Morgunblaðið - 30.08.2018, Síða 9

Morgunblaðið - 30.08.2018, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2018 9FRÉTTASKÝRING Icelandair Group“ voru taldar góðar. Þessi tíðindi ollu mikilli verðlækkun á bréfum félagsins og þurrkaðist nærri fjórðungur mark- aðsverðmætis þess upp eins og hendi væri veif- að í kjölfar tilkynningarinnar. Ólíkt því sem oft gerist eftir mikið fall af þessu tagi hækkuðu bréfin ekki í kjölfarið heldur gáfu enn frekar eftir. Sjónir beinast einnig að stöðu WOW air Árið 2017 leið að mestu tíðindalítið þegar litið er yfir hlutabréfaverð Icelandair. Það var þó talið jákvætt merki á markaðnum þegar fyrir- tækið sendi frá sér jákvæða afkomuviðvörun í lok október. Þá var EBITDA-spá félagsins hækkuð úr 150-160 milljónum dollara í 165-175 milljónir dollara. Náðu bréfin þá hæsta gildi sínu frá fallinu í byrjun febrúar. Spáin reyndist nærri lagi. Félagið skilaði ríf- reyndin er sú að við endurskoðun rekstrarspár okkar samhliða uppgjöri júlímánaðar var staðan þessi,“ segir Björgólfur. Næstu skref á vettvangi félagsins Nú hefur Bogi Nils Bogason, fjármálastjóri Icelandair, tekið tímabundið við stöðu forstjóra. Eitt af hans fyrstu verkefnum hlýtur að vera að yfirfara og betrumbæta þau spálíkön sem félag- ið notast við í áætlanagerð sinni. Það liggur reyndar fyrir samkvæmt afkomuviðvöruninni á mánudag. Þar er einfaldlega viðurkennt að spálíkön „sem meðal annars byggja á sögulegri þróun“ hafi ekki „virkað sem skyldi“. En stjórn félagsins hefur einnig það vanda- sama verkefni fyrir höndum að velja félaginu nýjan forstjóra. Hvert andrými stjórnarinnar til þess verks verður mun koma fljótt í ljós. Bréf félagsins hækkuðu hins vegar um 1,43% í við- skiptum gærdagsins og stóðu í genginu 7,1 við lok dags. Lánaskilmálar og fleiri mál til skoðunar Í gær flutti Morgunblaðið frétt af því að skil- málar í stóru skuldabréfaútboði Icelandair frá árinu 2016, sem upphaflega hljóðaði upp á 150 milljónir dollara, en var síðar stækkað, kynnu að komast í uppnám ef ný EBITDA spá félags- ins gengi eftir. Þannig er í skilmálum útgáf- unnar tiltekið að vaxtaberandi skuldir félagsins megi á engu reikningstímabili fara yfir hlut- fallið 3,5. Gangi spár eftir og verði við neðri mörk útgefinnar EBITDA-áætlunar, þ.e. upp á 80 milljónir dollara, verður hlutfallið hins vegar 4,29 við lok árs, nema skuldir félagsins lækki talsvert. Í samtali við Morgunblaðið benti Bogi Nils á að félagið geti gert breytingar á efnahag sínum, ekki síst vegna sterkrar lausafjárstöðu en þá eigi félagið einnig mikið magn óveðsettra eigna. Á sama tíma gerir markaðurinn sér grein fyrir að miklar fjárfestingar eru fram- undan á vettvangi félagsins, ekki síst í tengslum við kaup þess á 16 nýjum Boeing 737MAX vélum sem teknar verða í notkun í skrefum á komandi árum. Á sama tíma er félagið með afar verðmætar eignir í sölu- meðferð, það á við um hótelreksturinn sem teygir sig um land allt. Með haustinu er búist við að það ferli fari í gang með formlegum hætti en undirbúningur að því hefur staðið um alllangt skeið. Hvernig brugðist verður við stöð- unni sem upp getur komið í tengslum við skuldabréfaflokkinn, verði EBITDA félagsins á fyrrnefndum slóðum, bíður hins vegar vænt- anlega nýs forstjóra og þess teymis sem hann mun raða í kringum sig. voru komin á svipaðar slóðir og árið 2013. Til samanburðar flutti Icelandair tæplega 2,3 millj- ónir farþega árið 2013 en í ár