Skírnir - 01.04.2004, Page 24
18
GERT KREUTZER
SKÍRNIR
aðrir höfðu gert á undan honum, t.d. Otto Opet árið 1894,20 og
taldi að hana bæri að kanna sem fagurfræðilegt bókmenntaverk en
ekki sem sagnfræðilegt og þjóðfræðilegt rit. Sigurður komst að
niðurstöðu sinni þar sem við blasti að tímatal gekk ekki upp. Frá
þessum tíma hefur mikill meiri hluti fræðimanna fallist á að líta
beri á söguna sem bókmenntaverk frá 13. öld. Þegar í bókmennta-
sögu De Vries, sem út kom á árinu 1942, segir: „Það skiptir raun-
ar litlu máli að hve miklu leyti höfundurinn hefur ausið af brunni
munnlegrar hefðar ... því að verkið ber glögg merki skapandi hug-
arflugs."21
Um þetta breytir engu sú staðreynd, að tekist hefur að nokkru
leyti að draga fram x sögunni einstaka þætti munnlegrar geymd-
ar.22 Slíka þætti er vissulega að finna í Hrafnkels sögu eins og í öll-
um öðrum Islendinga sögum en þeir breyta engu um heildar-
myndina og enn síður eru þeir til þess fallnir að færa sönnur á að
sagan sem slík hafi varðveist í munnlegri geymd.
Ef við gefum okkur að sú rökstudda tilgáta sé rétt, að Hrafn-
kels saga sé í stórum dráttum skáldverk tiltekins höfundar, sem við
vitum að vísu ekki hver var, hlýtur sú spurning að vakna af sjálfu
sér hvað fyrir honum hafi vakað. Hugðist hann segja góða sögu
eða bjó annað og meira að baki? Það er naumast tilviljun að ein-
mitt Hrafnkels saga hefur vakið meiri vangaveltur um uppruna og
merkingu en nokkur önnur íslendinga saga. í textanum sjálfum er
vissulega að finna fjölmargar ábendingar sem vekja grunsemdir af
þessum toga: Atburðarásin er skýr og henni svipar til dæmisögu
20 Opet 1890-1894.
21 de Vries 1942:444; svipað er einnig að finna hjá Baetke 1952:68: „fyrir honum
vakti ekki að segja sanna sögu, heldur „semja skáldrit““.
22 Af þeim fræðimönnum, sem gera ráð fyrir að munnleg geymd skipti verulegu
máli við tilurð Hrafnkels sögu, ber einkum að nefna eftirfarandi: Liestol 1945
og 1946, Scovazzi 1960 og Hofmann en sá síðast nefndi gerir þó ráð fyrir þeim
möguleika „að söguhöfundur hafi skynjað söguefni sitt sem heild með listræn-
um og hugmyndafræðilegum hætti og sett frásögn sína fram í samræmi við
það“ (1976:31). Nánast á sama tíma og Hofmann og með svipuðum hætti fær-
ir Óskar Halldórsson (1976; 1978) rök að því að munnleg geymd hafi skipt
miklu máli við tilurð Hrafnkels sögu. Frá sjónarhóli þjóðháttafræðings fjallar
Jón Hnefill Aðalsteinsson (2000) í fjölmörgum erindum um geymd og tilurð
sögunnar.