Morgunblaðið - 21.08.2018, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 21.08.2018, Qupperneq 8
8 | MORGUNBLAÐIÐ Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is É g er örugglega ekki einn um að velta því stundum fyrir mér hvaða eina bíl ég myndi kaupa ef ég ætti marga milljónatugi inni á banka- bók. Í huganum fer ég yfir langan lista af öndvegisbílum og strika þá út hvern á fætur öðrum þar til að eftir standa tvö tryllitæki: Annars vegar nýi Bentley Continental GT og hins vegar Lamborghini Hurac- án Performante. Ég laðast að þessum tveimur bíl- um því þeir eru báðir nálægt því að vera í efsta stigi, hvor á sinn hátt og hvor í sínum flokki, en samt án þess að fara allt of langt yfir strik- ið. Nýi Continentalinn er sportleg- ur, hraðskreiður, afskaplega mikið í hann lagt og tiltölulega hentugur fyrir bæði hversdagsstúss og langa bíltúra. Huracán er eldsnöggur ítalskur töffari, fær vegfarendur til að snarstoppa á punktinum, en er ekki svo yfirdrifinn að dugi ekki til daglegs brúks. Í fantasíunum sé ég fyrir mér að ég gæti farið á hvor- um þessara bíla sem er út í búð að kaupa í matinn eða í ferðalag þvert yfir Evrópu. En vandinn er sá að Continental GT og Huracán hafa hvor fyrir sig eiginleika sem hinn skortir: Hurac- áninn er ekki alveg nógu prakt- ískur, með sáralítið skott, sæti sem henta ekki vel fyrir langferðir, og annars fallegt farþegarýmið er ekki alveg nógu glerfínt. Continentallinn er að sama skapi aðeins of yfirveg- aður, aðeins of stór, og hefur ekki sama brjálæðislega vélarhljóðið. Fyrr í sumar skaust ég til Singa- púr og fann þar lausn á valkvíð- anum: Aston Martin DB 11 V8. Það sem Aston Martin gerir er að sameina bestu kosti ítalsks sportbíls og bresks eðalvagns. DB 11 er alvöru drossía, sem umvefur ökumann og farþega í lúxus og með sætum sem fara vel með rass og bak; en um leið með vél sem fnæsir og urrar, og með aksturseignleika sem hæfa spani á kappakst- ursbraut. Ef Meryl Streep væri með vél Ætli það skrifist ekki á reynslu- leysi og skort á þroska að sportbíl- arnir frá Aston Martin rötuðu varla inn í sjónsviðið hjá mér fyrr en nú. Kannski er það vegna þess að útlit Aston Martin-bíla er tiltölulega lág- stemmt í samanburði við t.d. Lam- borghini, Ferrari og Bentley. Núna fyrst sé ég almennilega hvað hóf- stilltur glæsileikinn er ómót- stæðilegur. Hlutföllin eru óviðjafnanleg, út- línurnar eins og á byssukúlu, en samt er eins og Aston Martin-bílar hafi ekki sömu sýniþörf og aðrir sportbílar. DB 11 hefur á sér yf- irbragð sem minnir á tignarlega leikkonu á besta aldri, einhvern á borð við Meryl Streep eða Julianne Moore: hann reynir ekkert að vekja á sér athygli með glingri og stælum því hann veit hvað hann er að gera, veit fyrir hvað hann stend- ur, og þarf ekki að sýnast eða met- ast við aðra. Og hver myndi ekki miklu frekar vilja fara í bíltúr með Meryl Streep en Cardi B.? Það var einmitt eitthvað í þessa veru sem fulltrúi Aston Martin sagði mér á meðan við ókum um Singapúr: Þeir ungu og nýríku sem vilja láta á sér bera kaupa Ferrari, Lamborghini eða McLaren en ver- aldarvanir unnendur hraðskreiðra Ljósmynd/Ásgeir Ingvarsson Blanda af öllu því besta Á rándýrum Aston Martin DB11 í skatta- paradísinni Singapúr uppgötvaði blaðamaður undrabíl sem sameinar eiginleika ítalsks sport- bíls og breskrar langferðadrossíu. Ljósmynd / Thinkstock Í Singapúr renna ólíkir menningarheimar saman í litríkum graut. Þar er nóg af efnuðu bíladellufólki og hvergi í Asíu selst Aston Martin betur. Útlit DB 11 er í senn íhaldssamt og framúrstefnulegt, yfirdrifið og lág- stemmt. Andstæðurnar mætast í ómótstæðilegum pakka.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.