Morgunblaðið - 30.08.2018, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 30.08.2018, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2018 7ATVINNULÍF Frá 1940 www.velasalan.is Sími 520 0000, Dugguvogi 4 , 104 Reykjavík 445c Bátur Kerra F30Hp Mercury utanborðsmótor. Stjórntæki Rafstart Bensíntankur fullur af bensíni Frí heimsending hvert á land sem er Bátur með hnakk & beisli Leggðu árar í bát og fáðu þér einn með öllu Utanborðsmótorar 30Hpf TILBOÐ* 1.990.000 kr. með vsk. fullt verð 2.320.873 kr með vsk. Allt að 90% fjármögnun í boði *Tilboðið gildir á meðan birgðir endast. Þú sparar 330.000 kr. Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Jón Daníelsson, prófessor í hagfræði og fjármálum við London School of Economics, segir í samtali við Við- skiptaMoggann að Íslendingar séu langt á eftir öðrum þjóðum þegar kemur að endurskoðun stofnanaum- hverfisins eftir fjármálahrunið 2008. Hann er ekki sáttur við mögulega færslu verkefna frá Fjármálaeftirlit- inu yfir til Seðla- bankans, eins og lagt er til í skýrslu nefndar um ramma pen- ingastefnu, sem skilaði niður- stöðum sínum snemmsumars. „Mér finnst það algjörlega afleit hugmynd að ætla að færa svona mikið af völdum til Seðlabankans. Ef þú ert með marga mismunandi hluti í sömu ríkisstofnuninni, þá vitum við aldrei hver af stefnunum er sú sem er ráð- andi,“ segir Jón. Í tillögum nefndarinnar segir orð- rétt: „Seðlabanki Íslands skal vera einn ábyrgðaraðili fyrir þjóðhags- varúð og eindarvarúð, og hafa yfir- umsjón með greiningu, ákvörðun og beitingu allra þjóðhagsvarúðar- tækja.“ Jafnframt segir þar að ábyrgðin færist þannig frá Fjármálaeftirlitinu yfir til Seðlabankans, og verkaskipt- ing verði skýrari milli þessara tveggja stofnana. Vægi fjármála- stöðugleika mun við breytinguna aukast í starfsemi Seðlabankans. Fjármálaeftirlitið mun áfram gegna hlutverki eftirlitsaðila á markaði. Ekki gengið og tuggið tyggjó Jón segir að í Seðlabankanum eigi peningastefnan að ráða, og ef verk- efnum fjölgar, til dæmis ef banka- eftirlit færi líka inn í bankann, þá geti peningastefnan farið að hafa áhrif á mikilvæga ákvarðanatöku um eft- irlitið, sem gæti verið skaðleg fyrir samfélagið. „Ríkisstofnanir eiga alltaf erfitt með að gera fleiri en einn hlut í einu. Þær geta ekki gengið og tuggið tyggjó á sama tíma. Það er betra að setja upp margar ríkisstofnanir en sameina mörg hlutverk í færri stofn- unum. Með því verður eðlileg sam- keppni á milli stofnana, og þær leysa úr deilumálum á eðlilegan hátt. Ef stofnanir eru fleiri heyrast líka mis- munandi sjónarmið sem leiðir al- mennt til betri ákvarðanatöku.“ Þá bendir Jón á að miklu meiri lík- ur séu á hneykslis- eða álitamálum í bankaeftirlitinu en í peningastefn- unni. „Ef það gerist dregur það úr trúverðugleika peningastefnunnar.“ Jón segir að þriðja ástæðan fyrir því að ekki sé gott að fjölga verk- efnum Seðlabankans, sé sú að bæði bankaeftirlit og þjóðhagsvarúðar- stefna sé miklu pólitískari í eðli sínu, en peningastefnan. „Þú ert að hafa bein áhrif á líf einstaklinga í sam- félaginu. Viltu að einhver embætt- ismaður hafi yfirumsjón með því, eða viltu að lýðræðislega kjörnir fulltrúar geri það,“ segir Jón með vísun í sjálf- stæði Seðlabankans. „Með því að flytja svona hluti inn í Seðlabankann ertu að draga úr sjálf- stæði hans og möguleika hans á að framfylgja virkri peningastefnu.