Morgunblaðið - 23.08.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.08.2018, Blaðsíða 16
VIÐSKIPTA Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is. Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigurður Nordal fréttastjóri, sn@mbl.is. Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. VIÐSKIPTI Á MBL.IS WOW ekki eigandi flugvélanna Margrét nýr forstjóri Nova Hækka í verði eftir fréttir frá WOW Hækkun skatta sett út í leiguverðið Gætu tekið 300 milljarða högg Mest lesið í vikunni INNHERJI RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON SKOÐUN Max9-vélin gerir Primera Air kleift að fljúga í beinu flugi frá meginlandi Evrópu og yfir til Bandaríkjanna, en slíkt hefur hingað til ekki verið hægt í áætlunarflugi nema á breiðþotum. Alls mun félagið fá afhentar tíu vélar af þessari tegund á næsta ári. Andri Már Ingólfsson, forstjóri og eigandi Primera Air, segir að um tveggja ára þróunarverkefni hafi verið að ræða, unnið í nánu samstarfi við Boeing. Meðal þess sem gerir vél- inni kleift að fljúga jafn langt og raun ber vitni er viðbótar- eldsneytistankar. „Það er ekki bara búið að reikna nákvæmlega út með- alvind yfir allt árið heldur fyrir hvern einasta mánuð ársins, til að tryggja drægni vélarinnar. Hún getur flogið 4.000 sjómílur frá helstu höf- uðborgum Evrópu og yfir til New York, Boston og fleiri staða, með lægri tilkostnaði en hefur þekkst til þessa,“ segir Andri í samtali við Við- skiptaMoggann. Unnu þrotlaust að lausnum Um samstarfið við Boeing segir Andri að hann hafi lagt fram óskir um hvað vélin þyrfti að geta gert og menn hafi síðan ekki unnt sér hvíldar fyrr en búið hafi verið að finna lausn á málunum. „Það var til dæmis teymi frá Boeing í margar vikur í Riga í Lettlandi að vinna í þessu. Það var því gaman að sjá núna fyrstu vél- arnar renna af bandinu hjá Boeing.“ Í gær kynnti félagið beint flug frá Brussel til New York, Boston og Washington, og á næstu vikum mun félagið kynna fleiri nýjar flugleiðir á árinu 2019. Félagið er nú þegar með flug frá París og London, til New York, Boston, Washington, Toronto og Montreal. Vélin verður tilbúin í reynsluflug og prófanir hjá Boeing eftir 10 daga Fyrstir yfir hafið á Max9 Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Í apríl á næsta ári mun flug- félagið Primera Air taka í notkun Boeing Max9-ER (Extended Range) flugvél fyrst allra flugfélaga í heim- inum. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is StarfsendurhæfingarsjóðurinnVIRK hefur nú verið starf- ræktur í áratug. Á þeim tíma hafa 14.500 einstaklingar leitað þjónustu sjóðsins og í dag eru þeir 2.400 sem njóta stuðnings og þjónustu á þeim vettvangi. Markmið sjóðsins er að efla starfsgetu fólks í kjölfar veikinda og slysa og hefur þessi starsfemi aukið lífsgæði fólks til muna og dreg- ið úr nýgengi örorku sem annars hefði ekki verið flúið. Þessi sjóður er rekinn fyrir ið-gjaldagreiðslur af launum allra þeirra sem virkir eru á íslenskum vinnumarkaði. Starfsemin er hins vegar ekki á forræði ríkisins heldur er VIRK sjálfseignarstofnun sem stofnað var til af aðilum vinnumark- aðarins. Mér varð enn einu sinni hugsaðtil VIRK þegar fréttir bárust af því í vikunni að heilbrigðisyfirvöld þráuðust enn við og neituðu að greiða fyrir heilbrigðisþjónustu sem veitt er af einkaaðilum hér heima, á sama tíma og sjálfsagt þykir að veita fjár- muni í mun dýrari þjónustu sem veitt er utan landsteinanna. Virðist þar vera á ferðinni þrákelkni gegn einka- rekstri, þrákelkninnar vegna. Engin rök hníga að þeirri ráðstöfun mála. VIRK er sönnun þess að hægt erað veita framúrskarandi þjón- ustu utan hins hefðbundna ramma ríkisrekstrar. Það á ekki aðeins við í starfsendurhæfingarmálum heldur heilbrigðisþjónustu, menntamálum og margri annars konar þjónustu. Framtak sem virkar Í lok síðustu viku var greint frá þvíað Landsvirkjun hefði á fyrstu sex mánuðum ársins hagnast um 5,8 milljarða króna. Sé mið tekið af fyrri hluta árs í fyrra nemur hagnaðar- aukningin hvorki meira né minna en 37,3%. Aukningin er að sögn fyr- irtækisins fyrst og fremst komin til vegna aukinnar raforkusölu og hækkandi álverðs. Það gerist þrátt fyrir að Landsvirkjun hafi á síðustu árum dregið úr þeim áhrifum sem flöktandi álverð hefur á tekjur fyrir- tækisins. Skuldir fyrirtækisins hafa einnig lækkað frá áramótum um 5,3 milljarða króna og er það til marks um að efnahagur þess hefur styrkst jafnt og þétt á síðustu árum. Ef rétt verður haldið á málum mun Lands- virkjun innan fárra ára verða í stöðu til að skila eiganda sínum, íslenska ríkinu, gríðarlegum fjárhæðum í formi arðgreiðslna. Bjarni Bene- diktsson, fjármála- og efnahags- ráðherra, varpaði á sínum tíma fram þeirri skoðun að þessa fjármuni skyldi leggja í þar til gerðan Þjóð- arsjóð sem safnað yrði í til að mæta áföllum sem á ríkissjóði kynnu að dynja. Sitjandi ríkisstjórn hefur á stefnuskrá sinni að koma þessum sjóði á laggirnar. Nýjasta uppgjör Landsvirkjunarvarpar ljósi á hversu mikil- vægt fyrirtækið er. Ekki aðeins fyrir ríkissjóð heldur þjóðfélagið í heild. Sú raforkuframleiðsla sem fyrir- tækið stendur í er forsenda fyrir þúsundum starfa, vítt og breitt um landið, og þegar tillit er tekið til þeirra afleiddu starfa sem af umsvif- unum spretta verða áhrif fyrirtæk- isins síst ofmetin. Þeir sem sífellt agnúast út í starf-semi Landsvirkjunar og talað hafa niður hverja stórframkvæmd- ina á fætur annarri, sem fyrirtækið byggir tilvist sína á, mættu staldra við og hugleiða hvaða áhrif það hefði haft ef þeirra hugmyndir, en ekki hinar, hefðu orðið ofan á og ekkert hefði verið virkjað. Mjólkurkýr sem margir vildu ólmir slátrað hafa Útlit er fyrir einstakt kampavínsár í Frakk- landi þar sem veðurfar hefur verið hagstætt fyrir vínframleiðendur. Einstakt kampavínsár 1 2 3 4 5 SETTU STARFSFÓLKIÐ Í BESTA SÆTIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.