Morgunblaðið - 30.08.2018, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 30.08.2018, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2018FRÉTTIR Mesta lækkun Mesta hækkun VIKAN Á MÖRKUÐUM AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn) ICEAIR -xxx% -15,98 HEIMA +1,75% 1,16 S&P 500 NASDAQ +1,90% 8.096,698 +1,33% 2.912,78 +0,00% 7.563,21 FTSE 100 NIKKEI 225 1.3.‘18 1.3.‘1829.8.‘18 29.8.‘18 1.800 802.400 2.146,85 2.153,50 Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær. 76,58 +1,09% 22.848,22 BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu) 63,83 60 Stór svissneskur úraframleiðandi, Luminox, hefur gert samning við Slysavarnafélagið Landsbjörg til nokkurra ára um framleiðslu úra sem bera merki samtakanna. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fyrirtækið gengur til samstarfs af þessu tagi en það hefur m.a. unnið að önnun úra með hinni rómuðu sérsveit banda- ríska sjóhersins, Navy SEALs, flug- vélaframleiðandanum Lockheed Martin Corporation, bandarísku strandgæslunni, bandaríska flug- hernum, landsliði Bandaríkjanna í bobsleðaakstri og svissneska þyrlu- framleiðandanum Heliswiss. Fyrstu úrin koma úr fram- leiðslu um miðjan september og verður dreift í verslanir um all- an heim. Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Lands- bjargar, segir samninginn kærkominn af ýmsum ástæð- um. „Þetta verkefni vekur að sjálfsögðu jákvæða athygli á störfum okkar og þá tryggir þetta okkur einnig umtalsverða fjármuni sem skipta okkur að sjálfsögðu sköpum.“ Jón Svanberg segir að Luminox hafi leitað til samtakanna í gegnum al- þjóðleg samtök sem þau séu aðilar að. „Þeir voru að leita að björgunar- aðila sem væri í meiri tengslum við al- menning en þeir björgunaraðilar sem byggja á herþjónustu og slíku. Þannig komumst við á radarinn hjá þeim. Þá þótti það ekki skemma fyrir að við sinnum björgun á öllum stöðum, allt frá hafsbotni til hæstu fjalla, og við erum jafnvel með fallhlífa- björgunarsveit.“ Jón Svanberg segir að sam- starfið milli félagins og Luminox verði formlega kynnt í tengslum við ráð- stefnuna Björgun í október næstkomandi. Hann segir úrin, sem í fyrstu atrennu verða framleidd í þremur útgáfum, hönnuð í samstarfi Landsbjargar og Luminox. „Þetta eru flott úr sem þola mjög krefjandi aðstæður. Það verður hægt að lesa á úrið í algjöru myrkri. Þá vísar hönnunin með ákveðnum hætti til starfs okkar. Fyrstu útgáfurnar verða helgaðar björgun á landi og vísarnir eru í laginu eins og karabín- ur. Þá bera úrin merki okkar, bæði á skífunni og bakskífu.“ Mikill metnaður hefur verið lagður í hönnunina og á næsta ári má gera ráð fyrir nýjum útfærslum sem líkast til verða helgaðar sjóbjörgun. Eitt hinna nýju úra er hins vegar til- einkað 90 ára afmæli Slysavarna- félagsins sem haldið var upp á 29. janúar síðastliðinn. Það úr verður hins vegar framleitt í takmörkuðu magni og tölusett, 900 eintökum. Dreifingaraðilar úranna á Íslandi eru verslanirnar Galleria Reykjavik á Skólavörðustíg og Leonard í Kringl- unni. Að sögn dreifingaraðilans munu úrin kosta um 50 þúsund krón- ur. Svissneskt úr með merki Landsbjargar Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Úraframleiðandinn Lumi- nox hefur gert samning við Slysavarnafélagið Lands- björg um framleiðslu arm- bandsúra sem bera merki félagsins. Samningurinn færir samtökunum umtals- verða fjármuni. Ljósmynd/Sigurður Ólafur Sigurðsson Björgunarsveitirnar verða mjög sýnilegar í markaðsefni Luminox. Afmælisútgáfan er aðeins framleidd í 900 eintökum. PENINGAMÁL Greiningardeildir Arion banka og Íslandsbanka voru samhljóða um að miðað við undanfarnar yfirlýsingar hefði harðari tónn hefði verið sleg- inn í