Skírnir - 01.04.2004, Page 43
SKÍRNIR
í ORÐASTAÐ ALFÍFU
37
Hver er Alfífa?
Alfífu er einkum minnst í fornum sögum fyrir að vera barnsmóð-
ir Knúts Sveinssonar og illa liðin konungsmóðir Norðmanna. í
enskum bókum ber hún nafnið Ælfgifu og er kennd við North-
ampton. Alfífa er af göfugum ættum og á einum stað er hún
auknefnd hin ríka.7 Hvergi er að finna stafkrók í heimildum um
fæðingarár, fæðingarstað eða dánarár Alfífu og einungis er unnt
að finna henni stað í tíma og rúmi með hliðsjón af ítarlegri frá-
sögnum af föður hennar, barnsföður og sonum. Alfífa er dóttir
Ælfhem jarls af Norðimbralandi, ýmist nefndur Álfrimur eða Álf-
rúnn í íslenskum frásögnum, og var hann mikill landeignamaður.
Færri heimildir nefna móður hennar, Wulfrun, en hún mun hafa
verið af norrænum uppruna.8 Alfífa átti bræðurna Wulfheah og
Ufegeat sem báðir voru blindaðir árið 1006, sama ár og faðir þeirra
var drepinn.9
Alfífa var frilla Knúts konungs, sem var ýmist auknefndur
hinn ríki eða gamli. Hann fæddist í Danmörku árið 998 og lést
árið 1035. Hann var sonur Sveins tjúguskeggs Haraldssonar,
Gormssonar. I Knýtlinga sögu er sagt um Knút að hann „hefir
verit ríkastr konungr ok víðlendastr á danska tungu.“10 Knútur
réð þremur þjóðlöndum: Danmörku eignaðist hann að erfð og
England og Noreg vann hann með hernaði.* 11 Knútur sat lengstum
á Englandi og sambandið við Alfífu hefur líklega verið þáttur í að
festa hann í sessi á valdastóli, með stuðningi frá valdamikilli ætt
hennar.12 Alfífa og Knútur eignuðust soninn Svein árið 1016 en ári
síðar kvongaðist Knútur Emmu, dóttur hertogans af Normandí
og ekkju Aðalráðs Englandskonungs. Knútur eignaðist þrjú börn
enn, Harald hérafót, Hörða-Knút og Gunnhildi, en nokkur vafi
7 Danakonunga SQgur, 121.
8 Campbell: „Queen Emma and Ælfgifu of Northampton“, 68-69.
9 The Anglo-Saxon Chronicle, 136
10 Danakonunga SQgur, 123.
11 Knútur var konungur fyrir Danmörku eftir fráfall bróður síns í sautján ár,
1018-35, hann ríkti á Englandi í nítján ár, 1016-35, og í Noregi í sjö ár, 1028-35.
Danakonunga sQgur, CVIII.
12 Lawson: Cnut> 47, 131.