Skírnir - 01.04.2004, Side 44
38
JÓNA GUÐBJÖRG TORFADÓTTIR
SKÍRNIR
leikur á móðerni Haralds, eins og komið verður að síðar. Emma
drottning átti a.m.k. tvo syni frá fyrra hjónabandi13 en Knútur
konungur gaf konunganöfn sonum sínum, Haraldi í Englandi,
Hörða-Knúti í Danmörku og Sveini í Noregi. Knútur hafði sett
Svein Alfífuson til ríkis í Jómsborg en árið 1030 setti Knútur hann
til valda í Noregi. Hann var bernskur að aldri, aðeins 14 ára gam-
all, og hafði því Alfífa mest landstjórn. Sveinn konungur setti ný
lög í Noregi um marga hluti og einkum til þess að innheimta meira
fé af Norðmönnum. Þegar lögin voru kunngjörð alþýðu tóku
menn þeim illa: „Brátt hgfðu menn ámæli mikit til Sveins kon-
ungs, ok kenndu menn mest þó Álfífu allt þat, er í móti skapi
þótti.“14 Alfífa og sonur hennar ríktu í Noregi nokkra vetur „ok
var þá hprmuligt undir því ríki at búa, bæði með ófrelsi ok með
óárani, er fólkit lifði meir við búfjár mat en manna“.15 Þegar Alfífa
og Sveinn fréttu af áformum Magnúsar góða um að ná völdum í
Noregi vildu þau fylkja liði en Norðmenn voru mjög tregir til.
Danskir höfðingjar ráðlögðu Sveini að leita sér liðs í Danmörku
hjá Hörða-Knúti bróður sínum og gamla Knúti föður sínum, sem
og hann gerði. Knútur dó sama ár, 1035, og þá lagði Magnús Nor-
eg undir sig orrustulaust. Sveinn dó ári síðar, 1036. Eftir það segir
nokkuð af viðskiptum Alfífu og Magnúsar góða, eins og síðar
verður komið að, en síðan hverfur Alfífa af sjónarsviðinu og eru
örlög hennar ókunn eftir það.
Flagð undir fögru skinni
Utliti Alfífu er aðeins lýst í bókum sagnaritarans Saxa málspaka en
þar segir að hún sé ægifögur auk þess sem hún sé yndisleg frilla.16
Þekktari er þó mun ljótari lýsing á Alfífu sem lýtur að innræti
13 Játmundar járnsíðu, eða hins sterka (Edmund) og Játvarðar góða (Edward) er
einkum minnst fyrir að hafa setið að völdum á Englandi en Snorri Sturluson
nefnir til fjóra bræður: „Synir þeira váru þeir Eaðmundr ok Eatvarðr inn góði,
Eatvígr ok Eatgeirr." Snorri Sturluson: Heimskringla II, 26.
14 Samarit, 401.
15 Agrip af Nóregskonunga sggum. Fagrskinna - Nóregs konunga tal, 31.
16 Á latínu specie delectatus og concubime facibus. Saxo Grammaticus, 286.