Morgunblaðið - 21.08.2018, Blaðsíða 13
kvæma aðgerðir, eins og hækka og
lækka hitann í bílnum og bíllinn
svarar á móti: „Hvaða hitastig má
bjóða þér?“
Kveinki maður sér upphátt und-
an kaffiþorsta upplýsir bíllinn
mann um næstu vegasjoppu þar
sem hægt er að kaupa sér rjúk-
andi kaffibolla.
Í aftursæti er einnig boðið upp
á flott viðmót í snertiskjá þar sem
aftursætisfarþegar geta stjórnað
hitastigi meðal annars. Þar er aft-
ur á móti ekki raddstýring í boði.
Afturhallandi lögun
Audi A7 er með svokölluðu
coupé-lagi, sem þýðir að hann er
afturhallandi. Þetta er strauml-
ínulagaður bíll, gerður til að kljúfa
vindinn og ögra náttúrulögmál-
unum, enda á hann að ná úr kyrr-
stöðu upp í 100 km hraða á
klukkustund á aðeins 5,7 sek-
úndum. Sá sem þetta ritar var
duglegur að gefa honum inn, og
getur staðfest að bíllinn var fljótur
upp í hundraðið þrátt fyrir að vera
rúm tvö tonn að þyngd. Vissulega
þarf maður að bíða ögn eftir að
finna bakið þrykkjast aftur í leð-
ursætið, en þegar það gerist er
það afar fullnægjandi tilfinning að
finna fyrir hestöflunum 286 sem
TDI-dísilvélin skilar manni.
Er ég ók um borg og bý á bíln-
um á reynslutímanum varð mér
hugsað til þess fyrir hvern svona
bíll væri. Vísað er til hans í lýs-
ingum sem „executive“ sem mætti
þá útleggjast sem forstjórabíll, en
ég velti fyrir mér hvort hann hent-
aði kannski líka hópum eins og
röppurum, íþróttastjörnum eða
fagurkerum. Allir þessir hópar og
mun fleiri til myndu sóma sér vel
fyrir aftan stýrið á þessum bíl, og
kunna að meta flauelsmjúka akst-
urseiginleikana og frábæra fjöðr-
unina. Það eitt get ég þó fullyrt,
að bíllinn er ekki „fyrir alla“ enda
er verðmiðinn hár, nálægt 15
milljónum með þeim aukabúnaði
sem þessi prufubíll var hlaðinn.
Fleiri hafa þó ráð á bílnum sé
aukabúnaði sleppt, en grunn-
útgáfan losar rétt tæpar 10 millj-
ónir króna.
Þráðlaust net í boði bílsins
Ef vikið er aðeins að innviðum
A7 ber þess fyrst að geta að auð-
velt er að komast inn og út úr
honum og veghljóð er lítið. Gott
athafnarými er fyrir bílstjóra og
farþega, sem geta lagt frá sér
hefðbundnar gosflöskur í hurðir
og í miðju hinnar smekklegu inn-
réttingar bílsins. Sömuleiðis, eins
og virðist vera í æ fleiri bílum í
dag, er hægt að leggja þá síma
sem bjóða upp á snertilausa
hleðslu frá sér á þar til gert svæði
í hólfi milli sætanna, en þar er
einnig boðið upp á USB-tengi.
Gaman er að segja frá því að með-
al aukabúnaðar í bílnum er að
hægt er að setja í hann SIM-kort
og þar með hafa hann sítengdan
við netið, aukinheldur sem allir
farþegar geta þá verið á þráðlausu
neti í boði bílsins og bílstjórans.
Stundum kæta litlu hlutirnir
mann, og takkar í bílstjórahurð-
inni, þar sem hægt var að kveikja
og slökkva á barnalæsingu, þóttu
mér afar handhægir.
Hvað aftursætin varðar þá er
þar ágætis plass fyrir fætur, en
sökum afturhallandi lögunar bíls-
ins mæli ég ekki með því að fólk
yfir meðalhæð sitji þar of lengi.
Hönnun bílsins höfðaði til mín.
Ytra byrði tónar við innra byrði í
hönnuninni, langar línur í bland
við skálínur gefa manni sterka
gæðatilfinningu.
Skottið opnast og lokast raf-
rænt, og þar inn má setja þónokk-
urn farangur, enda er rýmið tals-
vert mikið, 535 lítrar. Með
aftursætisbökin niðri komast
þarna fyrir einir 1.390 lítrar. Það
er eins og sæmileg IKEA-ferð,
Costco-vörur og jafnvel nokkrir
Bónuspokar til viðbótar. Þá er
fremur auðvelt að koma hjóli í
skottið til dæmis, sem er yfirleitt
hausverkur í flestum bílum.
