Morgunblaðið - 30.08.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.08.2018, Blaðsíða 1
NÝTÆKIFÆRIMEÐÓDÝRARITÆKNI Bugatti gengur enn lengra með nýjum Divo. 4 Unnið í samvinnu við Controlant framleiðir hitaskynjara sem geta sent upplýsingar í rauntíma nánast hvaðan í heiminum sem er. 14 VIÐSKIPTA Vala Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Framtíðarinn- ar, segir mikil tækifæri skapast á fjármálamarkaði með breyttum þörfum og ódýrari tækn VAKTARMATOGLYF i. FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2018 Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í. Úrvalsvísitalan EUR/ISK 1.900 1.800 1.700 1.600 1.500 1.400 1.3.‘18 1.3.‘18 29.8.‘18 29.8.‘18 1.783,59 1.594,79 130 125 120 115 110 123,55 124,75 Edinborg hyggst skattleggja ferðamenn fyrst borga á Bret- landseyjum vegna hömlu- lausrar fjölgunar þeirra í borginni. Leggja skatt á ferðamenn 10 Erlendir knattspyrnumenn í ensku úrvalsdeildinni leita nú leiða til að verja sig gegn mögulegum afleið- ingum Brexit. Leikmenn í vörn gegn veiku pundi 11 Hafnar mögulegri bótaábyrgð stjórnenda Í fordæmalausri tilkynningu sem Ice- landair Group sendi frá sér á mánu- dag er greint frá því að skipulags- breytingar sem ráðist var í á fyrri hluta árs 2017 á vettvangi fyrir- tækisins hafi valdið „félaginu fjár- hagslegu tjóni á þessu ári“. Segir Björgólfur Jóhannsson í tilkynning- unni að þær séu teknar á sinni vakt og að hann beri ábyrgð gagnvart stjórn og hluthöfum á þeim. „Þó að vissulega sé búið að taka á fyrrnefndum vandamálum þá er það ábyrgðarhluti að hafa ekki fylgt breytingunum eftir með fullnægjandi hætti og brugðist fyrr við. Þá ábyrgð tel ég rétt að axla og læt því að störf- um sem forstjóri félagsins,“ segir Björgólfur í tilkynningunni. Lögfræðingar sem Viðskipta- Mogginn hefur rætt við frá því að til- kynningin var send út segja fáheyrt að forsvarsmenn fyrirtækja gangi fram fyrir skjöldu og lýsi sig ábyrga fyrir fjárhagstjóni sem fyrirtæki þeirra hafi orðið fyrir. Bent hefur verið á að í hlutafélagalögum nr. 2/ 1995 segi: „stofnendur, stjórnar- menn, framkvæmdastjórar og endur- skoðendur og skoðunarmenn hluta- félags, svo og matsmenn og rannsóknarmenn, eru skyldir að bæta hlutafélagi það tjón, er þeir hafa valdið félaginu í störfum sínum, hvort sem er af ásetningi eða gáleysi.“ Spurður út í hvort mögulega hafi stofnast til bótaábyrgðar hans eða annarra stjórnenda félagsins segir Björgólfur að fráleitt sé að halda því fram að hún sé til staðar. „Það er einfaldlega þannig að stjórnendur taka ákvarðanir og hafa það hlutverk. Sumar þeirra ganga upp, aðrar ekki. Ef menn væru bóta- skyldir vegna ákvarðana sem ekki skila tilætluðum árangri þá væri það mjög undarlegt.“ Leggja sjálfir mat á tjónið Það sem einnig vekur athygli í fyrrnefndri afkomuviðvörun Ice- landair frá því á mánudag er að þar leggur fráfarandi forstjóri beint mat á það fjárhagslega tjón sem ákvarð- anir stjórnenda félagsins leiddu til. „Það er mat okkar að lækkun far- þegatekna Icelandair sem rekja megi til fyrrgreindra breytinga séu á bilinu 5-8% (50-80 milljónir USD) á ársgrundvelli.“ Það jafngildir 5,3- 8,5 milljörðum íslenskra króna. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Björgólfur Jóhannsson, fráfarandi forstjóri Ice- landair Group, hafnar því að stjórnendur félagsins hafi bakað sér bótaábyrgð með ákvörðunum sem leiddu til fjárhagstjóns fyrir- tækisins. Morgunblaðið/Hari Björgólfur Jóhannsson, fráfarandi forstjóri, og Bogi Nils Bogason, fjár- málastjóri félagsins, kynna uppgjör fyrri árshelmings 1. ágúst síðastliðinn. 8 Það gæti dregið úr sjálfstæði Seðla- bankans að útvíkka starfssvið hans, meðal annars með því að færa verk- efni úr Fjármálaeftirlitinu til hans. Þetta er mat Jóns Daníelssonar, prófessors í hagfræði og fjármálum við London School of Economics. Jón segir að í Seðlabankanum eigi peningastefnan að ráða. Ef verk- efnum fjölgi, til dæmis ef banka- eftirlit færi líka inn í bankann, þá geti peningastefnan farið að hafa áhrif á mikilvæga ákvarðanatöku um eftirlitið, sem gæti verið skaðleg fyrir samfélagið. Jón segir að ein ástæðan fyrir því að ekki sé gott að fjölga verkefnum Seðlabankans sé að bæði bankaeft- irlit og þjóðhagsvarúðarstefna sé miklu pólitískari í eðli sínu en pen- ingastefnan. „Með því að flytja svona hluti inn í Seðlabankann er dregið úr sjálfstæði hans og mögu- leika hans á að framfylgja virkri peningastefnu.“ Drægi úr sjálfstæði bankans Morgunblaðið/Ómar Nefnd lagði fyrr í sumar til flutning verkefna frá FME til Seðlabankans. Peningastefnan á að ráða í Seðlabankanum að mati Jóns Daníelssonar. 7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.