Morgunblaðið - 23.08.2018, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 23.08.2018, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2018 11FRÉTTIR Íslenskt einangrunargler í nýbygginguna, sumarbústaðinn eða stofugluggann. Fagleg ráðgjöf og öruggur afhendingartími. Smiðjuvegi 2, Kópavogi – sími 4889000– samverk.is Af síðum „Tískan er hverful en góður smekkur varir að eilífu.“ Spakmæli Yves Saint Laurent var til marks um þann ímugust sem hann hafði á sölu- brellum tískugeirans. Pierre Bergé, sem stýrir YSL-vörumerkinu, hefði bætt því við að það þætti ekki góð viðskiptaáætlun að ætla að reiða sig á eitthvað sem er hverfult. Farfetch, sem hefur byrjað ferlið við að fá skráningu á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum, hefur kannski leyst þennan vanda fyrir fjárfesta. Tískumerkin koma jú og fara, en verslun á netinu sem safnar saman því besta hverju sinni ætti alltaf að eiga eitt- hvað til sem höfðar til þeirra sem vilja tolla í tískunni. Lúxusvörur eiga að vera dýrar. En það eitt að vera tengt Gucci og Balenciaga nægir ekki til að réttlæta mjög hátt álag á hlutabréfaverð Farfetch. Þegar fulltrúar netverslunarinnar byrja að þreifa fyrir sér hjá fjárfestum þurfa þeir að gefa þeim sannfærandi rök fyrir því að vænta megi góðrar ávöxtunar. Farfetch, sem er með höfuðstöðvar sínar í Bretlandi, tengir saman kaupendur og seljendur og heldur ekki úti eigin lager. Það þýðir að fyrirtækið getur hagnýtt sér netáhrif (e. network effect) til að vaxa hratt án mikils tilkostnaðar. En það er full langsótt að ætlast til að fá fimm milljarða evra fyrir reksturinn, eins og var viðrað fyrr á þessu ári. Verð- miðinn var sá sami á YOOX Net-a-Porter þegar lúxusvörusamsteypan Richemont keypti til sín þau hlutabréf í félaginu sem hún átti ekki fyrir. Yoox var selt á verði sem nam 2,5-földum sölutekjum. Ef Farfetch færi á markað metið á 5,7 milljarða myndi það þýða að verðið væri á við 15-faldar sölutekjur, sem er svimandi há tala. Það er aðeins hjá fyrir- tækjum á borð við Rightmove, sem er með ráðandi stöðu á fasteigna- auglýsingamarkaði í Bretlandi, þar sem reksturinn er algjörlega skot- heldur, sem margfaldarar af þessu tagi sjást. Kínverska netverslunin Alibaba er í dag metin á jafnvirði 11-faldra sölutekna, sem er þolanlegri tala. Farfetch væri 4,2 milljarða dala virði ef sama margfeldi væri beitt. Nema hvað Farfetch er rekið með tapi. Á móti kemur að ef fyrirtækið vex hratt gæti það reynst fjárfestum mjög arðbært þegar fram í sækir. En fjárfestar hafa allan rétt á að malda í móinn. Fyrir það fyrsta bendir útboðslýsing Farfetch til þess að mikið af vörum félagsins komi frá dreifingaraðilum. Ef sumar vörurnar sem þeir skaffa eru af ódýru gerðinni – úreltur varningur sem selst hægt – gæti það skaðað sam- böndin við tískuhúsin. Í öðru lagi virðist José Neeves, stofnandi fyrir- tækisins, ætla að halda allri ákvarðanatöku á eigin hendi í skjóli þess að hlutaféð verður gefið út í tveimur flokkum sem tryggja hluthöfum mis- mikil réttindi. Sölufólk sem starfar í lúxusvöruverslunum temur sér ákveðna stífni sem kemur í veg fyrir að viðskiptavinirnir reyni að prútta. Fjárfestar ættu ekki að leyfa talsmönnum Farfetch að beita sig sömu brögð- um. LEX Farfetch: langsótt verð fyrir hátískuverslun Síðar í vikunni mun skipafélagið Ma- ersk Line í fyrsta skipti láta eitt af gámaflutningaskipum sínum sigla um Norður-Íshaf, norður fyrir Rúss- land. Maersk, sem er stærsta sjó- flutningafyrirtæki heims, vill með þessu prófa siglingaleið sem keppt gæti við leiðina sem liggur um Súez- skurðinn. Í þessari ferð mun danska skipa- flutningafélagið nota nýtt fley, Venta Maersk, sem rúmar 3.600 gáma og hefur verið styrkt til að geta farið um ísilagt haf. Skipið mun á næstu dög- um halda af stað frá Vladivostok og koma í höfn í Sánkti-Pétursborg í lok september. Þökk sé minnkandi hafís á norður- slóðum gæti leiðin um Norður-Íshaf, sem teygir sig allt frá Beringssundi á milli Bandaríkjanna og Rússlands, eftir