Þróttur - 01.01.1944, Page 14

Þróttur - 01.01.1944, Page 14
SKtÐASKRAF Lag: 1 den Tid. Ef þér leiðist í borginni, lagsmaður, er lítið vit í að sitja kjur. Taktu þá skíðin og skundaðu í sól, upp í skaflanna i'íki—á Kolviðarhói. Og dettu, já, dettu, og dýfðu þér ofan í drifhvítan snjá. Já, dettu, já, dettu! Það er dásamlegt - það rnuntu sjá. Skíðafólk! Nú er hafin ný ver- tíð hjá okkur, sem til fjallanna róum. Allir hafa nú endurskoðað sína útgerð, og fengið sér nýtt, þar sem þess þurfti með. Fjöllin okkar hafa nú tjaldað sínu hvíta líni og bjóða okkur velkomin, hve nær sem við höfum tækifæri til að sækja þau heim, og við skul- um ekki láta standa á okkur. Eg held að áhugi fyrir skíðaferðum að þetta slys hjá þeim í fyrra, hafi aðeins verið fallið, sem boð- ar fararheill. Og nú er skálinn upprisinn enn á ný. Við óskum þeim til hamingju. Á Kolviðarhóli, og í nágrenni hans, hafa gerzt mikil tíðindi. — Frú Valgerður hefur látið af stjórn Hólsins og nýir menn tek- ið við. Við Í.R.-ingar vonum bara að þeir nái eins miklum vinsæld- um okkar á meðal eins og frú Valgerður. Þá erum við ánægðir. — Hóllinn hefur nú verið málað- ur, hátt og lágt, lögð inn ný vatnsleiðsla o. fl. En þarna í ná- grenninu hafa líka gerzt mikil undur. Skammt norðan við Hól- inn er kominn upp skáli einn mik- ill og reisulegur, sem að þotið sé bara óvenju mikill núna. Nú á að „strjúka þeim hvíta“ í vet- ur. Ef við skundum um fornar skíðaslóðir, má hvarvetna sjá undur og stórmerki: Ármenningar eru nú langt komnir með hinn myndarlega skála sinn í Jósefsdal, og Magnús getur nú farið að hætta að raula þess vegna. Það hefur sannazt á þeim, að „þolinmæðin þrautir vinnur allar“, og við skulum vona hefur þarna upp bókstaflega eins og gorkúla á haug — eg meina hvað hraðann snertir, því að ekk- ert er fjær mér, en að líkja þess- um fagra skála við gorkúlu. Þetta er skíðaskáli Knatt- spyrnufélagsins Valur. Þeir hafa líka þegar sléttað sér knatt- spyrnuvöll fyrir framan hann. — En lengra inni undir bröttum hlíðum Skarðsmýrarfjallsins get- ur að líta annan skála, mikinn og haglega gerðan. Þar búa Víking- ar. Má segja að þéttbýlt sé orðið þarna sunnan undir Henglinum, en ekki ætti það að koma að sök, nóg er landrýmið. Að mínu áliti hefur líka svona þéttbýli frekar bætandi áhrif á félagsandann, heldur en hitt. Það stuðlar að aukinni kynningu og samstarfi á milli félaganna í heild. Og hvað er eðlilegra en að hin einstöku íþróttafélög starfi saman fyrst þau keppa öll að sama marki? — Samgangurinn á milli félaganna hefur verið undarlega lítill, allt of lítill. T.d. skíðamenn, sem ekki eru í sama félaginu, þekkjast tæp lega, nema þá í gegnum önnur félög, og sjást varla nema kann- ske þegar þeir keppa á opinber- um mótum. — Hvað veldur? — Er það einhver einangrunarstefna sem er ríkjandi? Vafalaust myndi það bæta nokkuð úr, ef að öll Reykjavíkurfélögin kepptu sam- an á landsmóti. Enda er slíkt ekki nema sjálfsagt. Vitanlega er nauðynlegt og sjálfsagt að kapp sé á milli félaganna. En kapp og rígur er sitt hvað. Félagsrígur- inn er óvættur, sem engum í- þróttamanni sæmir að hafa nokk- ur mök við. Og við skulum vona, að okkur takizt að uppræta hana með öllu. Jæja, ég ætla nú að fara að hætta þesu skrafi. Við hittumst á skíðum um helgina. Heil á fjöllum! Bangsi. 8 ÞRÓTTUR

x

Þróttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.