Morgunblaðið - 23.08.2018, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2018FÓLK
Sumarið 2016 átti Heimir Her-
mannsson í mestu vandræðum með
að finna pípara. „Eftir að hafa eytt
mörgum klukkutímum í símanum
við að reyna að finna einhvern sem
gæti tekið minniháttar verk að sér
rann upp fyrir mér að það hlyti að
vera til léttari leið til að hafa uppi á
iðnaðarmanni.“
Heimir er stofnandi sprotans
MittVerk (www.mittverk.is) sem al-
menningur getur notað til að finna
fagmenn til að vinna hvers kyns
verkefni, bæði stór og smá. „Ég
byrjaði á að stofna Facebook-síðu
til þess eins að athuga hvort einhver
eftirspurn væri til staðar. Ég hélt
það myndi taka mig nokkrar vikur
að fá svarið, en á aðeins örfáum
dögum var síðan orðin mjög vinsæl
og ljóst að töluverð vöntun væri á
þjónustu af þessu tagi. Í framhald-
inu lokaði ég Facebook-síðunni og
hófst handa við að þróa MittVerk.“
Heimir ákvað strax í upphafi að
gera MittVerk að snjallsímaforriti,
þó þjónustan sé í dag einnig fáanleg
í gegnum snjallsímavæna vefsíðu.
„Með snjallsímaforriti auðveldum
við notendum að senda inn myndir
og teikningar sem hjálpa iðnaðar-
mönnum að átta sig á eðli og um-
fangi hvers verkefnis. Verkkaupar
gefa upp hvar á landinu þeir eru
staddir og hvaða sérhæfingu iðn-
aðarmaðurinn þarf að hafa, og teng-
ir forritið þá við fagmenn sem geta
tekið verkefnið að sér.“
Auk þess að létta leitina að iðn-
aðarmönnum vill Heimir að Mitt-
Verk virki eins og n.k. smurbók
heimilisins. „Það getur komið í góð-
ar þarfir, t.d. þegar selja á fasteign,
að hafa nákvæmar upplýsingar um
viðhaldssöguna, sjá hvað var gert
og hvenær og jafnvel hvaða efni
voru notuð.“
Einnig getur MittVerk boðið upp
á það sem Heimir kallar viðhald í
áskrift. „Talað er um það sem
þumalputtareglu að ár hvert þurfi
að ráðstafa sem nemur 1-2% af virði
fasteignar í viðhald og viðgerðir.
Með viðhaldi í áskrift fær við-
skiptavinurinn til sín fagmenn, með
gæðakerfið vottað af Mannvirkja-
stofnun, til að gera ástandsskoðun á
húsnæðinu. Þeir gera síðan við-
haldsáætlun og þjónustusamning,
s.s. til 12 eða jafnvel 60 mánaða, og
greiðir viðskiptavinurinn fyrir við-
haldsverkefnin með því að greiða
mánaðarlegt gjald.“
Jafnvægi framboðs
og eftirspurnar
Heimir segir MittVerk skapa
töluvert hagræði fyrir bæði iðn-
aðarmennina og þá sem þurfa á
þjónustu þeirra að halda. Fagmenn-
irnir geti oft sparað sér ferð á stað-
inn til að gera tilboð í verk enda
hafi þeir betri lýsingu til að styðjast
við, og kaupandinn eigi mun auð-
veldara með að finna mann í verkið.
MittVerk tekur ekki gjald fyrir
að vera milliliður í viðskiptunum
heldur fær tekjur með því að tengja
saman seljendur byggingavöru og
fólk í framkvæmdahugleiðingum.
