Skírnir - 01.04.2004, Side 51
SKÍRNIR
í ORÐASTAÐ ALFÍFU
45
er við Northampton), þó að það væri ósatt.36 í E-gerð annálsins er
ekki kveðið jafn fast að orði en þar segir að sumir menn segi Har-
ald vera son Knúts og Alfífu, dóttur Ælfhem jarls, en mörgum
þyki það harla ótrúlegt.37
Flestir fræðimenn eru samdóma um að Alfífa hafi verið móðir
Haralds þrátt fyrir að heimildir dragi það víðar í efa.38 Bjarni
Guðnason telur þessa missögn kunna að „stafa m.a. af því, að í
Saxaannálum (E-gerð: 1052) er Emma nefnd Ælfgiue Ymma, en
Ælfgifu var titill drottningar."39 I Saxaannálum er Alfífa þó jafnan
kennd við bernskuheimili sitt og fer því vart á milli mála um hvora
konungamóðurina er að ræða. Miles W. Campbell bendir á hat-
ramma deilu konungamæðranna Alfífu og Emmu um erfðarétt.
Hann telur söguburði um Harald kunna að vera til marks um
gremju og afbrýðisemi eiginkonu og móður til að gera ætterni
Haralds tortryggilegt og þar með rétt hans til krúnunnar.40 Camp-
bell bendir m.a. á latneska ritið Encomium Emmae Reginae Daci-
ae et Angliae, sem er skrifað af munki sem var uppi samtíma Knúti
og Emmu og er ritið til heiðurs henni. Þar segir um Harald:
Haraldur ... sem er ranglega talinn vera sonur ákveðinnar frillu ... Knúts
konungs; staðreyndin er hins vegar sú að flestir telja hinn sama Harald
hafa verið tekinn á laun af barnssæng þjónustustúlku og lagðan inn í
svefnherbergi frillunnar, sem var lasin. Og þykir þessi frásögn fara nær
sannleikanum.41
36 „And Harold, who said that he was son of Cnut and the other Ælfgifu [D: „and
the Northampton Ælfgifu"] - although it was not true.“ The Anglo-Saxon
Chronicle, 158, 159.
37 „Some men said of Harold that he was son of King Cnut and Ælfgifu, daught-
er of Ealdorman Ælfhelm, but to many men, it seemed quite unbelievable."
The Anglo-Saxon Chronicle, 161.
38 T.d. segir Snorri Sturluson Harald vera son Emmu (Heimskringla III, 32). í
Fagurskinnu segir svo frá Haraldi að hann sé sonur Knúts og „Emmu Rík-
harðsdóttur". Agrip af Nóregskonunga SQgum. Fagrskinna - Nóregs konunga
tal, 202. Sjá einnig yfirlit William frá Malmesbury í Gesta Regvm Anglorum II,
178-179.
39 Danakonunga SQgur, 121 (1. neðanmálsgrein).
40 Campbell: „Queen Emma and Ælfgifu of Northampton", 69.
41 „Haroldum, quem esse filium falsa aestimatione asseritur cuiusdam eiusdem
regis Cnutonis concubinae; plurimorum uero assertio eundem Haroldum per-
hibet furtim fuisse subreptum parturienti ancillae, inpositum autem camerae