Morgunblaðið - 30.08.2018, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2018FRÉTTIR
HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is
exton™ heyrnartækin opna nýjar leiðir í samskiptum
g auka lífsgæðin. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu
g fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu.
Við hjálpum þér
að bæta lífsgæðin
R
o
o
©The Financial Times Limited 2014. Öll réttindi áskilin. Ekki til endurdreifingar, afritunar eða endurritunar með neinum hætti. Öll ábyrgð á þýðingum er Morgunblaðsins og mun Financial Times ekki gangast við ábyrgð á þeim.
Af síðum
Svæðið í kringum Grassmarket í
Edinborg var hér áður fyrr alræmt
fyrir ómenningu og hnignun, en
Sean Bradley, sem hefur búið í
hverfinu um langt skeið, segir að ná-
grannar þessa sögufræga torgs
standi núna frammi fyrir enn stærra
vandamáli: ferðamennsku.
Vaxandi straumur ferðamanna og
mikil aukning í framboði hótela, far-
fuglaheimila og gistingar í heima-
húsum hafa valdið því að lífið í þessu
millistéttarhverfi er orðið „óbæri-
legt“ að sögn Bradley, sem þar hef-
ur búið í meira en fjóra áratugi.
„Grassmarket hafði vissulega á
sér ákveðið orðspor, en það var
meiri glaðværð yfir samfélaginu í þá
daga,“ segir hann. „Núna er þetta
samfélag nærri horfið“.
Urgur fólks eins og Bradley er
núna orðinn að pólitísku hitamáli í
höfuðborg Skotlands. Á undan-
förnum mánuðum hafa borgar-
yfirvöld lagt til að innleiddar verði
strangari reglur en áður hafa tíðkast
um skammtímaleigu íbúðar-
húsnæðis og þau vilja að „ferða-
mannaskattur“ verði lagður á, í
fyrsta skipti í sögu Bretlands. Verði
tillögurnar að veruleika gæti Edin-
borg orðið fyrirmynd annarra
breskra borga sem eiga í vandræð-
um með að bregðast við fjölgun
ferðamanna.
Strangari leyfisveiting
Fyrr í mánuðinum samþykktu
borgarfulltrúar tillögu þess efnis að
skylda húseigendur til að sækja um
leyfi ef þeir vilja leigja út íbúðar-
húsnæði til skamms tíma, svo sem í
gegnum vefsíður eins og Airbnb.
Fasteign sem leigð er út í meira en
45 daga á ári þarf að vera með leyfi,
sem gefur borgaryfirvöldum heimild
til þess að framkvæma öryggis-
úttektir, ákvarða hvers konar eignir
má leigja út og setja hámark á fjölda
þeirra.
Þessar reglur ganga lengra en til-
lögur Airbnb um að takmarka út-
leigu á íbúðarhúsnæði í Edinborg
við 90 daga á ári, til viðbótar við há-
annatímann að sumri þegar hátíðir
eru haldnar í borginni. Fyrirtækið
setti á sams konar takmarkanir í
London í fyrra.
Leigusalar eru í uppnámi vegna
fyrirætlana stjórnvalda og halda því
fram að borgaryfirvöld noti þegar
núgildandi reglur til þess að gera
þeim erfitt fyrir.
Samtökin Association of Scot-
land‘s Self Caterers segja að ekkert
sýni fram á þörf fyrir „harkalegt og
hamlandi leyfisveitingakerfi.“
En stuðningsmenn tillagnanna
segja að ör vöxtur skammtímaleigu,
sér í lagi í hinu sögufræga Old
Town-svæði og í 18. og 19. aldar
byggðinni New Town sem er
skammt þar frá, valdi því að grípa
þurfi til aðgerða tafarlaust.
Eins og að eiga heima á hóteli
Tölur frá fasteignaráðgjafar-
fyrirtækinu Colliers International
sýna að á Airbnb vefsíðunni einni
fjölgaði bókunum íbúða og her-
bergja í Edinborg um 70% árið 2017
og töldu þær samtals 1,1 milljón
gistinætur, 20% af gistimarkaði
borgarinnar.
Fasteignafélagið Rettie hefur
áætlað að á undanförnum fjórum ár-
um hafi um það bil 10% af hefð-
bundnum leiguíbúðum í einkaeigu
færst frá langtímaleigu yfir í
skammtímaleigu til ferðamanna.
Margir vilja tengja þessa þróun við
þá skörpu hækkun sem orðið hefur á
fasteignaverði, sem bolað hefur í
burtu íbúum með langtíma búsetu.
„Við getum einfaldlega ekki leyft
samfélögum okkar að verða holuð að
innan með þessum hætti,“ sagði
Kate Campbell, borgarfulltrúi SNP,
Skoska þjóðernisflokksins, í Edin-
borg fyrr í mánuðinum.
