Morgunblaðið - 30.08.2018, Síða 8

Morgunblaðið - 30.08.2018, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2018FRÉTTASKÝRING Á vormánuðum kölluðu starfsmenn Arctica Fin- ance á viðskiptavini og kynntu þeim hugmyndir sínar um raunvirði bréfa Icelandair Group. Um það leyti dansaði gengi bréfanna í kringum 12,5 og hafði þá lækkað gríðarlega frá hæsta punkti árið 2016 þegar gengið stóð í tæplega 39. Mörg- um þótti nóg um og töldu að botninum hlyti að vera náð. Greining Arctica-manna var á aðra lund og á grundvelli samanburðar við önnur flugfélög í Evrópu töldu þeir nærri lagi að bréf félagsins gengju kaupum og sölu á genginu 8 eða jafnvel 6. ViðskiptaMogginn hafði spurnir af þessum vangaveltum og flutti af því frétt þann 17. maí. Fékk blaðið bágt fyrir og ljóst var að forsvars- menn Icelandair voru allt annað en sáttir við af- stöðu Arctica og ekki þóttu það góð vinnubrögð af blaðamanni að birta frétt af „verðmatinu“. Í dag er hægt að selja bréf í Icelandair Gro- up á genginu 7 eða um ríflega 18% af því sem hægt var að fá fyrir bréfin í lok apríl 2016. Starfsmenn Arctica Finance höfðu á réttu að standa og gera má ráð fyrir einhverjir við- skiptavina þeirra séu þakklátir fyrir fundina sem kallað var til í vor. Mistök urðu að einhverju marki ljós í maí Björgólfur Jóhannsson sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að breytingar á leiðakerfi félagsins sem ráðist var í um nýliðin áramót hefðu ekki skilað árangri og þá hefði eftirfylgni við lokun söluskrifstofa félagsins erlendis ekki gengið sem skyldi. Þannig hefði aukin áhersla á stafræna tengingu við viðskiptavini orðið til þess að félagið missti viðskiptavini sem bóka ferðir með félaginu með beinum hætti, maður á mann. „Þessar breytingar eru á mína ábyrgð og eft- ir á að hyggja reyndust þær rangar, ekki síst þegar litið er til eftirfylgninnar. Þetta hefur verið að koma í ljós að undanförnu og í maí síð- astliðnum var ég farinn að hafa áhyggjur af því að þetta hefði ekki lukkast hjá okkur. En við gripum þá þegar til aðgerða sem ég held að sé ein af forsendum þess að rekstur félagsins mun haldast sterkur.“ En þessar sviptingar eru til marks um þær gríðarlegu sviptingar sem orðið geta í flug- rekstri, enda örfá misseri síðan Icelandair var á fljúgandi siglingu og stóð nærri því hlutskipti að teljast verðmætasta fyrirtækið sem skráð er á markað hér á landi. Nú er Marel nærri 8 sinnum verðmætara en Icelandair. HB Grandi er 23 milljörðum verðmætari, Hagar 18 millj- örðum og Eimskipafélagið 8 milljörðum. Stórir eigendur í Icelandair Group hafa séð á bak gríðarlegum verðmætum sem í mörgum til- vikum höfðu verið eignfærðar í bókum þeirra. Það á ekki síst við um lífeyrissjóðina íslensku. Stærstur þeirra og ein mikilvægasta kjölfest- an í eigendahópnum, Lífeyrissjóður verslunar- manna (Úlfar Steindórsson stjórnarformaður situr fyrir hönd sjóðsins í stjórninni og sat í stjórn lífeyrissjóðsins þegar hann var kosinn í stjórn fyrirtækisins), hefur þurft að færa eign sína í fyrirtækinu verulega niður. Í árslok 2016 mat sjóðurinn 14,7% eign sína í því á tæpa 17 milljarða króna. Verði gengi þess á svipuðum slóðum um áramót og nú, verður sá hlutur bók- færður á 5,3 milljarða og felur það í sér rýrnun upp á 11,7 milljarða á tveimur árum. Endurteknar afkomuviðvaranir Að sögn Björgólfs Jóhannssonar, fráfarandi forstjóra Icelandair, reyndist árið 2015 hið besta í sögu félagsins. „Það gekk allt upp á þessum tíma og ytri þættir voru verulega hagfelldir. Það á ekki síst við um olíuverðið sem stóð í stað og þá lækkuðu ekki fargjöldin eins og við höfðum búist við. Þess vegna sendum við frá okkur afkomuviðvar- anir þegar neikvæðir áhrifaþættir, sem við gerðum ráð fyrir að kæmu fram, urðu ekki að veruleika.