Boðið er upp á varadekk undir
gólfinu í skottinu, en ekki bara
kvoðu og pumpu, eins og stundum
er látið nægja nú til dags.
Notendavænir skjáir
Þá er það afþreyingarkrefið og
mælaborðið, sem ég minntist
stuttlega á hér á undan. Boðið er
upp á þrjá skjái; einn beint aftan
við stýrið, mælaborðið, og svo tvo
skjái í miðjunni. Þarna er um
snertiskjái að ræða og ættu flestir
snjallsímaeigendur að eiga auðvelt
með að rata um viðmótið. Auk
fyrrnefndrar raddstýringar og
handskriftarmöguleika er kerfið
allt hið þægilegasta í umgengni og
notkun og afar notendavænt. Ekki
er þó mælt með því að ökumaður
sé mikið að bjástra við skjáina
meðan á akstri stendur, enda af-
tengist ákveðin virkni þar meðan
bíllinn er á ferð. Með því að halda
putta lengi á aðgerðum á snerti-
skjánum er hægt að bókamerkja
aðgerðir og sníða bílinn þannig að
hverjum og einum. Efri skjárinn
inniheldur allt upplýsinga- og af-
þreyingarkerfið, en neðri skjárinn
er einkum ætlaður fyrir miðstöð-
ina.
Auðvelt er að stækka og minnka
viðmót mælaborðsins og skruna
með þumlunum í gegnum þá
möguleika sem boðið er upp á á
meðan haldið er um stýrið. Þannig
má kalla fram úrval útvarpsstöðva,
gíraupplýsingar, klukkuna, snún-
ingshraðamælinn, hraðamælinn
o.s.frv.
Bíllinn er með nema og mynda-
vélar allt um kring og meðal ann-
ars getur hann hjálpað til við að
leggja í stæði. Eftir að hafa til-
einkað sér það kerfi kemur það
vafalaust mörgum að góðum not-
um.
Innra minni bílsins man hvernig
ökumaður skildi við hann og setur
sætin í þá stillingu sem hann
skildi þau síðast eftir í.
Þrátt fyrir alla tæknina er líka
boðið upp á gamaldags skrúfu-
takka til að hækka og lækka í út-
varpi, en þarna segjast framleið-
endur vera að „brúa
kynslóðabilið“.
Gírskiptingin er hefðbundin P N
R ásamt D/S sem stendur fyrir
sport, en þannig skiptir bíllinn sér
hraðar upp. Skiptingin, sem er á
sínum stað í miðjunni, er falleg, og
einungis nauðsynlegt að hnika
henni fram og til baka með frekar
lausri snertinu. Sé „stönginni“ ýtt
til hægri fer bíllinn í handstýrða
gírskiptingu, og þá er einnig hægt
að grípa í blöðkurnar sem liggja
við fingurgómana í stýrinu til að
skipta bílnum handvirkt upp og
niður.
Hurðir eru með „ljúflokun“ og
„ljúfopnun“, svo gripið sé til
IKEA-hugtaka, og sætin eru frá-
bær í einu orði sagt. Þegar bílnum
er læst og tekinn úr lás verður
mikið ljósasjó úti fyrir, sem kætir
eigandann í hvert skipti. Almennt
getur eigandinn unað sér glaður
við akstur þessa bíls, og þegar
hann er ekki við stýrið getur hann
látið sig hlakka til næstu öku-
ferðar.
Í skottið komast til dæmis þrjár ferðatöskur og meira til.
Undir húddinu er sex strokka 287 hestafla dísilvél, og togið er 620 NM.
Er því hægur vandi að aka hratt af stað þegar hugurinn girnist.
Þrátt fyrir alla
tæknina er líka boðið
upp á gamaldags
skrúfutakka til að
hækka og lækka í út-
varpi, en þarna segj-
ast framleiðendur
vera að „brúa kyn-
slóðabilið“
Langar línur í bland við skálínur einkenna hönnun að
innan sem utan og gefa Audi A7 góðan heildarsvip.
Auðvelt er stækka og minnka viðmót mælaborðsins
og velja á milli mismunandi aðgerða.
Frábærir aksturseiginleikar og fjöðrun gera ökuferðina ánægjulega. Útlitið skemmir heldur ekki fyrir.
MORGUNBLAÐIÐ | 13