Skírnir - 01.04.2004, Síða 21
SKÍRNIR
SIÐFRÆÐILEG ORÐRÆÐA ...
15
að öllu leyti jafningjar, vísar til þess sem kalla má riddaramennsku
og á hún sér hliðstæðu í þýskum söguljóðum, sbr. t.d. einvígið á
milli Parzifal og Feirefiz. Þeirri lyndiseinkunn, sem í Þorsteins þætti
nær út yfir riddaralegan drengskap, má lýsa með orðunum trúr og
svíkja: allt snýst um trúnað og svik. Þorsteinn sýnir órjúfanlegan
trúnað sinn við Bjarna en Þórarinn situr á svikráðum. Það er því í
alla staði eðlilegt að Þorsteinn yfirgefur föður sinn og fylgir Bjarna.
Mér virðist meginefni þáttarins vera þau tryggðabönd sem þeir
Bjarni og Þorsteinn bindast en skýrt kemur fram að þau halda til
æviloka.15 Hér er ekki um að ræða tengsl á milli tveggja jafningja
í samfélagslegu tilliti og að þessu leyti er um að ræða grundvallar-
mun og t.d. á tengslum fóstbræðra í öðrum sögum. Sögumaður
lætur það ekki fara á milli mála að Bjarni er auðugur og voldugur
höfðingi en Þórarinn er heldur félítill smábóndi. Þessi munur er
Þórarni Ijós - hann talar um Bjarna sem voldugri (ríkari) mann og
á einum stað lætur hann í ljós efasemdir við hann („svá eru heit
yður hpfðingja“, bls. 77). Þorsteinn gerir sér einnig grein fyrir
þessu en skilur það jákvæðum skilningi. Hann gerir lítið úr sér
gagnvart Bjarna, segir að sig vanti allt til að berjast við hann, vill
frekar yfirgefa landið af fúsum og frjálsum vilja. Hann telur að
meira muni mega sín gæfa Bjarna og lukka en eigin ógæfa. Hug-
takið gæfa (auk þess gifta og hamingja) er afar mikilvægt í hugs-
unarhætti miðalda en erfitt er að festa hendur á því, skilgreina það.
Oftast vísar gæfa til útgeislunar, þeirrar náðargjafar sem er mikil-
væg stjórnanda eða höfðingja. Og höfðingjanum Bjarna eru allir
eftirsóknarverðustu eiginleikarnir léðir: hann heldur vel virðingu
sinni, er vinsæll, hófstilltur, lætur sér annt um aðra, örlátur, stór í
sniðum o.s.frv. Að ævilokum gerist hann kristinn og deyr í píla-
grímsferð. I frásögninni er því dregin upp fögur mynd af kristn-
um höfðingja jafnvel þótt konungsríki hans sé einungis Vopna-
fjarðarhérað. En hvað um Þorstein? Hann er ekkert annað en
lénsmaður, að eilífu tryggur höfðingja sínum, jafnvel þótt hann sé
15 Greinarhöfundur er því ekki á sama máli og Gehl (1937), van den Toorn (1955)
og Fichtner (1978) en þeir telja að hugtakið heiður sé miðlægt í þættinum, að
vísu í breytilegri mynd.