Skírnir - 01.04.2004, Page 25
SKÍRNIR
SIÐFRÆÐILEG ORÐRÆÐA ...
19
um ris og fall, persónur þær, sem eiga í hlut, gera gildishlaðnar at-
hugasemdir við menn og málefni, og loks er þar að finna fjölmarga
málshætti og spakmæli. Af þessum ástæðum hafa fræðimenn velt
því mjög fyrir sér hvaða boðskap Hrafnkels saga gæti hafa haft
fram að færa og þess er að vænta að svo verði enn um hríð. Enn er
ekki komin fram niðurstaða sem hlotið hefur almenna viðurkenn-
ingu en það kastar á engan hátt rýrð á textann sem slíkan nema
síður sé. Á hinn bóginn er mögulegt að skipa þeim fræðimönnum,
sem sett hafa fram tilgátur til að túlka söguna, í tvo stóra hópa.23
1. Lærdómsboöskapur í kristilegum skilningi
Fræðimenn í fyrri hópnum telja að Hrafnkels saga sé uppbyggileg
dæmisaga á kristilegum grunni, þar sem meginefnið er: Dramb er
falli næst. Þannig segir Baetke fyrir margt löngu: „Sagan felur því
í sér siðrænan boðskap, ef hún er skilin rétt.“24 I þessu samhengi
er rétt að gefa gaum fjölmörgum tilraunum Hermanns Pálssonar25
til að varpa ljósi á meginhugmynd sögunnar á grundvelli kristi-
legrar heimspeki og siðaguðfræði miðalda. Fyrir honum er Hrafn-
kels saga kristilegt dæmi, ritsmíð um sekt og syndagjöld, um
dramb og auðmýkt. Þær hliðstæður sem hann tínir til úr lærðum
bókmenntum latneskum, t.d. hliðstæður frá Huga úr Viktors-
klaustri og Bernharði af Clairvaux, virðast hins vegar langsóttari
en svo að þær hafi getað haft þá vísan í augum höfundar og áheyr-
23 Um þetta segir Schottmann: „Ef litið er fram hjá mismun í framsetningu, má
segja að tvenns konar skilningur um heildarmerkingu sögunnar myndi skýra
andstæðu. Annars vegar eru þeir sem telja að söguþráðurinn miðli kristilegum
og siðferðilegum lærdómi á grundvelli miðevrópskrar guðfræði, og nái þessi
boðun hámarki í siðferðilegri skírslu söguhetjunnar, en hins vegar eru þeir sem
telja að söguþráðurinn reki ískalt og yfirvegað dæmi um valdabaráttu við til-
teknar þjóðfélagslegar og einstaklingsbundnar aðstæður." Schottmann 1989:
117.
24 Baetke 1952:17.
25 Hermann Pálsson 1962; 1966; 1968; 1970; 1971; 1978; 1979; 1981; 1988; 2000.
Með vísan til Hermanns Pálssonar gerir Byock einnig ráð fyrir miklum kristi-
legum áhrifum: „Apparently the sagaman was strongly influenced by Christi-
an teachings“ (1982:141 o.áfr.).