endilangri norðurströnd Rúss- lands og yfir til Noregs, að mati sumra keppt við siglingaleiðina í gegnum Súez-skurðinn sem skipa- flutningaleið á milli Asíu og Evrópu. Heitt sumar hefur hjálpað til Í ár hefur sumarið við norður- heimskautsbaug reynst óvenjuheitt og hitastigið sumstaðar farið yfir 30°C. Norður-Íshafsleiðin gæti stytt siglingatímann frá Asíu til Evrópu um eina til tvær vikur, eftir því hvert ferðinni er heitið, en að sigla norð- urleiðina er samt sem áður kostn- aðarsamara því kjarnorkuknúinn ís- brjótur þarf að fylgja flutningaskipunum og þau skip sem ráða við þessa siglingaleið eru smærri en þau sem fara um Súez- skurðinn. Í tilkynningu sem Maersk sendi Financial Times staðfesti fyrirtækið efni fréttar sem fyrst var birt í High North News: „Tilraunaferðin mun hjálpa okkur að meta hvort rekstrar- forsendur séu fyrir siglingum gáma- flutningaskipa eftir Norður- Íshafsleiðinni og afla um leið frekari gagna.“ Rekstrarforsendur skortir enn Maersk segir jafnframt: „Í augna- blikinu virðist okkur að ekki séu rekstrarlegar forsendur fyrir að bæta Norður-Íshafsleiðinni við leiða- kerfi félagsins, sem mótast af eftir- spurn viðskiptavina, þróun alþjóða- viðskipta hverju sinni og staðsetningu helstu borga.“ Félagið reyndi að láta fréttir af siglingunni ekki berast út til að rugla ekki viðskiptavini sína í ríminu. Venta Maersk mun flytja frosinn fisk og almennan varning og að auki eitt- hvert magn frystrar matvöru en ný skip Maersk sem gerð eru fyrir sigl- ingar á hafíssvæðum eru ætluð til notkunar í Eystrasalti. Í viðtali við FT fyrir fimm árum sagði fyrrverandi forstjóri Maersk að það væru að minnsta kosti tveir ára- tugir þar til skipaflutningar um Norður-Íshaf gætu keppt við aðrar siglingaleiðir. Arild Moe, rannsakandi hjá Fridt- jof Nansen-stofnuninni í Osló segir: „Gámaflutningasiglingar í miklum mæli um Norður-Íshaf eru ýmsum takmörkunum háðar. Fá markaðs- svæði eru á þessari siglingaleið og ekki hægt að nota hana allt árið, og þá eru takmörk á stærð þeirra skipa sem geta siglt þessa leið sem skiptir miklu fyrir stærðarhagræði flutn- inga.“ Rússland lítur í vaxandi mæli á Norður-Íshafsleiðina sem þýðingar- mikla flutningaleið sem gæti styrkt stöðu landsins á alþjóðavettvangi. Í því sambandi hafa Rússar aukið út- gjöld til varnarmála á norðurslóðum til að opna að nýju herstöðvar sem áður hafði verið lokað og endurnýja þær stöðvar sem þegar eru í notkun.“ Í síðasta mánuði lét Novatek, stærsti einkarekni gasframleiðandi Rússlands, sérsmíðað gasflutninga- skip sigla í fyrsta skipti eftir Norður- Íshafsleiðinni til Kína. Leonid Mik- helson, eigandi félagsins, segir að þessi fyrsta ferið sé upphafið að „nýju tímabili“ í sögu vöruflutninga. Novatek telur að innan tíðar verði hægt að stunda skipaflutninga óhindrað á Norður-Íshafsleiðinni með flota nýrra gasflutningaskipa sem fyrirtækið er að þróa. Þessi skip virka um leið sem ísbrjótar og þurfa því ekki að ferðast í lest með öðrum ísbrjótum. Kínverska flutningafyrirtækið Cosco hefur fjölgað ferðum um Norð- ur-Íshafsleiðina á undanförnum ár- um og notar til þess fjölnotaskip sem flytja varning á borð við íhluti í vind- túrbínur og annan þungan farm og kann það að hafa kveikt áhuga Maersk. Moe segir að Norður-Íshafsleiðin geti hentað fyrir beinar siglingar með farm á borð við olíu og gas frá norðurslóðum en að skipaflutningar á milli Asíu og Evrópu eftir þess- ari leið eigi ennþá langt í land. Maersk lætur reyna á sigl- ingar um Norður-Íshaf Eftir Richard Milne í Osló og Henry Foy í Tobolsk Flutningaleiðin norður fyrir Rússland virðist sí- fellt álitlegri kostur fyrir stærstu skipafélög heims. Enn reynist þó afar kostn- aðarsamt að fara um ísi- lagt hafið. Tilraunasigl- ingar Maersk munu varpa frekara ljósi á tækifærin sem í leiðinni felast. Ljósmynd/Maersk Line Maersk beitir sérstyrktum skipum á leiðinni norður fyrir Rússland sem þola árekstra við jökulkaldan ísinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.