Morgunblaðið - 21.08.2018, Page 14
14 | MORGUNBLAÐIÐ
Ómissandi ökutæki Það er kominn tími til að
endurnýja Ford-pallbílinn okkar, sem er orðinn
fjölskylduvinur og við tölum aldrei illa um
hann, enda hefur hann í gegnum árin þjónað
okkur í ævintýralegum ferðum. Ég væri til í nýj-
an Ford pickup 250 með stórum palli svo að
komist a.m.k. þrjú mótorhjól á pallinn, og með
leðursætum því í þessum bíl er í lagi að borða
nestið sitt og drekka heitt súkkulaði.
Litli borgarbíllinn er gamall en
nýuppgerður Fiat 500 (Cin-
quecento). Hann er að sjálf-
sögðu rauður, og það passar
að skjótast á bílnum í búðina
þegar vantar ólífuolíu og
salt. (það kemst varla
meira í aftursætið!).
Það er auðvelt að
leggja honum og svo
er hann svo róm-
antískur. Í afturglugg-
anum geymi ég svo
regnhlífina.
Hinn fullkomni íslenski hversdagsbíll er bíllinn sem ég á í dag.
Land Rover Discovery sport, árgerð 2017. Hefði ekki trúað því
en mér þykir í alvöru sérlega vænt um þennan bíl og það sem er
gaman að keyra t.d. norður til Akureyrar eingöngu til að fá sér
pönnukökur hjá Hjördísi systur minni.
Fíni bíllinn er ný-
uppgerður Ford
Mustang Copue 1967,
hann er rauður og ég
tala við hann þegar ég
sest upp í hann, og í
spilaranum er Tony Or-
lando að syngja Tie a yel-
low ribbon.
Mótorhjólið er Ducati Mulitstrada DS 1000 sem ég á reyndar,
sem og gamalt endúróhjól Honda XR 250, og þar sem ég er
nú frekar íhaldssöm þá hef ég engan áhuga á öðrum hjólum
en þeim sem ég á nú þegar. Ég er örugg á þeim og er ekkert
fyrir að prófa eitthvað annað – tek ekki sénsa enda er ég orð-
in amma.
Sunnudagsbíllinn Í bíl-
skúrnum er hann í einu
horninu og ég hef breitt
yfir hann teppi. Þetta er
Saab 96, árgerð 1976,
hann er ljósbrúnn og
hann glansar eins og
sólin. Þennan fína bíl
keyri ég bara á sunnu-
dögum, auðvitað, og við
eiginmaður minn pikkum
upp gamla vini okkar úr
menntaskóla, förum að rúnta
og svo skiptast kærustupörin á
að sitja aftur í og kela, og endum
svo kannski í ísbúðinni. Það má að
sjálfsögðu ekki borða ísinn inni í
bílnum.
Í viltustu draumum á ég Rolls
Royce Dawn 2015; 4 sæta,
túrkisblár, lúxusdásemd.
Fyrir lottóvinninginn Jagúar XJ en svo vil ég
endilega geta sett bílinn minn í hleðslu og
notað bensínpeninginn í nýja skó svo ég fæ
mér líka nýjustu Tesluna. Ekki má gleyma
Bentley Continetal GT – veit í raun ekki af
hverju en hann virðist næstum því svífa
áfram.
með mér að ekki yrði við það unað að
mitt hlutskipti væri að sitja ein eftir
heima.“
Voldugt Ducati Multistrada-
mótorhjól er í uppáhaldi hjá Sig-
urlaugu en skemmtilegast af öllu
þykir henni þó að setjast upp á
þægilegt endúró-mótorhjól og halda
á vit ævintýranna úti í sveitinni.
„Fátt er ánægjulegra en að halda
upp í Laxárdal í Suður-Þingeyj-
arsýslu og keyra gamla kindaslóða,
stoppa svo hér og þar á leiðinni til að
fylgjast með fuglalífinu eða tína
sveppi til að þurrka.“
Á heimilinu eru þrír bílar og þykir
Sigurlaugu fjarska vænt um þá alla.
Til daglegra nota hefur hún Land
Rover Discovery og segist bálskotin
í þessum breska eðaljeppa. „Hann
er bara svo þægilegur á alla vegu, og
svo öflugur að maður þarf að gæta
sín á að fara ekki langt yfir leyfileg-
an hámarkshraða.“
Einn bíl bráðvantar í skúrinn:
gamlan Saab. Sigurlaug og Torfi
eiga margar góðar minningar tengd-
ar þessum sænsku bílum. „Torfi átti
Saab þegar við kynntumst fyrst og
stunduðum við það til að fara á rúnt-
inn með öðrum kærustupörum.
Skiptumst við þá á við hin pörin að
aka, svo að annað parið gæti látið
fara vel um sig í aftursætinu á með-
an, knúsast þar og kysst.“
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
D
raumabílskúrinn er nýr
fastur liður í Bílablaði
Morgunblaðsins þar sem
ætlunin er að varpa ljósi á
hvernig falleg, hraðskreið og gagn-
leg farartæki af öllum mögulegum
toga gefa lífinu lit. Sigurlaug Mar-
grét Jónasdóttir, útvarpskona hjá
RÚV, ríður á vaðið og velur ökutæki
á bæði fjórum og tveimur hjólum í
bílskúr drauma sinna.
Sigurlaug er nefnilega ekki öll þar
sem hún er séð. Á bak við hljóðnem-
ann er hún ósköp yfirveguð, hlýleg
og jarðbundin, og á í innilegum sam-
ræðum við gesti sína, en eftir vinnu
umbreytist Sigurlaug í óttalausa
mótorhjólahetju og spennufíkil.
Hún smitaðist af mótorhjóla-
áhuganum í gegnum fjölskylduna:
„Maðurinn minn Torfi er helsjúkur
mótorhjólamaður sem dundar sér
við að gera upp gömul bresk mót-
orhjól, og sonur okkar keppti í
mótorkross,“ upplýsir Sigurlaug og
minnist þess hvernig hún áttaði sig
einn daginn á því að tímabært væri
að hún tæki þátt í áhugamáli fjöl-
skyldunnar. „Ég var inni í eldhúsi að
bisa við matseld og allir aðrir á
heimilinu að fara eitthvað á mót-
orhjólunum sínum. Ég hugsaði þá
Draumabílskúr Sigurlaugar Margrétar Jónasdóttur
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Sigurlaug á vespunni
sinni. Hún á m.a. stórt og
mikið Ducati mótorhjól og
er mjög lukkuleg með
Land Rover Discovery
jeppann sinn.
Unir sér best á endúróhjóli
Draumabílskúrinn