Þróttur - 01.01.1918, Page 10
8
ÞRÓTTtíÉ
fanga sinna á s;jónmn. En um slíkt
gagnar ekki að fást. Hitt liggur nær,
að bæta úr því eftir föngum. En til
þess þarf félag, fjölment félag með
áhugasömum mönnum og konum. Slikt
félag ætti að kenna mönnum allskonar
sund og björgunaraðferðir, dýfingar og
aðrar sundíþróttir. Slíkt félag ætti að
sjá um vegleg og fjölmenn sundmót og
sundsýningar. Ef slíkt félag væri til
hér í Reykjavík, þyrfti varla aðal-sund-
mót ársins að vera svo þunnskipað sem
það er nú Hér skal ekki frekar rætt
um þetta að sinni. Þessar línur eiga
að eins að verða til þess, að vekja
menn til athugunar um þetta mál.
Fiutningur Sundskálans.
Það er langt síðan að kveðið var upp
með þá tillögu, að flytja Sundskáiann
frá Skerjafirði og út í örfirisey. Nú er
skálinn ekkert notaður og er all-illa út-
leikinn. Sést ekki fram á annað, en
hann muni þannig smám saman ónýt-
ast og verða háðungarmerki sundíþrótt-
arinnar svo lengi sem hann stendur þar
sem hann er nú. Væri slíkt all-ilt, því
að það er hverjum ljóst, að ekki þarf
offjár til þess að fá hann fluttan, svo
að not verði að honum. Eina kapp-
sundið, sem nú er háð hér á hverju ári,
er Nýárssundið. Verður það að fara
fram hér við bæjarbryggjuna í óhrein-
um sjó vegna þess, að engir áhorfend-
ur mundu koma suður að Skerjafirði
þar sem Sundskálinn er. Að ári verð-
ur Nyárssundið háð í 10. sinn. Þáætti
að vera búið að flytja Sundskálann, svo
að sundið gæti farið vel fram og í
breinum sjó. En þótt ekki kosti mikið
að flytja skálann, þá vantar samt fé til
þess. Félag það, sem á hann, hefir ekki
efni á því. Margir menn, er áhuga hafa
fyrir gengi sundíþróttarinnar hér, mundu
fúslega hafa látið eitthvað af mörkum,
ef þeir hefðu vitað á hverju stóð. Þeir
menn vinna því að eflingu sundíþróttar-
innar, er leggja fram fé til flutnings
Sundskálans. Sundskálinn á að verða
til þess að glæða áhuga fyrir sundi og
það gerir hann því að eins, að hann
verði fluttur af þeim stað, sem hann er
nú, á annan hentugri stað.
,Þetta skal eg gera oftar4.
Sjúklingur var lagður á spítala. Hann
var sextugur og hafði aldrei, svo hann
myndi, verið laugaður. Daginn sem
hann kom á spítalann var honum gerð
laug. Þegar hann steig úr lauginni
varð honum að orði: »Þetta skal eg
gera oftar«.
Iþróttafélag Reykjavíkur
hefir fimleikaæfingar í leikfimishúsi
Mentaskólans fyrir konur og karlmenn.
Þær konur, sem vilja fá inntöku í
kvenflokk félagsins, gefi sig fram nú
strax eftir nýár við kennarann, ungfrú
Þórunni Thorsteinsson. Þeir karlmenn,
sem ætla sér að taka þátt í leikfimi,
gefi sig fram við einhvern úr stjórn fé-
lágsins ekki seinna en 15. janúar.
Ábyrgðarmaður: Björn.Ólafsson.
Isafoldarprentsmiðja 1917.