Margir borgarbúar segja að út-
leiga til ferðamanna sé líka að grafa
undan lífsgæðum þeirra, sér í lagi í
hefðbundnum fjölbýlishúsum borg-
arinnar þar sem stigagangur er
sameiginlegur, og veggir og gólf eru
aldagömul.
Samuel Piacentini, einn af stjórn-
endum íbúasamtaka Old Town, segir
að af tólf íbúðum á stigangi hans séu
aðeins tvær eftir þar sem fólk hefur
fasta búsetu.
„Þetta er eins og að vera var-
anlega búsettur á hóteli,“ segir
hann. „Það kom upp atvik þar sem í
tveggja manna íbúð reyndust vera
sex manns, standandi fyrir gleðskap
og gubbandi á stigaganginum.“
Piacentini segir að Edinborg þurfi
að endurskoða hvernig borgin hefur
leyft ferðaþjónustunni að vaxa
hömlulaust til þessa, í nafni þess að
örva hagkerfið. Borgin áætlar að
hótelherbergjum muni fjölga um
1.960 á tímabilinu frá 2017 til 2020.
Þarf blessun þingsins
Adam McVey, borgarfulltrúi
Skoska þjóðernisfloksins og forseti
borgarstjórnar, staðhæfir að borgin
„ráði vel“ við innstreymi ferða-
manna og að ímynd borgarinnar
sem „óreiðukennd og listræn þunga-
miðja heimsins“ að sumri til beri að
fagna.
En McVey styður áætlanir um að
borgin verði sú fyrsta í Bretlandi til
að leggja sérstakan skatt á ferða-
menn, og verður hann í formi gjalda
á hótel, farfuglaheimili og skamm-
tímaleigur til ferðamanna.
Samkvæmt útreikningum sem
gerðir hafa verið fyrir borgarstjórn-
ina myndi gjald upp á eitt pund á
hverja gistinótt afla borgarsjóði 11
milljóna punda á ári, en það fjár-
magn mætti m.a. nota til að bæta
innviði og draga úr vandamálum
tengdum sorphirðu og mannsöfnuði.
Meirihlutinn í borgarstjórn, sem
myndaður er af fulltrúum SNP og
Verkamannaflokksins, hefur skellt
skollaeyrum við kvörtunum hótel-
geirans, sem þarf nú þegar að borga
hlutfallslega háan virðisaukaskatt
og ýmis önnur opinber gjöld.
„Í Edinborg er bæði verð og nýt-
ing gistirýmis með því hæsta sem
gerist í Bretlandi ... [hótelstarfsemi]
hefur heldur betur notið góðs af
ferðamannahagkerfinu,“ segir
McVey.
Og Airbnb segir: „Við viljum að
reglur gildi um starfsemi okkar ...
og við munum með glöðu geði styðja
þá hugmynd að taka upp
ferðamannaskatt.“
En ef hugmyndir McVey eiga að
verða að veruleika þarf skoska þing-
ið að veita blessun sína, og að svo
stöddu virðast ráðherrar SNP ekki
sérlega áhugasamir.
Fiona Hyslop, ferðamálaráðherra,
segir að það sé „ekkert vit“ í ferða-
mannaskatti, og hún hefur opin-
berlega lýst efasemdum sínum um
að McVey takist að leggja nýja
skattinn á á næsta ári.
Fleiri bæir líta til Edinborgar
En bæjar- og borgarstjórnir ann-
ars staðar í Skotlandi hafa stutt
kröfur Edinborgar um að fá að
skattleggja ferðamenn. Ef SNP
stendur í vegi fyrir þessari kröfu
gæti það orðið til þess að ýta frekar
undir það orðspor sem fer af flokkn-
um, að hann vilji þjappa valdi á einn
stað frekar en að dreifa því á sveit-
arstjórnir.
Adam Wilkinson, sem stýrir varð-
veislusamtökunum Edinburgh
World Heritage, segir að það sé
brýnt að bregðast við áhyggjum
íbúa svo að takast megi að varðveita
einkenni og aðdráttarafl höfuð-
borgar Skotlands til frambúðar.
„Það sem er gott fyrir heimamenn
er líka gott fyrir gesti, en það sem
kemur gestum vel er ekki endilega
að gagnast heimamönnum,“ segir
Wilkinson. „Án fólksins sem býr í
borginni verður Edinborg bara
leikmynd.“
Ferðamenn þrengja að Edinborgarbúum
Eftir Mure Dicke í Edinborg
Edinborg hyggst skatt-
leggja ferðamenn, fyrst
borga á Bretlandseyjum,
en margir íbúar eru orðnir
þreyttir á hömlulausum
vexti í fjölda ferðamanna
sem þeir segja að skaði
samfélagið og ýti fast-
eignaverði í hæstu hæðir.
AFP
Bókunum íbúða í Edinborg á Airbnb fjölgaði um 70% á síðasta ári og námu þær 20% af gistimarkaði borgarinnar.