yfirlýsingu peningastefnu- nefndar frá því í gær þegar kemur að næstu vaxtaákvarðanatökum. Tilkynnt var í gær að peninga- stefnunefnd hefði ákveðið að halda vöxtum óbreyttum og verða megin- vextir Seðlabankans því áfram 4,25%. Í máli Þórarins G. Péturs- sonar, aðalhagfræðings Seðlabanka Íslands, á kynningu í Seðlabank- anum kom fram að eftir nánast sam- fellda lækkun um nokkurra ára skeið hefðu langtímaverðbólguvænt- ingar hækkað. Eru vísbendingar um að þær hafi farið eitthvað yfir við- mið, en langtímaverðbólguvænt- ingar markaðsaðila mælast nú 2,8-3%. Ítrekaði nefndin í því sam- hengi að hún hefði „bæði vilja og þau tæki sem þarf til að halda verðbólgu við markmið til lengri tíma litið“. Greiningardeild Arion banka telur að peningastefnunefnd hafi með þessu „otað vaxtaspjótinu í átt að verðbólguvæntingum til lengri tíma“. Fram kemur í greiningu Ís- landsbanka að eftir hlutlausa leið- sögn undanfarin misseri hallist framvirk leiðsögn nú fremur til hækkunar vaxta fremur en hitt. Seg- ir þar að þróun verðbólguvæntinga á komandi mánuðum verði vænt- anlega lykilatriði fyrir síðustu vaxta- ákvarðanir ársins. peturhreins@mbl.is Vaxtaspjótinu otað að verðbólguvæntingum Morgunblaðið/Ómar Harðari tónn var sleginn í gær hjá peningastefnunefnd Seðlabankans. ÁRSREIKNINGAR Skil á ársreikningum fyrirtækja vegna reikningsársins 2017 hafa ver- ið með góðu móti í ár samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra. Lögum samkvæmt ber fyrirtækjum að senda ársreikningaskrá ríkis- skattstjóra árlega ársreikninga sína til opinberrar birtingar auk þess sem ársreikningur þarf að fylgja skatt- framtali þeirra. 53% fyrirtækja hafa skilað Rúmlega 53% fyrirtækja hafa skil- að inn ársreikningum í ár en á sama tíma í fyrra voru um 38% fyrirtækja búin að skila. Á síðasta ári var heild- arhlutfall fyrirtækja sem skiluðu inn ársreikningum 88% fyrir og eftir skilafrest. Frestur til skila á ársreikningum er í síðasta lagi átta mánuðum eftir að reikningsári lýkur. Þó er heimilt að skila ársreikningi innan skila- frests skattframtala þegar ársreikn- ingar félaga eru byggðir á þeim og er því skilafrestur til ársreikningaskrár í síðasta lagi 10. september. 600 þús- und króna sekt liggur við því að skila ekki inn ársreikningi á réttum tíma, óháð stærð fyrirtækja. Fyrirtæki sem skila ársreikningi innan við mánuði eftir skilafrest fá sektina lækkaða um 90%. Sé skilað inn árs- reikningi innan tveggja mánaða lækkar sektin um 60% og um 40% innan þriggja mánaða. Sektir strax eftir frest Aðspurð um þetta góða gengi segir Jónína Jónasdóttir, sviðsstjóri skráa- sviðs hjá ríkisskattstjóra, að það stafi af nokkrum ástæðum. „Ég held að það skýrist að hluta til af sektunum. Gerð var lagabreyting sem gilti varðandi ársreikninga rekstrarársins 2016. Þar voru ákvæði um sektir sem við beittum strax að loknum skilafresti. Í eldri lögum voru ákvæði um lægri sektir sem var beitt seinna á árinu.Til dæmis var ekki byrjað að beita sektum fyrr en um áramót vegna reikningsársins 2015. Í núgildandi lögum eru einnig ákvæði um slit félaga sem við munum huga að á fyrrihluta næsta árs. Og svo er það þessi leið þar sem félög geta skilað ársreikningi sem búinn er til út úr skattframtalinu. Þó að það sé ekki nema þriðjungur af þeim sem er búinn að skila sem nýtir sér þá leið þá munar líka um það,“ segir Jónína. peturhreins@mbl.is Skil á ársreikningum með góðu móti Morgunblaðið/Arnaldur Skil á ársreikningum eru lengra á veg komin heldur en í fyrra.SVEIGJANLEGOGLIPUR INNHEIMTUÞJÓNUSTA Hafðu samband, við leysum málin með þér! Laugavegur 182, 105 Rvk. | Sími: 510 7700 | momentum@momentum.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.