„Þegar notendur setja inn beiðni
um verk geta þeir hakað við að fá
símtal frá verslun sem gerir þeim
tilboð í það efni sem þarf í verk-
efnið.“
Stærsti vandinn sem MittVerk
stendur frammi fyrir snýr að því að
hafa jafnvægi á framboði og eftir-
spurn. „Við höfum verið að bæta
hugbúnaðinn og þess vegna ekki
auglýst mikið undanfarna mánuði,
en þegar við auglýsum á stöðum
eins og Google fáum við strax fjölda
beiðna. Ef of fáir iðnaðarmenn nota
kerfið verða notendur fyrir von-
brigðum og þurfa að bíða lengi eftir
að komast að. Á meðan við hægðum
á í sumar söfnuðum við inn rösklega
200 iðnaðarmönnum og förum núna
af stað á ný með loforði um að not-
endur geti fengið fagmann til sín
innan tíu daga.“
Lofa iðnaðarmanni
innan tíu daga
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Sprotinn MittVerk hefur þróað þjónustu í appi og á netinu
sem léttir leitina að iðnaðarmanni. Gæta þarf að því, eftir
því sem umfangið eykst, að gott jafnvægi sé á fjölda
verkefnabeiðna og fjölda fagmanna sem nota kerfið.
Heimir byrjaði á að stofna Facebook-síðu til að sjá hvort eftirspurn væri eftir þjónustunni sem MittVerk veitir.
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Ný vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Sími 555 3100 www.donna.is
fyrir heimilið
VifturHitarar
LofthreinsitækiRakatæki
Í undirbúningi er stofnun félags
um einn af hæst dæmdu og
efnilegustu ungu stóðhestum landsins.
Ætlunin er að safna saman einstaklingum (eða fyrirtækjum) úr
viðskipta- og atvinnulífi til að taka þátt í nýstárlegu verkefni,
sem getur bæði orðið skemmtilegt, óvenjulegt og arðbært.
Ekki er verið að leita að fólki með sérstakan áhuga eða þekkingu
á hefðbundinni hestamennsku.
Hesturinn er verðlagður á 25 milljónir króna, og ætla ræktendur
að eiga áfram hlut í hestinum, en hlutir fyrir 20–24 milljónir króna
verði seldir núna, að lágmarki 500 þúsund hver hlutur.
Hesturinn er sem fyrr segir einn glæsilegasti og hæst dæmdi
graðhestur landsins úr röðum yngri stóðhesta. Hann hefur þegar
sannað sig í kynbótasýningum og í keppni. Ætlunin er hesturinn
verði á Íslandi næstu 3 árin og keppi og komi fram á ýmsum
viðburðum svo sem Landsmóti 2020 og á Íslandsmótum í
hestaíþróttum og víðar. Hann mun einnig sinna hryssum og er
áformað að tekjur af því geri meira en að greiða kostnað við
þjálfun hans og fóður. Síðan er stefnt að því að fara með hestinn á
Heimsmeistaramót íslenska hestsins sumarið 2021, en endanleg
ákvörðun þar um verður þó í höndum meirihluta eigenda.
Áætlað söluverð hestsins eftir Heimsmeistaramótið er 45 til 50
milljónir króna.
Efnt verður til viðburða og veisluhalda í kringum hestinn nokkrum
sinnum á ári, þar sem eigendum og gestum þeirra verður boðið.
Þetta á til dæmis við um það þegar hesturinn kemur inn til þjálf-
unar á haustin, þegar hann tekur þátt í sýningum og keppni og
þegar hann fer í sumarhaga að sinna hryssum. Eigendur geta nýtt
sér hestinn til að bjóða viðskiptavinum að fylgjast með og taka
þátt í óvenjulegu starfi, og þegar eru áætlanir um að hesturinn geti
nýst við markaðskynningar fyrir íslensk fyrirtæki í Bandaríkjunum
og Evrópu, þar á meðal í Rússlandi, þar sem íslenski hesturinn
hefur enn ekki numið land. Rússneskir auðkýfingar hafa sýnt
áhuga á þessu verkefni.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í ævintýrinu sendi
tölvupóst á netfangið gradhestur1079@gmail.com.
Öllum verður svarað og öllum er heitið trúnaði, og farið fram á að
slíkt gildi um alla aðila verkefnisins þar til annað verður ákveðið.
Graðhestur
Allt um sjávarútveg