Skírnir - 01.04.2004, Page 30
24
GERT KREUTZER
SKÍRNIR
tengsl Hrafnkels við Frey, með öllu sem þeim fylgdi, fela ekki í sér
neinn ávinning fyrir hann heldur ógæfu og leiða með sinni djöful-
legu samkvæmni beinlínis til vígs Eyvindar, en það harmar Hrafn-
kell nánast síðar í sögunni.44 Jafnframt leiða tengslin við Frey til
þess að Hrafnkell missir öll völd. Afstaða Þjóstarssona til heiðins
siðar er eins skýr og verða má og Hrafnkell sjálfur segir hiklaust
skilið við heiðin goð. I upphafi sögunnar var hann rammheiðinn
en í lokin er hann guðleysingi: ,,„Ek hygg þat hégóma at trúa á
goð,“ - ok sagðisk hann þaðan af aldri skyldu á goð trúa, ok þat
efndi hann síðan, at hann blótaði aldri.“ (Bls. 124). Heiðinn siður
er talinn úreltur í goðaveldi „hinu nýja“ og honum er hafnað.
Oldum eftir kristnitöku á Islandi er þetta síst að undra en það hef-
ur raunverulega þýðingu í stjórnmálalegu samhengi samtímans að
því leyti að hugsanlegri gagnrýni á goðaveldi sem úreltar leifar
heiðinnar fortíðar er mætt og henni vísað á bug. Starf goða er ein-
göngu skilgreint á stjórnmálalegum forsendum og skorið á hin
gömlu tengsl á milli veraldlegs og trúarlegs hlutverks goðans. Það
er áhugavert að við höfnun heiðins siðar er ekki gripið til þess ráðs
að setja nokkurs konar forkristni í staðinn, t.d. í myndinni „trúa á
mátt sinn og megin“. Hvergi er að finna minnstu vísbendingu um
trúarleg tengsl af öðru tagi. I sögunni er því dregin upp sú mynd
af valdi og verksviði goða að hvort tveggja sé óháð trú þess sem
gegnir starfi goða. I Hrafnkels sögu er það ekki talið vandamál að
goðinn hefur glatað öðru af grundvallarhlutverkum sínum þar
sem er þjónustan við heiðinn sið, þvert á móti er hið eiginlega
vandamál talið felast í því að trúarlegt og stjórnmálalegt hlutverk
goðans hefur til þessa verið sameinað í eitt.
Þar með er þó ekki sagt að siðfræðilegir þættir hafi engu máli
skipt við skilgreiningu goðaveldisins nýja. Þvert á móti eru þeir
greinilega hafðir í fyrirrúmi í skilningi stéttasiðfræði undir merkj-
um stjórnmálalegrar ábyrgðar á öryggi og velferð alls samfélags-
ins. Með þessu gerir sagan kröfur til goðans og setur honum leik-
44 „En þó læt ek svá sem mér þykki þetta verk mitt í verra lagi víga þeira, er ek
hefi unnit.“ (105) - „Mun ek þat nú sýna, at mér þykkir þetta verk mitt verra
en Qnnur þau, er ek hefi unnit." (106).