Þróttur - 19.04.1923, Blaðsíða 3
6. ár
1. blað
ÞROTTUR
Reykjavík, 19. apríl 1923.
Fjöregg æskunnar.
Mörgum er títt aö nefna æslmna í sömu
andránni og' voriS — æsku blómanna um
leið og þroskatíma mannanna barna. Yor-
iö er unaðslegasti tími ársins og æskan sá
hluti æfinnar, sem flestir mundu kjósa aS
lifa upp aftur. En eigi skal fariS út í þann
samanburS hér. ÞaS gera skáldin betur —
öll nema grátskáldin, sem aldrei sáu voriö
og fæddust gömul.
Nú á tímum er margt ritaS um ynging-
araðferðir. Læknunum tekst aö gera hruma
menn unga í annaö sinn, meö ýmsum
gjörningum, sem enn eru flestum huldir.
Þó eru þessi nýju vísindi enn svo mjög
skamt á veg komin, að ellinni hefir eM?i
verið iitrýmt, og enn sannast það, að „fót-
mál dauðans fljótt er stigið,“ að gamalli
venju.
En hversu fimir sem læknar framtíöar-
innar verða í því, að draga af fólki elli-
belginn, þá verður þó alt af önnur meina-
bót happadrýgri, nefnilega sú, að verjast
ellinni. Menn hafa löngum spreytt sig á
þeirri ráðgáðu, livernig unt sé að lengja
lífið. En þó er það enn mikils verðara,
hvernig takast megi að lengja œskuna.
Því eigi er alt undir því komið, að líf-
ið sje langt. Hitt varðar meiru, að menn
lifi sér og öðrum til gleði og gagns, fullir
þreks og bjartsjni. Flestir menn deyja
tvisvar, í fyrra skifti, þegar þeir byrja
að tala um, að þeir séu orðnir gamlir, og
í síðara skifti'ö, þegar öndin skilur við
líkamann. En það mun algild regla, að
því skemra sem líður milli dauðdaganna,
þeim mun ánægjulegri hefir æfin verið
sjálfum þeim og öSrum. v
Þau eru óteljandi lyfin, sem menn hafa
boðiS til viðhalds æskunni — bæði andleg
og líkamleg. Fólk býr til smyrsl til að
gera liörundið unglegt, „pillur“ til aS
drepa alla ellisj'kla í blóðinu og liti til að
mála hörundið, eins og hvert annað hús,
sem orðið er upplitað og skellótt. En þetta
er eins og skurn, og ekki er alt af hægt
aS sjá á skurninu, hvort egg er nýtt eða
fúlt. — Menn rita heilar bækur um, hvern-
ig fólk eigi að hugsa og hvaða reglum því
beri aS fylgja, til þess að varðveita æsk-
una, en ráSin verða oftast gagnslítil, ef
undirstöSuna vantar.
Undirstaða langrar æsku er fyrst og
fremst andleg og líkamleg heilbrigði, en
íþrótt er undirstaða heilbrigðinnar. Menn
hafa ekki eldri reynslu um nokkurn hlut
í veröldinni en um sannleiksgildi þessar-
ar staShæfingar, og engum óvitlausum
manni dettur í hug að andmæla. Fólk
veit, að óbrigðulasta vígið gegn ellinni er
ekkert annað en iðkun íþrótta. Þar er
undirstaða ánægjulegrar og þrekmikillar
æfi; þær eru fjöregg æskunnar.
Sorglegast er, að þrátt fyrir þaS, að all-
ir vita þennan sannleika, þá verSa til-
tölulega fáir til að hegSa sjer þar eftir.
Langflestir geta iðkað íþrótt, einhverja
holla íþrótt, ef þeir að eins vilja. Svo mik-
il er fjölbreytni íþróttanna, að þær geta