Morgunblaðið - 30.08.2018, Side 6
Morgunblaðið/Golli
Frauðplastumbúðir hafa þjónað sínu hlutverki vel, en þær hafa þann ókost
að vera plássfrekar og henta illa til endurvinnslu. Mynd úr safni.
Ekki hefur farið framhjá neinum
sú mikla vitundarvakning sem orð-
ið hefur meðal neytenda á und-
anförnum misserum um mikilvægi
þess að draga úr plastmengun.
Fyrirtæki um allan heim hafa
reynt að bregðast við með því ým-
ist að minnka notkun plastumbúða
og -pakkninga ellegar nota plast
sem auðvelt er að endurvinna eða
farga með öruggum hætti.
Jón Þór Ágústsson er sölumaður
hjá Samhentum umbúðalausnum
og segist hann verða var við að ís-
lensk sjávarútvegsfyrirtæki vilji
leggja sitt af mörkum í baráttunni
við plastið. Hann segir ýmsar leið-
ir færar til að draga töluvert úr
plastnotkun og um leið hafa já-
kvæða áhrif t.d. á kolefnisfótspor
fyrirtækja.
Lokar inni þunnt lag af lofti
Meðal þess sem Jón Þór ráð-
leggur útflytjendum sjávarafurða
að skoða er að skipta frauð-
plastkössunum út fyrir kassa úr
sk. bylgjuplasti. „Um er að ræða
umbúðir úr 100% endurvinnanlegu
polypropylene plasti sem hægt er
t.d. að nota sem hráefni í alls kyns
aðrar plastvörur, allt frá hurðalist-
um á bílum yfir í lyklaborð fyrir
tölvur,“ segir hann. „Bylgjuplastið
virkar svipað og tvöfalt rúðugler
en við framleiðsluna er þunnt lag
af lofti lokað inn á milli plastþynna
sem skapar þar með hitaein-
angrun.“
Ekki aðeins helst fiskurinn kald-
ur heldur má líka koma meira
magni fyrir á hverju bretti og í
hverjum gámi. „Bylgjuplastkass-
arnir eru með þynnri veggi sem
þýðir að stafla má fleiri pakkn-
ingum á hvert bretti og þannig
hægt að rúma frá 20% til 40%
meira magn af fiski í hitastýrðum
flutningsgámi. Það skilar sér síðan
í lækkuðum flutningskostnaði á
hvert selt kíló, færri ferðum flutn-
ingabíla og minnkaðri eldsneytis-
notkun.“
Með þetta til hliðsjónar virðist
engin afsökun fyrir því lengur að
flytja út fisk í frauðplastpakkn-
ingum. „Bylgjuplast ætti að duga í
meirihluta tilvika en fiskútflytj-
endur hafa sumir haft á orði við
mig að þeir óttist að kaupendurnir
úti séu ekki tilbúnir fyrir þessar
breytingar. Ég held að þess háttar
áhyggjur eigi ekki lengur við og
kaupendur sjávarafurða bæði í
Evrópu og Norður-Ameríku séu
beinlínis farnir að kalla eftir um-
hverfisvænni lausnum. Á sumum
stöðum er meira að segja búið að
banna frauðplast, eða þá að bann
er í undirbúningi.“
Gætu skipt frauðplasti út fyrir bylgjuplast
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Með því að nota annars
konar umbúðir getur sjávar-
útvegurinn lagt sitt af mörk-
um til að minnka plast-
mengun. Með kössum úr
bylgjuplasti rúmast meira
magn af fiski á hverju bretti.
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Jón Þór segir mælingar sýna að umbúðir úr endurvinnanlegu bylgjuplasti henti vel til flutninga á fiski þegar notaðir
eru hitastýrðir gámar. Þá eru pakkningarnar þunnar svo meiri fiskur rúmast í á hverju bretti og í hverjum gámi.
Að sögn Jóns Þórs hefur bylgju-
plast ýmsa kosti fram yfir frauð-
plast. Þannig sé t.d. illgerlegt eða
ómögulegt að endurvinna frauð-
plast og þá taki frauðplastið mun
meira pláss í flutningum, í vöru-
húsum og í ruslagámum. „Ef við
tökum sem dæmi kassa sem rúma
5 kg af sjávarafurðum þá gætum
við sett 2.400 samanbrotna bylgju-
plastkassa á fimm vörubrettum en
sambærilegur fjöldi frauðplast-
kassa af sömu stærð myndi þurfa
á bilinu 16-17 bretti. Í einum 40
feta gámi er pláss fyrir 25.000 ein-
ingar af kössum úr bylgjuplasti en
ekki hægt að koma fyrir meira en í
mesta lagi 4.400 frauðplastköss-
um.“
Sannreynt með rannsóknum
Bylgjuplastkassarnir eru afhent-
ir flatir og hægt að reisa þá við
með handafli eða með sérstökum
vélum. Segir Jón Þór að bylgju-
plastið hafi fullnægjandi einangr-
unargetu fyrir flutninga jafnt í
lofti, á láði og legi. „Við gerðum á
sínum tíma rannsókn í samvinnu
við Matís þar sem gerðar voru
prófanir við útflutning á regnboga-
silungi sem pakkað var á Flateyri
og sendur til Póllands. Eftir um
viku flutningstíma voru tekin sýni
og fékk fiskurinn toppeinkunn.
Þess má geta að hitasíritar voru
með sendingunni sem staðfestu
einangrunargildi kassanna.“
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2018SJÁVARÚTVEGUR
Miðhrauni 13 - Garðabæ - Sími 555-6444 - www.maras.is
YANMAR
Aðalvélar
9 - 6200 hö.
Mynd: Landhelgisgæslan
Jón Þór segir gott að fyrirtæki séu
meðvituð um mikilvægi þess að
draga úr plastnotkun, en hann
minnir á að það verði að skoða
heildarmyndina og gæta þess að
breyta ekki vali á efnum og um-
búðum þannig að skapi nýjan
vanda annars staðar. „Fólk ætti
að kynna sér allt framleiðsluferlið
til að sjá hvort umhverfisvænar
lausnir eru eins góðar og fram-
leiðendur lofa. Sem dæmi þá hafa
pokar úr maíssterkju vakið verð-
skuldaða athygli sem valkostur í
stað plastpoka, en þá verður að
hafa hugfast að til að framleiða
pokana þarf að rækta maís, og á
sumum stöðum í heiminum er
ræktarlandið rutt með því að fella
kolefnisbindandi skóga.“
Fyrirtæki geta líka gert fleira en
að breyta umbúðavali. Nefnir Jón
Þór að það að draga úr notkun
einnota drykkjarmála og borð-
búnaði úr plasti geti verið gott
skref. „Verslanir gætu líka boðið
viðskiptavinum upp á þann val-
kost að fá t.d. flak úr fiskborði
pakkað inn í box sem fólk kemur
með að heiman, eða vafið fisk-
inum inn í vaxpappír og dagblað
eins og gert var í gamla daga
frekar en að setja hann í pla-
stöskju sem síðan er vafið inn í
plastfilmu.“
Vill sjá vaxpappír
aftur í fiskbúðum