Skírnir - 01.04.2004, Page 35
SKÍRNIR
SIÐFRÆÐILEG ORÐRÆÐA ...
29
I því sambandi ber þess að gæta að Hrafnkell birtist ekki í sög-
unni sem hreinræktaður undirhyggjumaður í anda Machiavelli er
beiti öllum brögðum og svífist einskis til að ná völdum. Fyrir hon-
um vakir einnig að tryggja frið og velferð þingmanna sinna í eigin
goðorði.50 Honum er þó einkum hugleikið, vera má að það sé
honum mikilvægast, að tryggja sonum sínum og næstu kynslóð-
um völdin. Jafnvel stolt hans verður að víkja fyrir þessu markmiði
er hann þiggur líf af Sámi þeirra vegna: „Geri ek þat mest sgkum
sona minna, því at lítil mun verða uppreist þeira, ef ek dey frá“
(bls. 121). Þessi framkoma sýnir einnig að til eru gildi sem Hrafn-
kell metur meira en eiginn heiður. Hin sérstaka áhersla, sem lögð
er á að völdin erfist innan fjölskyldunnar, kann einnig að vera
ástæðan fyrir því, að Hallfreður, faðir Hrafnkels, er látinn dreyma
drauminn í upphafi sögunnar en ekki Hrafnkell. Það gefur sög-
unni ákveðna ættfræðilega dýpt að föðurnum Hallfreði er heitið
landinu vestan Lagarfljóts („Þar er heill þín q11“, bls. 97). Við
þessu landi tekur Hrafnkell, tapar því síðan en vinnur það aftur og
erfir syni sína Þóri og Ásbjörn að því. í sögulok skipta synir
Hrafnkels, þeir Þórir og Ásbjörn, með sér goðorði - rétt eins og
þeir Þorkell og Þorgeir hinum megin á landinu.
I fræðilegum greinum um Hrafnkels sögu er þráfaldlega notuð
sú líking að tala um „hjartað í Hrafnkels sögu“. Að mati greinar-
höfundar væri réttara að tala um lykilþætti (key episodes) og telja
má eftirfarandi fjóra mikilvægasta: (1) Dauði Einars, (2) kveisan í
fæti Þorgeirs, (3) Hrafnkell pyntaður en lífi hans þyrmt og (4)
dauði Eyvindar. Þessir fjórir þættir fléttast saman og þeir verða
ekki aðskildir enda eru þeir hver öðrum háðir. I tveimur þeirra er
um að ræða dráp en í hinum tveimur er samúð í fyrirrúmi. I sög-
unni er jafnframt litið á dráp Einars neikvæðum augum en fall Ey-
vindar jákvæðum. Dauða Einars má rekja til örlagaríks eiðs og í
raun er dauði hans hvorki samkvæmt vilja Hrafnkels né þjónar
hann hagsmunum hans enda reynist hann Hrafnkatli dýrkeyptur.
50 Grimstad og Bonner lögðu samtöl í sögunni til grundvailar rannsókn sinni og
komust að þeirri niðurstöðu að hryggjarstykkið í þeirri lexíu sem Hrafnkatli
hafi verið ætlað að draga lærdóm af hafi verið skyldur og félagsleg ábyrgð
(duties and social responsibilities) (Grimstad/Bonner 2003:27).