Morgunblaðið - 23.08.2018, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2018SJÓNARHÓLL
HARI
Tveir fyrri pistlar mínir um slagorð fyrirtækja, gáfuinnsýn í glímuna við að meitla sterk slagorð, semleitast við að draga fram kjarnann í því sem skiptir
máli fyrir fyrirtæki eða ímynd þeirra. Dæmin eru mörg og
hér koma nokkur í viðbót.
Brimborg hefur sýnt staðfestu í slagorði sínu um að þar
sé „Öruggur staður til að vera á“. Kannski ekki mjög kraft-
mikið og nokkuð mörg orð, en undirstrikar að viðskipta-
vinir séu í öruggum höndum með viðskipti við Brimborg.
Keppinautur Brimborgar, Toyota, styðst ekki við neitt
slagorð í dag, en notaði lengi vel slagorðið „Tákn um gæði“,
sem lifir líklega víða enn. Alþjóðlega hefur Toyota iðulega
skipt um slagorð. Frá 2004 notaði fyrirtækið „Moving For-
ward“, og 2012 skipti fyrirtækið yfir í „Let’s Go Places“.
Bæði fela í sér jákvæða hreyfingu en eru annars hlutlaus.
BYKO hefur eins og mörg önnur fyrirtæki skipt nokkr-
um sinnum um slagorð. Lengi vel
notaði BYKO slagorðið „Þar sem
fagmennirnir versla, er þér
óhætt“. Það dró ágætlega fram
faglega áherslu BYKO og þá
tryggingu sem það veitti venju-
legum viðskiptavinum. Síðan
varð til „Byggjum á breiddinni“,
sem hafði tvöfalda merkingu. Skírskotun til breiðs vöru-
vals, og staðsetningar aðalverslunar BYKO í Breiddinni í
Kópavogi. Nýjasta slagorðið er „Gerum þetta saman“, sem
er vinalegt, en um leið mjög almennt.
SS hefur í mörg ár notað slagorðið „Fremstir fyrir
bragðið“, sem bæði er jákvætt og hjómsterkt, og felur í sér
tvöföld skilaboð um að fyrirtækið sé í fararbroddi og á mat-
vælamarkaði. Það er mjög gott slagorð, sem SS hefur ekki
hrært í.
Þegar Apple kom á markaðinn bar fyrirtækið með sér
nýja strauma og ferska nálgun við þróun, hönnun og fram-
setningu á vörum. Sem lið í að undirstrika þá stöðu kynnti
Apple slagorðið „Think different“. Bæði fól slagorðið i sér
öðruvísi nálgun við hlutina, og dró fram muninn á Apple og
risanum IBM, sem hafði notað hugtakið „Think“ í sínum
skilaboðum frá stofnun félagsins í byrjun tuttugustu aldar.
Fyrirtæki sem hefur sýnt mikinn stöðugleika í notkun
slagorðs er danski drykkjavöruframleiðandinn Carlsberg. Í
mörg ár hefur fyrirtækið notað slagorðið „Probably best
beer in the world“ fyrir sinn bjór, þar sem ekki má nota
efsta stigið í auglýsingum. Nýverið höfum við séð slagorðið
notað í skemmtilegum auglýsingum með danska stórleik-
aranum geðþekka Mads Mikkelsen. Sýnir árangur af stað-
festu fremur en að vera alltaf að reyna að poppa slagorðin
upp.
