er vegna beins eða óbeins eignarhalds, eða náð því marki á grundvelli samnings við aðra hluthafa. Þá er einnig kveðið á um að hafi aðili öðlast rétt til að tilnefna eða setja af meirihluta stjórn- ar í félaginu, telst það yfirráð í skilningi greinarinnar. Við blasir að hluthafasamkomulög geta fallið undir það sem nefnt er samningur við aðra hluthafa. Eins og áður er nefnt eru samningar af þessu tagi ekki skráðir og er leynd um tilvist og efni þeirra. Þannig er mögu- legt að í reynd hafi menn bundist í samningssamband sem jafna má til yfirráða í skilningi ákvæðisins án þess að aðrir hluthafar fái rönd við reist né varið hagsmuni sína í því samhengi, sé þeim ógnað. Af þessari ástæðu, og reyndar fleirum sem gerð verður grein fyrir í síðari skrifum, eru full efni til að hlutafélagalög viðurkenni tilvist hluthafasamkomulaga og taki á þessari aðstöðu, komi hún upp. Er unnt að sniðganga minni- hlutavernd hlutafélagalaga? LÖGFRÆÐI Jón Þórisson magister juris og starfar á lögmannsstofunni Drangi lögmenn ” Hluthafasamkomulög geta bundið hagsmuni hluthafa svo kirfilega saman að nærri stapp- ar að líta beri á aðila samningsins sem einn. Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | sala@postdreifing.is | postdreifing.is FJÖLPÓSTUR SEM VIRKAR *könnun Zenter apríl 2016. 61% landsmanna lesa fjölpóst 70% kvenna lesa fjölpóst 58% neytenda taka eftir tilboðum á vöru og þjónustu í gegnum fjölpóst* Dreifum sex daga vikunnar inn á 80.000 heimili MARKHÓPURINN ÞINN BÍÐUR EFTIR TILBOÐI FRÁ ÞÉR Hafðu samband og við gerum þér tilboð í þá þjónustu sem þér hentar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.