er búist við að fjöldinn verði vel yfir 4 milljónir. Fjárfestar höfðu lítinn tíma til að jafna sig. Sléttum 50 dögum eftir hina neikvæðu afkomu- spá reið annað högg yfir markaðinn. Nýjustu áætlanir Icelandair sýndu að EBITDA- horfurnar fyrir árið voru í raun mun verri en tilkynnt var um í fyrri hluta júlímánaðar. Þegar tölurnar voru dregnar saman og bornar fyrir stjórn Icelandair tilkynnti Björgólfur Jóhanns- son einnig um uppsögn sína. Hans væri ábyrgð- in á því „fjárhaglega tjóni“ sem ákvarðanir sem teknar voru á hans vakt leiddu til. Í tilkynningu frá félaginu sem send var út í formi afkomu- viðvörunar var bent á að tekjutap félagsins sem rekja mætti beint til þeirra breytinga sem stjórnendur félagsins ákváðu að ráðast í myndu kosta félagið 5-8% á ársgrundvelli, jafnvirði 5,3- 8,5 milljarða króna. Nú var semsagt komið annað hljóð í strokk- inn. Vissulega var bent á að vonir stjórnenda, sem endurómuðu afkomutilkynninguna frá 7. júlí um hækkandi meðalfargjöld virtust ekki ætla að ganga eftir. Þá er án undanbragða bent á að fyrrnefndar breytingar sem ráðist var í á skipulagi félagsins, bæði hvað varðar leiða- kerfisskipulagið og söluskrifstofur á erlendri grundu, séu nú orsökin fyrir milljarða tekju- samdrætti hjá félaginu. Það sem haldið var fram 50 dögum fyrr, þess efnis að skipulags- breytingarnar „hefðu að mestu gengið vel“, stóðst ekki skoðun. En það vekur einnig athygli að þrátt fyrir þær áhyggjur sem forstjóri fé- lagsins hafði af þeim ákvörðunum sem þarna um ræðir, allt frá maímánuði, komu þær ekki fram í tilkynningu til Kauphallarinnar þann 7. júlí. Þær urðu ekki opinberar fyrr en nú í byrj- un vikunnar Afar skammur tími reyndist milli afkomu- viðvarananna tveggja sem sendu bréf félagsins í nær lóðréttu falli niður á það gengi sem fjár- festar höfðu síðast átt að venjast árið 2012 í til- felli Icelandair. Spurður út í af hverju félagið hafi ekki fært afkomuspána enn frekar niður í júlí segir Björgólfur að þetta sé til marks um hversu kvikur markaðurinn sé. „Hlutirnir gerast einfaldlega mjög hratt. Við skulum líka gera okkur grein fyrir því að við erum ekki að draga upp þessar tölur eftir til- finningunni einni saman heldur byggir þetta líka á reiknilíkönum sem skoða söguleg gögn, horfur og þróun til skamms tíma en einnig til lengri tíma litið. Við verðum að styðjast við þessar tölur í áætlanagerð okkar og stað- lega 170 milljónum dollara EBITDA yfir árið. En um leið og uppgjör Icelandair lá fyrir beind- ust sjónir markaðarins að hinu skjótt vaxandi WOW air sem sífellt gerði sig sýnilegra á flug- hlöðum Keflavíkurflugvallar. Félagið er ekki skráð á markað en hefur þó á síðustu árum birt ársfjórðungslega tilkynningar um afkomu sína. Þegar líða tók á árið 2018 tók markaðinn og ekki síður fjölmiðla að lengja eftir uppgjöri fé- lagsins, bæði fyrir fyrra ár og einnig fyrsta og annan ársfjórðung. Þá varð ljóst að forsvars- menn WOW air hygðust ekki birta þessar upp- lýsingar fyrr en í fulla hnefana og þegar það var gert, var um fremur takmarkaðar upplýs- ingar að ræða. Þau vinnubrögð gáfu tilefni til að draga þá ályktun að reksturinn hefði ekki geng- ið jafn vel og þegar uppgjörstölum var haldið stíft að fjölmiðlum. Ljóst var að vandi Ice- landair var síst einangraður. Sömu sögu var að segja frá útlöndum. Um langt skeið hefur staða Norwegian verið talin veik og það vakti einnig mikla athygli þegar Air Berlin liðaðist í