Þróttur - 19.04.1923, Blaðsíða 5

Þróttur - 19.04.1923, Blaðsíða 5
ÞRÓTTUE 3 lenslri sláttumaðurinn fær þá æfingu við orfið sitt, sem heilsufrömuöurinn S. P. Miiller leggur mesta áherslu á í líkams- æfingakerfi sínu: tamning mittisvöðvanna. En sameiginleg er sú heilnæmi allri strit- vinnu, að blóörásin örfast og lungun fá ekki að liggja í leti og ómensku. Sje það nú viðurkent, aö íþróttir efli líkamlega heilbrigði, þá veröur strax fyr- ir að álykta, að þetta liafi um leið þýð- ingu fyrir sálarlífiS. Heilbrigð sál getur ekki þrifist nema í liraustum líkama, það er reglan, þó undantekningar sjeu til. Fyrsta skilyrði fyrir nýtilegu starfi andans er það, aö Jiann þurfi ekki sí og æ að stríða við dutlunga skrokksins, sem hann er í. Eða dettur nokkrum manni hug, að sál- in vinni nokkurt „ærlegt handarvik11 með- an líkaminn, sem hún býr með, sendir lienni tannpínu og magaverk og þesshátt- ar góðgæti. Nei, þá er það sálin, sem er auðmjúkur þjónn líkamans, en ekki öfugt. Fvrsta lilutverk íþrótta í þarfir sálar- starfsins er því heilsubót líkamans, sem um leið verður heilsubót sálarinnar og gefur henni starfsnæði. Metnaðurinn hefir verið aflfjöður ein- staklings og þjóðar frá öndveröu og verð- ur um allan aldur, í einhverri mynd. — Metnaðarlaus maður er ómenni, sem aldrei er neinnar framtíðar von. Framför alþjóð- ar frá kyni til kyns byggist á því, a‘ð einn kemur öðrum meiri og það er metnaður- inn, sem ætíð hefir knúð þennan „meiri“ mann fram á sjónarsviðið. Fátt er jafn vel fallið til þess að vekja hollan rnetnað með ungum mönnum eins og íþróttin. Þar cr eitt gildi hennar fyrir sálarlífið. Það er metnaðurinn, sem knýr fram liverja þrekraun íþróttamannsins, óstöðvandi þrá til þess að verða öðrum meiri. Og sú lík- amsæfing, sem þetta er sálinni, kemur að góðum notum á öllum sviðum hins daglega lífs. Sá, sem metnaðarmaður er í íþrótt, verður áreiöanlega metnaðarmaður í fleiru. íþrótt eflir drenglyndi. I íþrótt eru bræður að leik, og þó að máltælrið segi, að enginn sje annars bróðir í leik, þá er drenglvndi jafnan í hverjum góðum leik. í öllum íþróttareglum kemur fram við- leitni á því, að loka þeim manni öll sund, sem sýnir af sjer ódrenglyndi í leik. íþróttir skapa bjarta lífsskoðun og á- ræði. íþróttamaður með volaða sál er ekki til. Hann er stórhuga, djarfur og áræð- inn, en þó yfirlætislaus. Uppskafningshátt- ur og tilgerS eru illur ljóður á ráði íþrótta- manns. íþróttamanninum á að vera þaS ljósara en öðrum, að hver er sinnar gæfir smiður, að meira leyti, en mörgum liættir við að álíta, Tilveran er eins og mennirnir sjálfir gera liana. Sá, sem alt af sjer drunga í kringum sig og alt af finst eittlivað ama að sjer, verður aldrei gæfumaður. íþróttirnar eru þannig sjálfsögS undir- staSa heilbrigðs og fullkomins sálarþroska. Þær eru ekki aðeins líkamanum til efling- ar, heldur og einnig sálinni. Þjóðinni hefir skilist, að mentunarlaus þjóð er framtíðar- laus þjóð, og því ver hún tiltölulega afar- fjárliæðum til andlegrar mentunar á liverju einasta ári. En hún hefir gleymt öðru, sem eigi er síður nauðsynlegt. Styrkurinn til eflingar íþrótta í landinu er vottur þeirrar glevmsku. Sambandsfjelög í. S. í. Síðan síðasta árs- skýrsla í. S. I. kom út hafa þessi ungmenna- fjelög gengið í sambandið: Æskan á Sval- barðsströnd, Bjarmi í Fnjóskadal, Víðir í Bárðardal, Einingin í Bárðardal, Efling í Bevkjadal, Ljótur í Laxárdal, Gaman og al- vara í Ljósavatnshreppi, Beykhverfingur í Beykjahverfi, Tjörnes á Tjörnesi, Ófeigur í Skörðum, Húsavík, Dagrenning í Lundareykja- dal.

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.