Skírnir - 01.04.2004, Page 33
SKÍRNIR
SIÐFRÆÐILEG ORÐRÆÐA ...
27
samr sínum mQnnum, styrkðarmaðr hvers, sem hans þurfu við
(bls. 123).
b) Tengsl við goðið Frey en af þeim leiðir margt illt.
B) Ógn að utan
a) Ógn af smámennum
Fyrst stafar goðanum ytri ógn af smámennum, óbreyttum mönn-
um sem kunna að rísa gegn óréttlátri og hrokafullri framkomu.
Flrafnkell leggur ofuráherslu á stéttamuninn, muninn á yfirmanni
og undirmanni47 og honum er mjög í mun að enginn skipi sér á
bekk með honum (geri sig honum jafngildan).48 En hann telur sig
ekki þurfa að taka smámenni og umhleypinga alvarlega og hyggst
gjalda þeim makleg málagjöld. Fíann hyggst sýna smámennum
þeim, er risu gegn honum, hvar Davíð keypti ölið. Bjarni, bróðir
Þorbjarnar, og Sámur frændi hans telja Þorbjörn vitlítinn eða
heimskan þar sem hann tekur hvorki rausnarlegu boði Hrafnkels
né fellst á virðingarröðina. Hrafnkeli finnst málatilbúnaður Sáms
hlægilegur. Þorgeir gerir einnig gys að honum. í raun hafa þeir rétt
fyrir sér því að af eigin rammleik hefðu þeir Þorgeir gamli og Sám-
ur ekkert bolmagn við Hrafnkeli. Leikurinn var nánast háðulega
tapaður og þeir hugðust gefast upp (bls. 110).
b) Út til íslands
Mun alvarlegri ógn stafar af mönnum sem dvöldust erlendis og
snúa síðar aftur til íslands. Þeir eru hinir eiginlegu andstæðing-
ar sitjandi goðans. Griðkona Hrafnkels lýsir þeim svo og er
heitt í hamsi: „Nú er annan veg þeira lífi, er upp vaxa með fpður
sínum, ok þykkja yðr einskis háttar hjá yðr, en þá er þeir eru
frumvaxta, fara land af landi ok þykkja þar mestháttar, sem þá
koma þeir, koma við þat út ok þykkjask þá hpfðingjum meiri"
47 „Minn undirraaðr skaltu vera, meðan vit lifum báðir.“ (Ummæli Hrafnkels við
Sám, bls. 131-132.)
48 „Þá þykkisk þú jafnmenntr mér, ok munum vit ekki at því sættask." (Ummæli
Hrafnkels við Þorbjörn, bls. 106.)