Bankarnir hafa ýmist stuðst við slagorð eða ekki. Þegar
Íslandsbanki varð til við sameiningu fjögurra banka 1990
kynnti hann slagorðið „Í takt við nýja tíma“. Gaf með því
fyrirheit og loforð til samfélagsins um nútímalega nálgun
við fjármálaþjónustu. Síðar kom slagorðið „Engir tveir eru
eins“, sem undirstrikaði áherslu bankans um að taka tillit
til aðstæðna og þarfa hvers og eins. Hin síðari ári hefur Ís-
landsbanki ekki notað fast slagorð heldur tengt skilaboð
frekar einstökum markaðsherferðum. Landsbankinn var
lengi vel með „Banki allra landsmanna“ eða frá miðjum ní-
unda áratuginum, en hefur farið svipaða leið og Íslands-
banki þ.e. tengt slagorð fremur við einstakar markaðs-
herferðir. Arion banki virðist síðustu misseri einbeita sér að
því að nota slagorðið „Fyrir framtíð-
ina“, sem er dauft bergmál af fyrsta
slagorði Íslandsbanka, með að vera í
takti við nýja tíma. Slagorðið er
stutt, hljómar vel, og er jákvætt. Í
því er hreyfing og uppbyggileg skila-
boð, ekki síst fyrir yngri við-
skiptavini.
Tvö skemmtileg dæmi um hversu sterk slagorð geta orð-
ið, má nefna annars vegar Arnold Schwarzenegger í mynd-
inni Terminator frá árinu 1984. Þar mælti Arnold hin
fleygu orð „I’ll be back“, sem upp frá því tengdust leik-
aranum órjúfanlegum böndum. Hefur Arnold reyndar
mælt þau í 15 kvikmyndum alls. Og hins vegar ekki ósvipuð
orð sem Jóhanna Sigurðardóttir mælti á flokksþingi Al-
þýðuflokksins 1994: „Minn tími mun koma“, þegar hún
hafði tapað í formannskjöri. Hafa þau tengst Jóhönnu alla
tíð síðan.
Sem nokkur gömul minnisstæð dæmi um slagorð má
nefna að um miðjan áttunda áratuginn fór Kaffibrennsla
Akureyrar að nota slagorðið „Það hressir Braga kaffið“,
sem festist í þjóðarvitundinni. Jákvætt og lýsandi slagorð,
sem ekki er reyndar notað lengur. Annað minnisstætt er
„Allt frá hatti oní skó, herradeild PÓ“. Það dró skemmti-
lega fram fjölbreytt vöruval og festi nafn verslunarinnar í
minni um leið. Vel gert.
Kjarni málsins er sá að vel ígrundað og sterkt slagorð
getur hjálpað mjög til við að festa stefnu og fókus fyr-
irtækis á markaði, og þar með styrkt vörumerkið og sam-
keppnisstöðu þess.
STJÓRNUN
Þórður Sverrisson,
sérfræðingur hjá Capacent
Er slagorðið að slá í gegn?
”
Kjarni málsins er sá að
vel ígrundað og sterkt
slagorð getur hjálpað
mjög til....
FORRITIÐ
Góð tungumálakunnátta getur kom-
ið fólki langt í atvinnulífinu. Svo er
það líka skemmtileg áskorun að
reyna að kynnast nýju máli og öðlast
um leið betri sýn á menningu og
samfélag annarra landa.
Þetta veit t.d. Mark Zuckerberg
sem tók sig til, eins og frægt er orð-
ið, og lærði kínversku samhliða því
að stjórna stærsta samfélagsmiðli
heims.
Þeir sem vilja ekki vera eftirbátar
Zuckerbergs á neinu sviði ættu að
skoða forritið Mandarin Hero, sem
hannað hefur verið til að aðstoða þá
sem vilja vera samræðuhæfir á máli
Xi Jinping, Jack Ma og Konfúsíusar.
Kínverskan er ekki létt mál að
læra. Bæði þarf að skilja framandi
ritmálið og líka læra rétt hljómfall
auk þess sem orðaforðinn er eins
ólíkur íslensku og hugsast getur.
Mandarion Hero reynir að létta
þetta mikla verk eins og frekast er
unnt, með spjöldum og æfingum sem
hjálpa til við að bæta jafnt og þétt í
þekkingarforðann.
Þeir sem halda sig við efnið ættu
að öðlast ágætis grunn í málinu, og
munu geta látið ljós sitt skína í
næstu viðskiptaferð til Kína, eða
þegar þeir eiga leið inn á veitinga-
stað í kínahverfi einhverrar stór-
borgarinnar. ai@mbl.is
Með ágætis tök á
kínverskunni í hvelli