Skírnir - 01.04.2004, Page 42
36
JÓNA GUÐBJÖRG TORFADÓTTIR
SKÍRNIR
við.“3 Alfífa veit einnig að Sigurður má ekki blóð sjá. Konungur
kveður það hins vegar vera ósatt og vill hún láta á reyna. Hún vekur
sér blóð en Sigurði tekst að láta á engu bera. Þó urðu á tvímæli um
þetta mál og leggur konungur á ráðin og kemur upp um Sigurð. Sig-
urður biður sér vægðar en fyrir áeggjan Alfífu rekur konungur hann
úr landi. Sigurður fær síðan bót meina sinna fyrir náð Ólafs helga.
Þátt af Sigurði Ákasyni er að finna í svonefndri Helgisögu,
einni gerð Ólafs sögu helga, sem varðveitt er í þrænsku handriti frá
miðri 13. öld. Frásögnin hefur ennfremur varðveist í tveimur öðr-
um handritum af sögu Ólafs helga, í 13. aldar samsteypuritinu Flat-
eyjarbók og í Tómasskinnu frá 14. öld. Bæði handritin eru íaukin
köflum úr Lífssögu Ólafs eftir Styrmi Kárason, frá um 1210-1225,
og gæti frásögnin af Sigurði verið ættuð þaðan og einnig þáttur
Helgisögunnar sem er af sama meiði.4 Yfirleitt eru sögur af vætt-
um og forynjuskap í Helgisögunni til þess ætlaðar að árétta helgi
Ólafs, og svo mun einnig vera hér þar sem Alfífa virðist að
ástæðulausu leggja fæð á hirðmann konungs. Sýnt er að Alfífa
þekkir öll samskipti Sigurðar við tröllkonuna. Þetta er áréttað í
frásögninni af Sigurði Ákasyni í Tómasskinnu: „þetta vissi hún af
fornum göldrum" og skömmu síðar mælir hún við konung og seg-
ir honum „hversu farið hafði með þeim tröllkonunni".5 Að auki
er Alfífu kunnugt um áðurnefnt ráðabrugg konungs sem kom upp
um Sigurð og átti að fara leynt, eins og segir í Flateyjarbók: „En
eigi vissu þeir hví hún hafði fregið þetta því að þeir þóttust þetta
bragð leynilega gert hafa með sér“.6 Alfífa veit um alla atburði og
gæti það stafað af fjölkynngi hennar en einnig kann það að benda
til þess að hún hafi brugðið sér í tröllkonuham. Hvernig sem Al-
fífa er upplýst um atburði á Vindlandi þá er hún tröll af fjölkynngi
sinni; Alfífa er flagð undir fögru skinni.
3 Sama rit, sama stað.
4 Helgisagan ásamt Lífssögu Ólafs eftir Styrmi Kárason, sem nú er glötuð, hafa
verið meginheimildir Snorra Sturlusonar er hann setti saman sögur af Ólafi
helga. Sjá frekari umfjöllun: Ármann Jakobsson: I leit að konungi, 21-22, 37;
Snorri Sturluson: Heimskringla II, v-cxii.
5 Fornmanna sögur, eptir gömlum handritum V, 184-185.
6 Flateyjarbok II, 139.