Morgunblaðið - 23.08.2018, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2018FRÉTTIR
Mesta lækkun Mesta hækkun
VIKAN Á MÖRKUÐUM
AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn)
ICEAIR
-5,06%
8,81
SKEL
+9,38%
7,0
S&P 500 NASDAQ
+0,86%
7.883,187
+0,49%
2.864,12
+0,21%
7.574,24
FTSE 100 NIKKEI 225
23.2.‘18 23.2.‘1822.8.‘18 22.8.‘18
1.800
802.400
2.139,85
2.065,00
Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær.
74,62+0,41%
22.362,55
BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu)
67,31
60
Hreinorkubílar þurfa að vera orðnir
um 100 þúsund talsins fyrir árið 2030
svo að Íslendingar muni ná að upp-
fylla kröfur Parísarsamkomulagsins
sem undirritað var af íslenskum
stjórnvöldum árið 2015. Íslendingar
hafa þrengra svið að vinna með til
þess að draga úr notkun jarðefnaelds-
neytis heldur en aðrar þjóðir enda öll
raforkuframleiðsla og húshitun hér
með kolefnislausum orkugjöfum. Því
þarf að vinna með samgöngur og þar
skiptir bílafloti landsmanna sköpum. Í
dag er fjöldi hreinorkubíla um 9 þús-
und og mikið verk því enn óunnið.
Þetta segir Sigurður Friðleifsson,
framkvæmdastjóri Orkuseturs.
Hreinorkubílar 3,9% af flota
Íslendingar eru framarlega á sviði
rafbílavæðingar og í öðru sæti á
heimsvísu á eftir Norðmönnum. Sem
stendur eru hreinorkubílar um 3,9%
af fólksbílafjölda í heild sinni hér á
landi sem telur um 227 þúsund bíla.
Af hreinorkubílum eru tengiltvinn-
bílar, rúmlega 5 þúsund eða um 2%,
rafbílar, 2295 eða um 1% og metan-
bílar 1508 eða um 0,7%. Bensínbílar
eru aftur á móti 142 þúsund, um 63%
af fólksbílaflotanum og dísilbílar 76
þúsund, um 34%. „Það eru um 8 þús-
und bílar sem hægt er að stinga í sam-
band. 2500 hreinir rafbílar og restin
tengiltvinnbílar. Þetta þarf að fara að
snúast meira rafbílum í hag og þeir
þurfa að vera orðnir afgerandi hluti af
nýskráningum undir lok þessa tíma-
bils, 2030. Sem er alveg gerlegt, mið-
að við hvað er að gerast í bílamark-
aðnum, bæði í verði, fjölbreytileika og
tegundum,“ segir Sigurður við Við-
skiptaMoggann.
Sigurður segir að rafbílar séu nú
yfir 40% af öllum nýskráningum í
Noregi og á það þurfi Íslendingar
einnig að stefna. Segir hann að 95%
þeirra fólksbíla sem eru á götunni í
dag verði horfnir eftir 12 ár. Þeir bílar
sem verða nýskráðir í dag séu aftur á
móti líklegir til þess að vera enn úti á
götu árið 2030. Hlutfall nýskráðra
hreinorkubíla af heildarfjölda ný-
skráninga þurfi því að hækka sem
fyrst. „Þeir bílar sem skráðir eru frá
og með deginum í dag eru býsna lík-
legir til að vera enn í bókhaldinu 2030
þegar „skuldadagar“ koma. Núna fer
að skipta verulegu máli hvaða bílar
fara að koma nýir inn. En þetta þarf
að gerast hraðar,“ segir Sigurður. Ár-
ið 2017 nam hlutfall hreinorkubíla af
nýskráningum bifreiða um 13% sam-
kvæmt gögnum Orkuseturs. Að sögn
Sigurðar stefnir í að hlutfallið verði
svipað fyrir árið 2018.
Samkvæmt þingsályktunartillögu
ríkisstjórnar frá því í maí 2017 kemur
fram að stefnt sé að því að hlutfall
endurnýjanlegrar orku í samgöngum
verði um 40% árið 2030 en það hlutfall
nam 6% í fyrra af samgöngum á landi.
Almenningur lengra kominn
Stór hlutdeild bílaleigubíla í fólks-
bílaflota landsins er aftur á móti
ákveðinn flöskuháls og lækkar hlutfall
nýskráðra hreinorkubíla töluvert en
hlutfall nýskráðra hreinorkubíla er
um 15-20% hjá almenningi að sögn
Sigurðar. „Á Íslandi er helmingur ný-
skráninga á fólksbílum bílaleigubílar.
Almenningur er kominn lengra á veg
en bílaleigurnar og það er vont fyrir
fólksbílaflotann,“ segir Sigurður og
bendir á að bílaleigubílarnir fari svo á
eftirmarkað. Spurður um stöðu inn-
viða í landinu þegar kemur að rafbíla-
notkun segir Sigurður þá vel á veg
komna en auðvitað þurfi að gera bet-
ur.
„Það er hægt að fara hringinn um
landið og á flesta staði á hrað-
hleðslum,“ segir Sigurður. Bendir
hann á að drægniviðmið rafbíla sé nú
um 200-500 km og að næstu viðfangs-
efni séu meðal annars að gera að-
stæður fyrir rafbíla aðgengilegri við
fjölbýlishús.
Hreinorkubílar verði
100 þúsund árið 2030
Pétur Hreinsson
peturhreins@mbl.is
Hreinorkubílar þyrftu að
vera orðnir um hundrað
þúsund talsins árið 2030
að öllu óbreyttu svo Íslend-
ingar uppfylli kröfur París-
arsamkomulagsins. Raf-
bílavæðing fólksbílaflotans
þarf að ganga hraðar svo
það megi takast að sögn
sérfræðings.