sundur í árslok 2017. Skammt stórra högga í milli Þegar ferðaþjónustan er á yfirsnúningi í júlí berast að nýju fréttir frá Icelandair. Félagið tilkynnir í formi afkomuviðvörunar að EBITDA spáin fyrir árið sé lækkuð úr 170-190 milljónum dollara í 120-140 milljónir. Líkt og í ársbyrjun 2017 er bent á að margar samverkandi ástæður séu fyrir lækkuninni. Meðalfargjöld séu ekki að hækka, flugáætlun hafi raskast vikurnar á undan vegna seink- unar á innleiðingu nýrra flugvéla, veðurfar og fleira. Þá er bent á að tekjur hafi „tap- ast.“ Einnig er ítrekað að olíuverð hafi hækk- að gríðarlega, töluverðar afbókanir hafi verið hjá hópum í gegnum Iceland Travel, eitt af dótturfélögum Icelandair Group, og þá hafi mikil framboðsaukning á „nokkrum lyk- ilmörkuðum félagsins haft áhrif á verðþróun yfir háönn“. Þá hafi verið „fjárfesting í nýj- um áfangastöðum“ en „bókanir fara hægar af stað á þessum stöðum en gert var ráð fyrir“. Í sömu tilkynningu ítrekar forstjóri félagsins þó að „þær miklu skipulagsbreytingar sem félagið hefur gengið í gegnum undanfarið ár hafa að mestu gengið vel og gripið hefur ver- ið til fjölmargra aðgerða í rekstrinum til að styrkja það til framtíðar“. Fimmtíu dagar milli válegra tíðinda Enn á ný virtist markaðurinn ekki búinn undir vond tíðindi af stærsta ferðaþjónustufyr- irtæki landsins. Bréf félagsins féllu um 25% og 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2.225 1.792 1.289 999 807 40 30 Í árslok 2015 Félagið fl ytur tæplega 3,1 milljón farþega og fjölgaði þeim um 18% milli ára. 15. nóvember 2017 Stjórn Icelandair Group ákveður að segja upp Birki Hólm Guðnasyni framkvæmdastjóra Icelandair. Skipulagsbreytingar eru gerðar á fé- laginu og Björgólfur Jóhannsson tekur við þeim verkefnum sem áður voru á herðum Birkis. 27. ágúst 2018 50 dögum eftir afkomuviðvörunina í júlí er tilkynnt um að horfurnar séu enn dekkri en áður var talið. Félagið tekur enn aðra dýfuna í Kauphöll í kjölfarið. Björgólfur segir starfi sínu lausu og leit að eftirmanni hans hefst um leið. g ganga frá samningi um kaup á X fl ugvélum ásamt kauprétti á átta bótar. Heildarverðmæti viðskipt- am 1,6 milljörðum Bandaríkjadala. Maí 2015 Icelandair tekur í notkun tvær breiðþotur af gerðinni Boeing 767-300. Samhliða því er tilkynnt að félagið hafi keypt tvær slíkar vélar til viðbótar. Eru það langstærstu farþegavélar sem félagið hefur notast við í áætlunarfl ugi sínu. Vorið 2018 Fjármálafyrirtæk- ið Arctica Fin- ance dregur upp mynd af verð- mæti Icelandair sem ekki fellur í kramið hjá stjórn- endum fl ugfé- lagsins. Þremur mánuðum síðar rætist sú sviðs- mynd sem dregin var upp af hálfu Arctica Finance. Í árslok 2014 Icelandair skilar hagnaði upp á 68 milljónir dollara, jafnvirði 7,2 milljarða króna. Ári síðar jókst hagnaðurinn hins vegar um 67% og nam 111,2 milljónum dollara, jafnvirði 11,8 milljarða króna. 1. febrúar 2017 Félagið sendir frá sér svarta afkomuviðvörun og færir niður EBITDA spá ársins. Markað- urinn bregst illa við fréttunum og lækkunarhrina hefst sem enn virðist standa yfi r. 8. júlí 2018 Icelandair sendir frá sér nýja afkomuviðvörun þar sem enn virðist syrta í álinn hjá félaginu. Enn bregst markaðurinn illa við og gríðarleg verðmæti þurrkast upp í Kauphöll. Morgunblaðið/Eggert úm tíu ár. Hann tók við félaginu við krefjandi að- sem nú bíða nýs forstjóra félagsins að kljást við.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.