Þróttur - 01.01.1918, Side 3

Þróttur - 01.01.1918, Side 3
ÞROTTUR ÚTGEFANDI: ÍÞRÓTTAFÉLAG REYKJAVÍKUR 1. ár Reykjavík 1. janúar 1918 1. tbl. Þr óttur. Þetta blað er kallað Þróttnr vegna þess, að það á að ræða um þau mál- efni, sem helzt eru líkleg til að skapa þrótt í þjóðinni. Þróttur þjóðarinnar er kominn undir þrótti einstaklinganna, en þróttur hvers einstaklings er kominn undir honum sjálfum. Það er undir mönnum sjálfum komið, hvort þeir eru líkamlegir amlóðar eður eigi. Þetta blað á að stuðla að því að bægja mönn um frá kyrkingsskap og vesalmensku Bágt er að rétta það tré sem bogið er vaxið Þjóðin, eins og hún er^nú, er sem stórt bogið tré sem margar hendur þarf til að rétta, því að það er langt síðan það tók að bogna. JHend- urnar, sem geta rétt það, eru þær, sem eiga að hlúa að næsta gróðri. Líti menn í kring um sig, sjá þeir alsstaðar ungviði, börn, sem eiga eftir að verða að mönnum. Það er undir þeim komið, hvort tréð verður beinvaxið eða heldur áfram að vaxa með sama kyrkingshig- inu og áður. Það er undir þeim kom- ið, hvort landið byggir hraust þjóð og framgjörn eða merglaus og niðurlút í framtiðinni. Þetta blað á að opna augu manna fyrir því, að íþróttir eiga að vera einn höfuðþátturinn i uppeldi barn- anna — í uppeldi þjóðarinnar. Það á að byrja á börnunum, og það á að byrja strax. Það á að taka börnin, meðan þau eru að þroskast og gera úr þeim m e n n, ekki að eins andlega heldur og líkamlega. Þetta eiga for- eldrarnir að gera, en ef foreldrarnir gera það ekki, þá á þjóðfélagið að stuðla að því á einhvern hátt. Hvað er gert hér til þess að efla líkamlegar framfarir þjóðarinnar? Af hálfu þeirra, sem með ráðin fara, er ekkert gert. Þröngsýni og framtaks- leysi haldast í hendur. Hér er þjóðfé- lagið of fátækt til þess að hugsa nokk- uð um heilbrigði og líkamsþroska fólks- ins en nógu ríkt til þess að sjá um hvers manns sálubjálp. Þessi þjóð heirrftár, að hún sé kölluð menningar- þjóð, en þó hefir hún felt niður einn höfuðþáttinn, sem heitir líkams- m e n n i n g. Þetta blað á í framtíðinni að opna augu manna fyrir nauðsyn skynsam- legra iþrótta. Það á að vinna á móti þeim miðaldahugsunarhætti, að íþrótta- iðkanir séu barnabrek og glópsháttur og litt sæmandi hugsandi mönnum. Þetta blað á að fá alla hugsandi menn til þess að hugsa um mál þetta af meiri þekkingu, meira viti og meiri skilningi en nú. Þröngsýni og skilningsleysi manna hér á öllum íþróttum er erfiðast viðfangs, því að eðlileg afleiðing skiln- ingsleysisins er fordæming. Menn for- dæma allar íþróttir. Þeir eru andvígir þeim án þess að hafa gert sér far um að skapa sér sjálfstætt álit um þær, bygt á nokkurri þekkingu. — Vér vilj- um fá menn til þess að hugsa um þetta mál með skilningu og viti, og þá munu

x

Þróttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.