Þróttur - 19.04.1923, Blaðsíða 17

Þróttur - 19.04.1923, Blaðsíða 17
ÞRÓTTUR Í5 Á víð og dreif. Nýr íjrróttaskattur. Svo sem kunnugt er, fengu íþróttamenn því til vegar komið í fyrra,, að alþingi skarst í það, að skemt- anaskatti þeim, sem bæjarstjórnin hjer í Reykjavík hafði lagt á allar íþróttasýn- ingar hjer, yrði ljett af og viðurkendi um leið, að íþróttir skyldu vera skattfrjálsar. Á yfirstandandi þingi hefir komið fram frumvarp um, aö taka 20% gjald af öll- um íþróttasýningum og renni g’jald þetta í sjóö, er á sínum tíma skal variö til þess að reisa sundhöll og íþróttaból hjer í Reykjavík. Þeim, sem kunnugir eru fjár- liagsöröugleikum þeim, sem íþróttalífið lijer á við að búa, er ,aö ljóst, að þetta er óframkvæmanlegt. Ættu íþróttamenn að svara íit fimtungi þess inngöngueyris, sem inn kemur á íþrótt-asýningum, mundu þær hafa í för með sjer bein útgjöld fyrir fje- lögin, sem að þeim stæðu, en þau eru alls ekki svo efnum búin, að þau megi viö beinum fjárútlátum. Iþróttasýningarnar eru ekki meiri tekjulind en svo, að þegar fje vantar til einhverra framkvæmda, svo sem t. d. nú til undirbúnings þátttöku í Olympíuleikum, verður að hafa fjársöfn- un á víðari grundvelli en íþróttirnar marka, t. d. meö leiksýningum og því líku. Fiintungsskatturinn mundi því hafa þau álirif, aö íþróttasýningar legðust nið- ur aö mestu leyti, en það yrði öllu íþrótta- lífi hjer að falli. En einnig ber að líta á þetta mál frá öðru sjónarmiði. lþróttamönnum mun öll- um vera það ljóst, að framtíð íþróttanna byggist á því, að lijer skapist skilyrði til fjölbreyttra iðkana — bæði sumar og vet- ur. Sumarið er svo stutt, að iðkanatími flestra íþróttamanna verður skemri en svo, að þeir geti náö verulegum framför- um. Ferill þeirra líkist aurskriöugöngu, því veturinn kippir þeim aftur í hverju spori, er þeir hafa stigið aö sumrinu. — Frmnvarpið, sem áður var getið, er gleði- legur vottur þess, að rjettur sldlningur á þessu atriði er að komast inn í þingið. Og þó svo hafi farið að þessu sinni, að ætl- un hafi verið bygð á meiru fjárhagslegu þoli íþróttafjelaganna en raun er á, þá ber þó að taka því sem orðið er. Það er vísir til umbóta. íþróttamenn ráða sjálfir mestu um það hver íramtíSarkjör íþróttanna verða, Þó þeir eigi við erfið kjör að búa í starfi sínu, geta þeir samt komið miklu fram. Yirðing þings og þjóðar fyrir starfi þein*a, er ein- göngu undir því komin hvernig starfið er rækt. Ef þeim tekst að sanna, að starfið sje til þjóðþrifa, þarf engu að livíða. Ef fram koma í þeirra hóp nógu mörg talandi vitni þess, að íþróttirnar bæti mennina, þá hafa þeir fengið þá auglýsingu, sem allir taka mark á. Dæmi þessara manna verður öðrum til eftirbreytni, unglingarnir sækja að íþróttafjelögunum, þau verða voldug og íþróttirnar fjölbreyttari. Þá verður ald- an svo sterk, að hún hrífur alt með sjer, nema einstaka grjótkarla, sem ávalt liafa liaft það fyrir grundvallarreglu að neita staðreyndum. íþróttahreyfingin er ung hjer í landi, eða rjettara sagt endurvalming hennar. Eftir fyrstu vakningarárin kemur oft dá- lítið mók á menn, það er stundum eins og þeir liafi oftekið sig. Stundum virðist, að því er sumar íþróttagreinar snertir, að þetta mók sje að gera vart við sig lijer. Að hrinda á -stað hreyfingu er oft erfittt, en annað er þó erfiðara, að halda henni við. Jafnvel þó að um jafn nýta hreyfingu sje að ræða sem íþróttalireyfinguna, þá mega cngir lialda, aö hún sje „perpetuum mo-

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.