Morgunblaðið - 30.08.2018, Page 11

Morgunblaðið - 30.08.2018, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2018 11FRÉTTIR Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | sala@postdreifing.is | postdreifing.is FJÖLPÓSTUR SEM VIRKAR *könnun Zenter apríl 2016. 61% landsmanna lesa fjölpóst 70% kvenna lesa fjölpóst 58% neytenda taka eftir tilboðum á vöru og þjónustu í gegnum fjölpóst* Dreifum sex daga vikunnar inn á 80.000 heimili MARKHÓPURINN ÞINN BÍÐUR EFTIR TILBOÐI FRÁ ÞÉR Hafðu samband og við gerum þér tilboð í þá þjónustu sem þér hentar Af síðum Skyndilega er Elon Musk aftur hugfang- inn af hlutabréfamarkaðnum. Á föstu- dagskvöld staðfesti forstjóri Tesla hið óhjákvæmilega, að hann væri hættur við fyrirætlanir sínar um að afskrá fyrir- tækið. Fjárfestar höfðu þegar fundið það á sér að þetta myndi gerast. Frá 7. ágúst síðast- liðnum, þegar Musk tilkynnti að hann hefði „tryggt fjármögnun“ afskrán- ingar fyrir 420 dali á hlut, hefur hlutabréfaverð Tesla lækkað niður í hér um bil 320 dali, sem er til marks um litla trú á getu forstjórans til að klára viðskiptin. Í bloggfærslu sem hann birti síðla föstudags í síðustu viku játaði hann að það fyrirkomulag sem hann hafði í huga, sem myndi gera núver- andi hluthöfum kleift að halda hlutabréfum sínum, væri einfaldlega of flók- ið til að hægt væri að hrinda því í framkvæmd. Þó að skrípaleikurinn undanfarnar þrjár vikur hafi verið áhugaverður fyrir þá sem ekki eiga hagsmuna að gæta, þá ættu hluthafar Tesla að vera öskuillir. Uppátæki Musks, og þá sérstaklega á samfélagsmiðlum, hæfa ekki yfirmanni almenningshlutafélags, sér í lagi félags sem glímir við eins miklar áskoranir í rekstrinum. Vilji Musk afskrá Tesla, þá er það fullkomlega eðlileg afstaða. Stað- reyndin er sú að 55 milljarða dala markaðsvirði fyrirtækisins byggist á því að á komandi áratug komi rafmagnsbílar til með að taka til sín stóran skerf af bílamarkaðinum. Í því samhengi skipta ársfjórðungslegar sveiflur í framleiðslu og afkomu ekki miklu máli (svo lengi sem fyrirtækið getur staðið í skilum með vaxtagreiðslur). En þegar Musk greindi frá hugmyndinni gaf hann í skyn að bæði sam- komulag og fyrirkomulag lægju fyrir. En í raun hafði hann ekki einu sinni fengið ráðgjafa sér til aðstoðar. Hann skrifaði á föstudag að afskráning myndi „kosta meiri tíma og trufl- anir en vænst var í byrjun“ og hann tók það fram um leið, að í raun væri engin fær leið fyrir núverandi hluthafa að vera áfram í eigendahópi Tesla eftir afskráningu. Musk hefur orðið valdur að truflun og útsett sjálfan sig ekki einungis fyrir opinberri rannsókn, heldur einnig lögsóknum fjárfesta. Afskráð Tesla sem væri í eigu fárra, stórra fagfjárfesta með skýrar kröf- ur um arðsemi, hefði þýtt að svigrúm Musk til að stýra fyrirtækinu og vera talsmaður þess hefði verið enn frekar sett undir smásjá. Sem stendur er það verkefni hins vegar í höndum óháðra stjórnarmanna sem virðast sýna því lítinn áhuga að reyna að hafa hemil á forstjóranum. Tesla bætti við tveimur nýjum sjálfstæðum stjórnarmönnum á síðasta ári, eftir að málsókn hluthafa vegna kaupanna á Solar City endaði með því að dómstóll úrskurðaði að stjórnin, sem hefur það hlutverk að gæta hags- muna almennra hluthafa, sýndi Musk allt of mikla tilslökun. Stjórnin er enn of eftirlátssöm. Tesla kann að verða áfram á hlutabréfamarkaði en strangara eftirlit með forstjóranum er hins