Skírnir - 01.04.2004, Page 53
SKÍRNIR
í ORÐASTAÐ ALFÍFU
47
Því má gera skóna að þótt Knútur hafi getað farið sínu fram og
haldið frillu í krafti embættis síns hafi kennimenn litið þetta líferni
hornauga. A.m.k. tvö af ofangreindum tilvitnuðum ritum voru
sett saman innan klausturveggja og ætla má að þar hafi boðskapur
kirkjunnar átt hljómgrunn, þó svo að almenningur hafi almennt
látið sér fátt um finnast. Söguburður um ætterni Haralds hérafót-
ar virðist einkum vera til þess ætlaður að grafa undan rétti hans til
konungsstólsins og ætla má að þessar efasemdir hefðu ekki náð
slíkum hæðum ef Alfífa hefði verið drottning og sannlega gift
Knúti. Alfífa er frilla og það er handhægt vopn gegn henni, hvort
sem er í höndum kennimanna eða þeirra sem eru henni andsnún-
ir, eins og sýnir sig hvað best í deilum hennar við norska bændur.
Alfífa mætir mótlæti víðar en á Englandi og finnst Norðmönn-
um þeir efalítið vanvirtir þegar þeir standa frammi fyrir því að
þurfa að hlýða frillu og hennar ungæðislega frillusyni. Þetta leynir
sér ekki í ræðu Einars þambarskelfis þegar hann stígur á stokk og
talar af miklum þunga til Norðmanna, eins og greint er frá í Fag-
urskinnu:
Ekki var ek vinr Óláfs konungs, en þó váru Þrændir ekki þá kaupmenn,
er þeir seldu konung sinn ok tóku við meri ok fyl með. Konungr þessi
kann ekki mæla, en móðir hans vill illt eitt ok má auk yfrit... Megu menn
heldr heima bíða vanréttis, en sœkja allir í einn stað ok hlýða þar einnar
konu orðum.44
Einar þambarskelfir er einn af mestu höfðingjum Noregs en ræða
hans er furðu djörf um yfirboðara sinn. Hann vanvirðir Alfífu og
níðir; níðorðið meri var notað um lausláta konu, á borð við hór-
konu eða pútu, og fyl er afkvæmi hennar, þ.e. merarsonur. Það
merkti því að sama skapi hórkonusonur eða pútusonur.45 Slík
ókvæðisorð voru litin afar alvarlegum augum á miðöldum. I Grá-
gás kemur fram að sá sem gerðist sekur um að hrakyrða annan
mann gat átt yfir höfði sér fjörbaugsgarð, þ.e. þriggja ára útlegð úr
landi.46 Einar vanvirðir Alfífu ekki einungis fyrir stöðu hennar
44 Ágrip af Nóregskonunga sQgum. Fagrskinna - Nóregs konunga tal, 206-207.
45 Almqvist: Norrön niddiktning, 145-146.
46 Grágás, 271-272.