Skírnir - 01.04.2004, Page 49
SKÍRNIR
í ORÐASTAÐ ALFÍFU
43
Á sama tíma varð Knútur hrifinn af ástkonu Ólafs, þeirri ægifögru frú Al-
fífu, og tældi hana. Og hvort sem ástæðan var sú að hann missti hina ynd-
islegu frillu eða að Knútur hafði svikið hann um landshluta í Englandi,
sem hann hafði lofað honum, lét Ólafur þessa persónulega móðgun
Knúts hafa áhrif á hernaðarbandalag þeirra á vígvellinum. Að herferð lok-
inni hélt hann reiður og sorgmæddur aftur til Noregs, þar eð hann sá að
hann var í fullum rétti til þess að svíkja þann mann sem hafði komið svo
gjörsamlega ósiðsamlega og ranglega fram við hann.29
Það er athyglisvert að þar sem frásögninni af ósæmilegri hegðun
Knúts við Alfífu sleppir dregur Saxi úr og leggur að jöfnu við
landabrask. Af þessu má ráða að litlu skiptir hvað veldur reiði og
sorg Ólafs, því að í báðum tilvikum verður hann fyrir eignaskerð-
ingu. Hvergi er Alfífa spurð álits og hvergi er minnst á líðan henn-
ar. Hún er aðeins viðfang í samskiptum höfðingjanna og þarf það
ekki að koma á óvart í ljósi ríkjandi viðhorfa til kvenna á miðöld-
um. Geta má þess að litlu fyrr en Saxi skrifar Danasögu sína, eða
á síðari hluta 12. aldar, setur Þorlákur Þórhallsson biskup í Skál-
holti skriftaboð sem fólu m.a. í sér ströng viðurlög við hórdómi.
Það sem vekur athygli í þessu sambandi við boð Þorláks um
skriftahald er að konur eru nær einatt undanskildar refsingum;
þær voru álitnar óvirkar.30 Þessa viðhorfs gætir enn þegar komið
er fram á 13. öld, eins og merkja má af lagasafninu Grágás, sem er
talið vera frá síðari hluta aldarinnar.31 Þar kemur m.a. fram að í
legorðsmálum var sakaraðilinn fyrst og fremst lögráðandi fórnar-
lambsins, eiginmaður eða ættingi.32 Ágætt dæmi þessa er að finna
í Knýtlinga sögu, sem er talin vera skrifuð á árunum 1235-1300,
29 „Eodem tempore Alvivam ab Olavo adamatam Kanutus, eximia matronæ
specie delectatus, stupro petiit. Igitur Olavus, sive quia concubinæ facibus
spoliatus, sive quia promissa Angliæ parte per Kanutum fraudatus fuerat, pri-
vatam offensam publicæ militiæ prætulit, peractisque stipendiis, ira pariter ac
dolore instinctus Norvagiam rediit, non incongruum eius desertorem agere rat-
us, a quo plena turpitudinis iniuria vexatus fuerat." Saxo Grammaticus: Saxon-
is Gesta Danorum, 286 (þýðing greinarhöfundar).
30 íslenzkt fornbréfasafn I, 237-244. Sjá frekari umfjöllun: Sveinbjörn Rafnsson:
„Skriftaboð Þorláks biskups“.
31 Grágás, xii.
32 Sama rit, 125.