vegar brýnt. LEX AFP Tesla: Í sömu hjólförum Erlendir leikmenn í ensku úrvals- deildinni leita nú leiða til að verja margra milljóna punda launa- greiðslur sínar gegn mögulegum af- leiðingum Brexit með því að kaupa tryggingar gegn veikingu pundsins. Rétt eins og bestu ensku knatt- spyrnuliðin hafa hugað að því hvernig útganga Bretlands úr Evr- ópusambandinu gæti haft áhrif á getu þeirra til að ráða til sín leik- menn, þá hafa erlendar fótbolta- stjörnur gripið til sinna ráða vegna hugsanlegrar veikingar pundsins gagnvart evrunni. Auknar varnir eftir Brexit Argentex, sem sérhæfir sig í gjaldeyrisviðskiptum fyrir íþrótta- markaðinn, segir að eftir Brexit at- kvæðagreiðsluna hafi orðið 43% veltuaukning á kaupum á trygg- ingum gegn gengissveiflum hjá við- skiptavinum fyrirtækisins á sviði íþrótta. Argentex, sem státar af við- skiptavinum á borð við knatt- spyrnuliðið Manchester City sem og ensku og velsku krikketsamböndin, leyfir bæði einstaklingum og fé- lögum að festa gengi gjaldmiðla nokkra mánuði fram í tímann, gegn þóknun sem nemur um 1-3% af fjár- hæðinni sem varin er. Fyrirtækið segir að frá árinu 2006 hafi viðskiptavinir félagsins, þar á meðal knattspyrnumenn og íþróttafélög, varið jafnvirði meira en 100 milljóna dala með gjaldeyr- isvörnum. „Í ensku úrvalsdeildinni eru leik- menn frá 65 löndum og um 70% leikmanna eru erlendir ríkisborg- arar. Það er hærra hlutfall en í nokkurri annarri deild í íþrótta- heiminum,“ segir Jon Goss, yf- irmaður viðskiptatengsla hjá Arg- entex. Hann segir að með svona fjöl- breytilegan hóp þá væri gengis- trygging notuð sem „varnarkerfi“ og að leikmenn „sendi þau laun sem þeir fá greidd í sterlingspundum áfram til fjölda landa, auk þess sem þeir kaupa eignir og lausamuni er- lendis“. Félögin með erlendar tekjur Gengi pundsins hefur lækkað um 14% gagnvart evrunni frá því Brex- it-kosningin fór fram, en lækkunin kom þó að mestu fram á fyrstu mánuðunum eftir þjóðaratkvæða- greiðsluna. Á undanförnum þremur mánuðum hefur pundið þó veikst um 3% til viðbótar. Stjórnendur stærstu ensku knatt- spyrnuliðana segjast markvisst tryggja sig gagnvart gengissveiflum en félögin fá greitt í evrum fyrir leiki í Evrópukeppnum og í banda- ríkjadölum fyrir samninga við er- lenda styrktaraðila. En fyrir smærri liðin sem fá minni tekjur er- lendis frá hefur veiking pundsins þrengt að fjárhagnum. Greiða ekki laun í evrum Á síðasta ári tilkynnti Manchest- er United, heimsins ríkasta íþrótta- félag mælt í tekjum, að nýir erlend- ir leikmenn væru farnir að biðja um að fá launin sín greidd í evrum frek- ar en pundum. En félagið hefur hafnað slíkum beiðnum, því það hef- ur ekki nægilega mikið af evrum til- tækar. „Margir evrópskir leikmenn vilja fá launin sín í evrum, og það er að vissu leyti skiljanlegt. En við erum fyrirtæki sem er rekið í pundum [og] því geta stundum fylgt áskor- anir,“ var haft eftir Cliff Baty, fjár- málastjóra Manchester Unit- ed, á þeim tíma. Knattspyrnumenn verj- ast veikingu pundsins Eftir Murad Ahmed Í ensku úrvalsdeildinni eru 70% leikmanna er- lendir ríkisborgarar. Þeir fá digrar greiðslur í sterl- ingspundum og hafa því áhyggjur af áhrifum Brex- it á gengi pundsins gagn- vart sínum heimamyntum. AFP Manchester United segir nýja erlenda leikmenn farna að biðja um að fá launin sín greidd í evrum frekar en pundum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.