Morgunblaðið/Valli
Rafbílar á borð við Nissan Leaf þurfa að vera orðnir algengari sjón á götun-
um á næstunni eigi Íslendingar að uppfylla kröfur Parísarsamkomulagsins.
VEITINGAMARKAÐUR
Hagnaður Foodco hf., sem rekur
veitingastaðina Roadhouse, Saffran,
American Style, Eldsmiðjuna, Aktu
taktu og Pítuna, var tæpar 105 millj-
ónir króna árið 2017. Dróst hann
saman um 54% á milli ára en hagn-
aður félagsins nam 230 milljónum
króna árið 2016. Hagnaður fyrir af-
skriftir og fjármagnsliði var 232
milljónir króna miðað við 420 millj-
ónir árið 2016.
Rekstrartekjur ársins 2017 voru
3,5 milljarðar króna miðað við 3,9
milljarða árið áður. Rekstrargjöld
ársins 2017 námu 3,3 milljörðum
miðað við 3,5 milljarða árið 2016.
Eignir félagsins námu tæpum 2,2
milljörðum króna í lok árs 2017 en
þær námu 1,9 milljörðum árið 2016.
Eigið fé Foodco nam tæpum 716
milljónum miðað við 798 milljónir ár-
ið 2016. Eiginfjárhlutfall félagsins
var tæp 33% í árslok 2017. Arð-
greiðslur til eigenda námu 187,5
milljónum króna. Þórarinn Ragn-
arsson á 40% hlut í Foodco hf.,
Jöklaborg ehf. á 42,5% hlut, Eld-
heimar ehf. eiga 15% hlut og ÞR ehf.
á 2,5% hlut.
peturhreins@mbl.is
Tekjur Foodco drógust
saman um 400 milljónir
Morgunblaðið/Golli
Roadhouse er í eigu Foodco hf.
TRYGGINGAR
Tryggingafélagið VÍS tapaði 291
milljón króna á öðrum fjórðungi árs-
ins, samanborið við 917 milljóna
króna hagnað yfir sama tímabil árið
2017. Samsett hlutfall var 109,1%
samanborið við 84,2% á tímabilinu
2017.
Í tilkynningu segir Helgi Bjarna-
son, forstjóri félagsins, að tvö stór
brunatjón hafi orðið með skömmu
millibili sem liti afkomuna.
„En á sama tíma er gott að sjá
hversu sterkur grunnreksturinn
okkar er því bæði samsett hlutfall
síðustu 12 mánaða og áætlað sam-
sett hlutfall ársins 2018 eru undir
100% þrátt fyrir umrædd stórtjón.“
Eignir VÍS í lok fjórðungsins
námu 50,2 milljörðum, en voru 46,4 á
sama tímabili í fyrra. Eigið fé félags-
ins nam 15,7 milljörðum í lok tíma-
bilsins samanborið við 16,8 milljarða
á sama tíma á síðasta ári.
Helgi segir í tilkynningunni að
afkomuspá félagsins hafi verið upp-
færð, en hún gerir nú ráð fyrir 2,2
milljarða króna árshagnaði fyrir
skatta. tobj@mbl.is
VÍS tapaði 291 milljón
á öðrum ársfjórðungi
Morgunblaðið/Eggert
Samsett hlutfall VÍS var 109,1% á
öðrum ársfjórðungi.
SKATTAMÁL
Regluleg upplýsingaskipti um
eignir einstaklinga og lögaðila í fjár-
málafyrirtækjum hefjast í annað
skipti í september næstkomandi.
Byggjast skiptin á sameiginlegum
OECD-staðli (e. Common Reporting
Standard) og eru það skattyfirvöld
ríkja sem annast framkvæmdina. Er
markmiðið með staðlinum að koma í
veg fyrir skattundanskot.
Fyrstu upplýsingaskiptin fóru
fram í fyrra hjá 52 ríkjum en í ár
verða yfir hundrað skattyfirvöld
sem taka þátt í skiptunum. Til upp-
lýsingaskyldra stofnana teljast sam-
kvæmt staðlinum vörslustofnanir,
innlánsstofnanir, sérstakir fjárfest-
ingaraðilar sem fást við að stjórna
rekstri fyrir viðskiptavini eða fyrir
hönd þeirra í ákveðnum fjármála-
gerningum, og tilgreind vátrygg-
ingafélög sem gefa út eða eru skuld-
bundin til að inna af hendi greiðslur
vegna vátryggingarsamninga eða
lífeyrissamninga. Er þessum aðilum
skylt að veita upplýsingar um fjár-
eignir sem erlendir skattaðilar hafa í
vörslu hjá þeim. Þannig geti þessar
upplýsingar flætt til skattyfirvalda í
því ríki þar sem skattaðilinn er
heimilisfastur.
Enn gagnlegri upplýsingar
Helga Valborg Steinarsdóttir hjá
ríkisskattstjóra segir embættið
vænta þess að fá enn gagnlegri upp-
lýsingar í ljósi fleiri ríkja sem taka
þátt í upplýsingaskiptunum í ár.
„Væntingarnar eru þær að við fáum
enn meiri og enn gagnlegri upplýs-
ingar þar sem það eru að bætast í
hópinn ríki sem við erum að skiptast
á upplýsingum við. Það er að sjálf-
sögðu mjög af hinu góða að það fjölgi
í þessum hópi sem er tilbúinn að
undirgangast þessar skuldbind-
ingar,“ segir Helga. peturhreins-
@mbl.is
Skiptast á upplýsingum
Morgunblaðið/Júlíus
Skattyfirvöld skiptast á upplýsingum.