“ Berskjaldaður fyrir gagnrýni Jóni hugnast illa að verið sé að grafa undan hlutverki Fjármálaeft- irlitsins. „Ég hef engar sérstakar taugar til FME, en ég er á móti þessu því að þetta grefur undan pen- ingastefnunni. Það er aðalmálið. Enn- fremur verður bankinn berskjaldaðri fyrir gagnrýni, og honum verður gert erfiðara fyrir að útskýra hvað hann er að gera og réttlæta sínar ákvarðanir. Lendingin verður alltaf sú að þú flyt- ur meiri völd til ríkisstjórnarinnar, á sama tíma og Seðlabankinn þarf að vera sjálfstæður.“ Jón segir að Íslendingar séu langt á eftir öðrum þjóðum í þessari vinnu eins og fyrr sagði. „Önnur lönd eru löngu búin að fara í gegnum þessa umræðu, og lendingin hefur yfirleitt verið að fara varlega í þá átt sem þessi nefnd leggur til. Þetta er því dá- lítið gamaldags hugsun.“ Í tillögunum er einnig rætt um að Seðlabankinn skuli stuðla að aukinni fræðslu um peningastefnuna, jafnvel til grunnskólabarna. Jón telur að þarna sé um sýndargagnsæi að ræða – of flókið sé að skýra peningastefn- una í stuttu máli. Ekki of mikið gagnsæi Þá segir Jón að allar hugmyndir nefndarinnar um aukið gagnsæi við ákvarðanatöku peningastefnu- nefndar, til dæmis með opinberri birtingu atkvæða nefndarmanna við vaxtaákvörðun, séu ekki til bóta. „Ef þú ferð að láta nefnd eins og peninga- stefnunefnd verða of gagnsæja þá byrja ákvarðanir að vera teknar fyrir fundinn sjálfan. Með auknu gagnsæi dregurðu úr vilja nefndarmanna til að vilja ræða saman.“ Jón er einn af 28 fyrirlesurum á al- þjóðlegri ráðstefnu sem haldin er í Háskóla Íslands í dag og á morgun í tilefni af því að 10 ár eru síðan banka- hrunið varð hér á landi; The 2008 Global Financial Crisis in Retrospect. Erindi Jóns heitir „Financial Policy after the Crisis“. „Ég mun ræða m.a. um þjóðhags- varúðarkerfi, en vandamálið við ákvarðanatökur sem leiða til fjár- málahruns, er að það líða 5-10 ár á milli ákvarðana og atburðarins sjálfs. Stjórntækin bregðast því við á röng- um tíma.“ Jón segir að jafnan sé það þannig að þegar áhætta mælist minnst í hag- kerfinu, taki fólk mesta áhættu, og öf- ugt. Þjóðhagsvarúðarstjórntæki virki því ekki eins vel og menn halda. „Þau grípa yfirleitt inn á röngum tíma, og geta magnað upp sveifluna í stað þess að draga úr henni.“ Íslendingar á eftir öðrum þjóðum Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Jóni Daníelssyni hugnast illa ef verkefnum Seðla- bankans verður fjölgað á kostnað Fjármálaeftirlitsins og telur það geta dregið úr sjálfstæði bankans og möguleika á að framfylgja virkri peningastefnu. Morgunblaðið/Ómar Jón segir að í Seðlabankanum eigi peningastefnan að ráða og varhugavert sé að færa verkefni þangað frá FME. Jón Daníelsson „Ég held að það sé ekki hægt að líkja með neinum hætti saman því sem var að gerast á sama tíma fyrir 10 árum og núna,“ segir Jón Daníelsson spurður að því hvort að erfiðleikar í rekstri íslensku flugfélaganna og ferðaþjónustunnar gætu valdið efnahagshruni líkt og árið 2008. „Það er vissulega áhætta sem kemur af þessum geirum, en ef illa fer gæti það hugsanlega leitt til þess að það hægðist á hagvexti eða það myndi verða smá samdráttur í efnahagslífinu. Það myndi hinsvegar ekki búa til hrun eins og við upplifðum árið 2008. Það er ekkert sambærilegt.“ Ástandið núna ekki sambærilegt við árið 2008 Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.