Skírnir - 01.04.2004, Page 50
44
JÓNA GUÐBJÖRG TORFADÓTTIR
SKÍRNIR
þar sem segir frá ástamálum Knúts konungs. Einhverju sinni í
danskri veislu sér hann svo fallega konu að hann þóttist varla séð
hafa fríðari kvenmann. Hann biður ræðismann sinn að búa svo
um að þessi kona, sem reynist vera prestfrú, verði í hvílu hans um
nóttina og þorir enginn að mæla í móti vilja hans. Um kvöldið
þegar konungur gerir sig líklegan til amorsleikja tekst henni að
vanda um fyrir honum með því að höfða til ábyrgðarstöðu hans
og hlutverks í þjóðfélaginu sem fyrirmyndar og fulltrúa annarra
manna í góðum siðum og trúarbrögðum. Knútur lætur sannfærast
og finnur sér annan rekkjunaut fyrir nóttina. Um morguninn bið-
ur konungur prest afsökunar á framferði sínu við eiginkonu hans
og færir honum vinargjöf en aldrei lætur hann svo lítið að biðja
konuna fyrirgefningar.33
Birgit Strand hefur fjallað um viðhorf til kvenna í Danasögu
Saxa og segir hún að sú breyting, sem verði á hlutverki norrænna
kvenna við trúskiptin, endurspeglist í frásögn Saxa:
Det antages allmant, att den nordiska kvinnans roll i samhállet förándra-
des i och med kristendomens införande, dá kyrkans passiva kvinnoideal
kom att undantránga och ersátta hednatidens aktiva. I Gesta Danorum
avspeglas en sádan förándring mycket tydligt, men viktigt att framhálla ár
att Saxo alltjámt tycks hysa förkárlek för den aktiva, man-lika kvinnan,
d.v.s. sá lánge hon háller sig borta frán politiska sammanhang och endast
sá lánge hon sjálvklart underordnar sig mannens vilja och behov.34
I bókum Saxa gætir velvilja til hinnar virku konu ef hún lætur
stjórnmál afskiptalaus og lýtur stjórn og þörfum karlmannsins.
Alfífa er stórlát og metnaðargjörn kona sem hefur sig í frammi. I
Danasögu gegnir hún hins vegar hlutverki þolanda, hún elur af sér
mikinn fjandskap en er engu að síður óvirk persóna og vanvirt.35
I enskum heimildum gætir einnig vanvirðingar þar sem fjallað
er um móðerni Haralds hérafótar Knútssonar. I Saxaannálum
kemur fram óvissa um móðerni hans. I tveimur gerðum annálsins,
C og D, er haft eftir Haraldi að hann sé sonur Alfífu (sem kennd
33 Danakonunga SQgur, 149-150.
34 Strand: Kvinnor och man i Gesta Danorum, 269.
35 Sama rit, 336, 342.