“ Og hið góða gengi félagsins birtist í hækk- andi hlutabréfaverði. Eins og áður sagði var það í apríl 2016 sem bréfin stóðu í hæstu hæð- um en verðið gaf þó eftir á síðari hluta ársins og um áramót var það á svipuðum slóðum og í árslok 2015. En þá kom höggið sem virtist koma mörgum í opna skjöldu. Þann fyrsta febrúar 2017 sendi Icelandair frá sér tilkynningu. Hún hafði að geyma upplýsingar um að uppgjör fjórða árs- fjórðungs 2016 yrði kynnt viku síðar. En þá var einnig bent á að „að undanförnu hefur orðið breyting á bókunarflæði Icelandair til hins verra“. Var bent á að bókanir væru hægari og að meðalfargjöld á mörkuðum hefðu lækkað umfram spár. Þá var einnig nefnt í tilkynning- unni að óvissa í alþjóðastjórnmálum kynni að hafa áhrif á eftirspurn, gjaldmiðlar hefðu þróast á óhagstæðan hátt, olíuverð hækkað og verkfall í sjávarútvegi hefði einnig neikvæð áhrif á fraktflutninga fyrirtækisins. Það var þó talin huggun harmi gegn að „horfur í hótelstarfsemi 2007 2008 2009 2010 2011 2012 Gengi hlutabréfa Icelandair Group Árlegur heildarfjöldi ferðamanna til Íslands, þúsundir 673 566489494502485 40 30 20 10 0 Þróun hlutabréfaverðs Icelandair Group frá ársbyrjun 2007 og fjöldi ferðamanna 14. desember 2007 Tilkynnt um að Björgólfur Jóhanns- son sé ráðinn forstjóri Icelandair Group í stað Jóns Karls Ólafssonar. 2008 Flugfl oti félagsins telur 10 Boeing 757-200 vélar og eina 757-300 vél. Tíu árum síðar voru 757 vélarnar orðnar 24. Þá eru nú í fl otanum fjórar Boeing 767-300 breiðþotur. Þá er félagið að taka í notkun nýjar 737MAX vélar. Ein er nú þegar í notkun og sex nýjar bætast í fl otann á fyrri hluta næsta árs. 2010 Í kjölfar fjárhagslegrar endurskipulagningar verða Framtakssjóður Íslands og Íslandsbanki stærstu hluthafar félagsins með rífl ega 56% hlut. Þá eignuðust LSR og Lífeyrissjóður verslunarmanna samtals fi mmtán prósenta hlut í félaginu við endurskipulagninguna. Sú hlutdeild átti eftir að hækka. Maí 2009 Íslandsbanki leysir til sín 42% hlut í Icelandair vegna skuldauppgjörs. Fyrir átti bankinn 5% í félaginu. Skilanefnd gamla Landsbankans leysir til sín 24% hlut í Icelandair sem áður var í eigu Langfl ugs hf. 13. febrúar 2013 Ic elandair og Boein 16 Boeing 737 MAX slíkum vélum til viðb anna á þeim tíma na Mistök stjórnenda ollu milljarða tjóni Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Skjótt skipast veður í lofti. Fyrir nokkrum misserum fór Icelandair svo með himinskautum að allt virtist ganga upp í rekstri fyrirtækisins. Það hefur gegnt lykilhlutverki við uppbyggingu ferðaþjónustunnar sem nú er stærsti at- vinnuvegur þjóðarinnar. Nýtt óskabarn var orðið til. Nú er staðan önnur og snúnari. Forstjórinn horfinn frá stýrinu og markaðurinn hefur misst trúna á félaginu sem fjárfestingarkosti. Eftir sitja fjárfestar, m.a. lífeyrissjóðir, með sárt ennið. Björgólfur Jóhannsson segist axla ábyrgð á stöðunni og að mistök sem gerð hafi verið á hans vakt hafi kostað félagið gríðarlega fjármuni. Hann er hins vegar sannfærður um að sterkur efnahagur félagsins og aðgerðir sem nú þegar hafi verið gripið til muni sigla félaginu út úr öldurótinu á komandi tímum. Björgólfur Jóhannsson stýrði Icelandair Group í rú stæður og þær eru einnig krefjandi aðstæðurnar s

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.